Castillion kemur ekki: „Skrýtið að knattspyrnusamband geti ekki svarað“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2020 10:10 Geoffrey Castillion var duglegur við að skora mörk fyrir Fylki. vísir/daníel Sóknarmaðurinn Geoffrey Castillion mun ekki spila með Fylki í sumar eins og vonir stóðu til. Málið strandar á indónesíska knattspyrnusambandinu. Castillion skoraði 10 mörk fyrir Fylki síðasta sumar, sem lánsmaður frá FH. Hann gekk svo í raðir Persib Bandung í Indónesíu í vetur. Fylkismenn höfðu gert samkomulag við indónesíska félagið um að fá þennan hollenska markahrók að láni í ljósi þess að hlé er á keppni vegna kórónuveirufaraldursins. Þeir höfðu einnig komist að samkomulagi við Castillion sjálfan, en ekkert verður af komu hans. „Því miður er það út af borðinu þar sem að indónesíska knattspyrnusambandið gat ekki svarað félagsliði Geoffrey úti um það hvort hægt yrði að kalla hann til baka úr láni,“ sagði Hrafnkell Helgi Helgason, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Fylki, við Vísi í morgun. „Það var búið að reyna lengi að fá einhver svör frá þeim og bæði félagið og síðan ég sjálfur vorum búin að senda út póst, en við fengum aldrei nein svör. Því fór sem fór. Manni finnst nú skrýtið að knattspyrnusamband geti ekki svarað svona spurningum. Maður er þakklátur fyrir KSÍ, þar fást alla vega svör við spurningum,“ sagði Hrafnkell. Castillion sýndi mikinn áhuga á að koma Hrafnkell segir það ekki hafa verið inni í myndinni að kaupa Castillion frá indónesíska félaginu: „Það kom ekki til greina. Hann er á samningi þarna út þetta tímabil og hefur það bara fínt, svo að það kom aldrei til greina. En Castillion sýndi mikinn áhuga á að koma fyrsta að tímabilið var í pásu þarna úti. Honum leið vel hjá okkur og vildi hjálpa okkur aftur, og við vorum auðvitað spenntir fyrir því að sá gluggi skyldi opnast að einhverju leyti, því við vitum vel hvað hann getur og hvað hann gerði í fyrra,“ sagði Hrafnkell sem hafði reynt hvað hann gat að fá Castillion aftur í Árbæinn. „Félagið var búið að samþykkja að lána hann og Geoffrey var búinn að samþykkja samning við okkur líka. Það vantaði því í raun ekki neitt nema staðfestingu frá knattspyrnusambandinu um að hann gæti farið til baka þegar félagið hans þyrfti á því að halda. Kannski vegna þess að Covid er í fullum gangi í Indónesíu þá gátu þeir ekki gefið nein svör. Það lítur út fyrir að félagaskiptaglugginn þarna sé opinn til 6. ágúst svo ég skil í raun ekki af hverju hann gat ekki komið að láni þangað til þá, og við gætum svo tekið stöðuna í kjölfarið. En það var einhver tregða til að fá það í gegn.“ Líta í kringum sig eftir framherja Fylkismenn munu nú líta í kringum sig eftir öðrum framherja en ekki er víst að sú leit skili árangri: „Við erum með fínt lið og höldum bara áfram. Við erum með stráka sem geta spilað þarna frammi og í kantstöðunum, en þetta hefði verið ágætis viðbót. Við erum svo sem að skoða hvort að eitthvað annað sé í boði en maður veit það bara ekki. Það eru mörg lið að leita og ekki um auðugan garð að gresja, en við erum að skoða þetta,“ sagði Hrafnkell. Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Vonast eftir því að fá bæði Castillion og Arnór Guðjohnsen Fylkir hefur hug á að styrkja liðið fyrir komandi átök í Pepsi Max-deild karla en Geoffrey Castillion og Arnór Borg Guðjohnsen gætu leikið með liðinu í sumar. 