Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2020 20:00 KA vann öruggan sigur í kvöld og er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Vísir/Bára Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. KA tók á móti Leikni frá Reykjavík á Greifavellinum á Akureyri. Heimamenn leika í Pepsi Max deildinni en gestirnir eru deild neðar og spila í Lengjudeildinni. Var búist við jöfnum leik enda KA ekki spáð góðu gengi í sumar á meðan Leiknir gæti daðrað við að komast upp í deild þeira bestu. Annað var þó upp á teningnum í kvöld. Nökkvi Þeyr Þórisson kom KA mönnum yfir strax á 5. mínútu og svo lauk leiknum í raun formlega eftir hálftíma. Áður en kom af því þurfti Hallgrímur Jónasson að fara af velli vegna meiðsla í liði KA og eru það slæmar fréttir fyrir heimamenn ef hann er frá til lengri tíma en liðið er nú þegar án varnarmannsins Hauks Heiðar Haukssonar. Þegar hálftími var liðinn af leiknum rann Sólon Breki Leifsson er hann pressaði Kristijan Jajalo, markvörð KA, og endaði með því að fljúga inn í markvörðinn. Fyrir það fékk Sólon Breki sitt annað gula spjald í leiknum. Brynjar Hlöðversson, fyrirliði Leiknis, var ekki sáttur með gang mála og lét Valdimar Pálsson, dómara leiksins, heyra nokkur vel valin orð. Fyrir það fékk Brynjar einnig sitt annað gula spjald og þar með rautt. Klippa: Tvö rauð spjöld á sömu mínútunni Varnarmaðurinn stóri og stæðilegi með löngu innköstin, Mikkel Qvist, tvöfaldaði forystu KA fyrir hálfleik og staðan 2-0 í hálfleik. Gestirnir áttu aldrei möguleika í þeim síðari og skoruðu heimamenn fjögur mörk. Þau gerðu þeir Hallgrímur Mar Steingrímsson, Gunnar Örvar Stefánsson og Steinþór Freyr Þorsteinsson. Þá skoraði Nökkvi Þeyr sitt annað mark í leiknum. Lokatölur 6-0 og KA komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Á Grenivík voru HK-ingar í heimsókn en gestirnir unnu stórsigur á Íslandsmeisturum KR á dögunum í Pepsi Max deildinni. Heimamenn eru líkt og Leiknir í Lengjudeildinni. Eitthvað hefur ferðalagið setið í gestunum en heimamenn komust yfir á 17. mínútu þökk sé marki Gauta Gautasonar og þannig var staðan allt fram á 68. mínútu leiksins. Þá jafnaði Birnir Snær Ingason metin og Atli Arnarson tryggði gestunum svo farseðilinn í 16-liða úrslit keppninnar með marki úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Lokatölur 2-1 HK í vil. Fótbolti Mjólkurbikarinn HK KA Tengdar fréttir KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18 Gunnar Þór um möguleg krossbandaslit: Skárra að einn af gömlu jálkunum lendi í þessu Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, sleit að öllum líkindum krossbönd í 8-1 sigri KR á Vængjum Júpíters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. 24. júní 2020 19:00 Ferli Gunnars hugsanlega lokið því ekki mátti færa leikinn: „Þessu hefur margoft verið neitað“ KR-ingar og Vængir Júpiters vildu spila bikarleik sinn á Meistaravöllum í gær en var það óheimilt samkvæmt reglugerð KSÍ. Því spiluðu þau inni í Egilshöll, á gervigrasvelli sem þykir slæmur, og það gæti hafa orðið til þess að ferli leikmanns KR sé lokið. 