Takk Guðni Einar Bárðarson skrifar 24. júní 2020 19:45 Velvild, virðing og ábyrgð eru gildi sem ég reyni að rækta hjá sjálfum mér og eru þau gildi sem ég leita eftir í öðrum. Við erum heppin með forseta og ekki síður forsetafrú. Bæði eru þau hrein og bein og koma til dyranna eins og þau eru klædd og af vinsemd, virðingu og ábyrgð. Þau ganga fremst meðal jafningja og hjá þeim finnum við samkennd á erfiðum tímum, hvatningu þegar reynir á en þess á milli finnur maður viðleitni þeirra til að vekja athygli á því sem vel er gert og lyfta undir málstaði þeirra sem minna mega sín. Árlega hefur hópurinn Plokk á Íslandi sem ég er þátttakandi í staðið fyrir stórum hreinsunardegi á vorin. Núna í lok apríl, þar sem ég stóð á spítalalóðinni við Landspítalann í Fossvogi að týna rusl, til heiðurs heilbrigðis starfstéttanna, í tveggja metra fjarlægð frá forsetahjónum sem einnig voru að týna rusl. Þá hugsaði ég; er hægt að biðja um betra fólk á Bessastaði? Síðasta ár hef ég einnig unnið að endurheimt votlendis. Endurheimt lungna Íslands eins og Halldór Laxness kallaði mýrarnar okkar. Með endurheimt stöðvum við losun CO2 ígilda þurrlendisins. Enn og aftur er Guðni Th. Jóhannesson þar í farabroddi meðal jafningja að fræða almenning og hvetja okkur á vettvangi til dáða af velvild, virðingu og ábyrgð. Þá treysti ég Guðna Th. Jóhannessyni fyrir embætti forseta Íslands. Á laugardaginn kýs ég Guðna Th. Jóhannesson til embættis forseta Íslands. Höfundur er framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Velvild, virðing og ábyrgð eru gildi sem ég reyni að rækta hjá sjálfum mér og eru þau gildi sem ég leita eftir í öðrum. Við erum heppin með forseta og ekki síður forsetafrú. Bæði eru þau hrein og bein og koma til dyranna eins og þau eru klædd og af vinsemd, virðingu og ábyrgð. Þau ganga fremst meðal jafningja og hjá þeim finnum við samkennd á erfiðum tímum, hvatningu þegar reynir á en þess á milli finnur maður viðleitni þeirra til að vekja athygli á því sem vel er gert og lyfta undir málstaði þeirra sem minna mega sín. Árlega hefur hópurinn Plokk á Íslandi sem ég er þátttakandi í staðið fyrir stórum hreinsunardegi á vorin. Núna í lok apríl, þar sem ég stóð á spítalalóðinni við Landspítalann í Fossvogi að týna rusl, til heiðurs heilbrigðis starfstéttanna, í tveggja metra fjarlægð frá forsetahjónum sem einnig voru að týna rusl. Þá hugsaði ég; er hægt að biðja um betra fólk á Bessastaði? Síðasta ár hef ég einnig unnið að endurheimt votlendis. Endurheimt lungna Íslands eins og Halldór Laxness kallaði mýrarnar okkar. Með endurheimt stöðvum við losun CO2 ígilda þurrlendisins. Enn og aftur er Guðni Th. Jóhannesson þar í farabroddi meðal jafningja að fræða almenning og hvetja okkur á vettvangi til dáða af velvild, virðingu og ábyrgð. Þá treysti ég Guðna Th. Jóhannessyni fyrir embætti forseta Íslands. Á laugardaginn kýs ég Guðna Th. Jóhannesson til embættis forseta Íslands. Höfundur er framkvæmdastjóri Votlendissjóðs.