24. júní 2020 12:00 Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. KA tók á móti Leikni frá Reykjavík á Greifavellinum á Akureyri. Heimamenn leika í Pepsi Max deildinni en gestirnir eru deild neðar og spila í Lengjudeildinni. Var búist við jöfnum leik enda KA ekki spáð góðu gengi í sumar á meðan Leiknir gæti daðrað við að komast upp í deild þeira bestu. Annað var þó upp á teningnum í kvöld. Nökkvi Þeyr Þórisson kom KA mönnum yfir strax á 5. mínútu og svo lauk leiknum í raun formlega eftir hálftíma. Áður en kom af því þurfti Hallgrímur Jónasson að fara af velli vegna meiðsla í liði KA og eru það slæmar fréttir fyrir heimamenn ef hann er frá til lengri tíma en liðið er nú þegar án varnarmannsins Hauks Heiðar Haukssonar. Þegar hálftími var liðinn af leiknum rann Sólon Breki Leifsson er hann pressaði Kristijan Jajalo, markvörð KA, og endaði með því að fljúga inn í markvörðinn. Fyrir það fékk Sólon Breki sitt annað gula spjald í leiknum. Brynjar Hlöðversson, fyrirliði Leiknis, var ekki sáttur með gang mála og lét Valdimar Pálsson, dómara leiksins, heyra nokkur vel valin orð. Fyrir það fékk Brynjar einnig sitt annað gula spjald og þar með rautt. Klippa: Tvö rauð spjöld á sömu mínútunni Varnarmaðurinn stóri og stæðilegi með löngu innköstin, Mikkel Qvist, tvöfaldaði forystu KA fyrir hálfleik og staðan 2-0 í hálfleik. Gestirnir áttu aldrei möguleika í þeim síðari og skoruðu heimamenn fjögur mörk. Þau gerðu þeir Hallgrímur Mar Steingrímsson, Gunnar Örvar Stefánsson og Steinþór Freyr Þorsteinsson. Þá skoraði Nökkvi Þeyr sitt annað mark í leiknum. Lokatölur 6-0 og KA komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Á Grenivík voru HK-ingar í heimsókn en gestirnir unnu stórsigur á Íslandsmeisturum KR á dögunum í Pepsi Max deildinni. Heimamenn eru líkt og Leiknir í Lengjudeildinni. Eitthvað hefur ferðalagið setið í gestunum en heimamenn komust yfir á 17. mínútu þökk sé marki Gauta Gautasonar og þannig var staðan allt fram á 68. mínútu leiksins. Þá jafnaði Birnir Snær Ingason metin og Atli Arnarson tryggði gestunum svo farseðilinn í 16-liða úrslit keppninnar með marki úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Lokatölur 2-1 HK í vil.
Fótbolti Mjólkurbikarinn HK KA Tengdar fréttir KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18 Gunnar Þór um möguleg krossbandaslit: Skárra að einn af gömlu jálkunum lendi í þessu Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, sleit að öllum líkindum krossbönd í 8-1 sigri KR á Vængjum Júpíters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. 24. júní 2020 19:00 Ferli Gunnars hugsanlega lokið því ekki mátti færa leikinn: „Þessu hefur margoft verið neitað“ KR-ingar og Vængir Júpiters vildu spila bikarleik sinn á Meistaravöllum í gær en var það óheimilt samkvæmt reglugerð KSÍ. Því spiluðu þau inni í Egilshöll, á gervigrasvelli sem þykir slæmur, og það gæti hafa orðið til þess að ferli leikmanns KR sé lokið. 24. júní 2020 12:00 Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18
Gunnar Þór um möguleg krossbandaslit: Skárra að einn af gömlu jálkunum lendi í þessu Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, sleit að öllum líkindum krossbönd í 8-1 sigri KR á Vængjum Júpíters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. 24. júní 2020 19:00
Ferli Gunnars hugsanlega lokið því ekki mátti færa leikinn: „Þessu hefur margoft verið neitað“ KR-ingar og Vængir Júpiters vildu spila bikarleik sinn á Meistaravöllum í gær en var það óheimilt samkvæmt reglugerð KSÍ. Því spiluðu þau inni í Egilshöll, á gervigrasvelli sem þykir slæmur, og það gæti hafa orðið til þess að ferli leikmanns KR sé lokið. 24. júní 2020 12:00
Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00