6. júní 2020 17:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Sóknarmaðurinn Geoffrey Castillion mun ekki spila með Fylki í sumar eins og vonir stóðu til. Málið strandar á indónesíska knattspyrnusambandinu. Castillion skoraði 10 mörk fyrir Fylki síðasta sumar, sem lánsmaður frá FH. Hann gekk svo í raðir Persib Bandung í Indónesíu í vetur. Fylkismenn höfðu gert samkomulag við indónesíska félagið um að fá þennan hollenska markahrók að láni í ljósi þess að hlé er á keppni vegna kórónuveirufaraldursins. Þeir höfðu einnig komist að samkomulagi við Castillion sjálfan, en ekkert verður af komu hans. „Því miður er það út af borðinu þar sem að indónesíska knattspyrnusambandið gat ekki svarað félagsliði Geoffrey úti um það hvort hægt yrði að kalla hann til baka úr láni,“ sagði Hrafnkell Helgi Helgason, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Fylki, við Vísi í morgun. „Það var búið að reyna lengi að fá einhver svör frá þeim og bæði félagið og síðan ég sjálfur vorum búin að senda út póst, en við fengum aldrei nein svör. Því fór sem fór. Manni finnst nú skrýtið að knattspyrnusamband geti ekki svarað svona spurningum. Maður er þakklátur fyrir KSÍ, þar fást alla vega svör við spurningum,“ sagði Hrafnkell. Castillion sýndi mikinn áhuga á að koma Hrafnkell segir það ekki hafa verið inni í myndinni að kaupa Castillion frá indónesíska félaginu: „Það kom ekki til greina. Hann er á samningi þarna út þetta tímabil og hefur það bara fínt, svo að það kom aldrei til greina. En Castillion sýndi mikinn áhuga á að koma fyrsta að tímabilið var í pásu þarna úti. Honum leið vel hjá okkur og vildi hjálpa okkur aftur, og við vorum auðvitað spenntir fyrir því að sá gluggi skyldi opnast að einhverju leyti, því við vitum vel hvað hann getur og hvað hann gerði í fyrra,“ sagði Hrafnkell sem hafði reynt hvað hann gat að fá Castillion aftur í Árbæinn. „Félagið var búið að samþykkja að lána hann og Geoffrey var búinn að samþykkja samning við okkur líka. Það vantaði því í raun ekki neitt nema staðfestingu frá knattspyrnusambandinu um að hann gæti farið til baka þegar félagið hans þyrfti á því að halda. Kannski vegna þess að Covid er í fullum gangi í Indónesíu þá gátu þeir ekki gefið nein svör. Það lítur út fyrir að félagaskiptaglugginn þarna sé opinn til 6. ágúst svo ég skil í raun ekki af hverju hann gat ekki komið að láni þangað til þá, og við gætum svo tekið stöðuna í kjölfarið. En það var einhver tregða til að fá það í gegn.“ Líta í kringum sig eftir framherja Fylkismenn munu nú líta í kringum sig eftir öðrum framherja en ekki er víst að sú leit skili árangri: „Við erum með fínt lið og höldum bara áfram. Við erum með stráka sem geta spilað þarna frammi og í kantstöðunum, en þetta hefði verið ágætis viðbót. Við erum svo sem að skoða hvort að eitthvað annað sé í boði en maður veit það bara ekki. Það eru mörg lið að leita og ekki um auðugan garð að gresja, en við erum að skoða þetta,“ sagði Hrafnkell.
Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Vonast eftir því að fá bæði Castillion og Arnór Guðjohnsen Fylkir hefur hug á að styrkja liðið fyrir komandi átök í Pepsi Max-deild karla en Geoffrey Castillion og Arnór Borg Guðjohnsen gætu leikið með liðinu í sumar. 6. júní 2020 17:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Vonast eftir því að fá bæði Castillion og Arnór Guðjohnsen Fylkir hefur hug á að styrkja liðið fyrir komandi átök í Pepsi Max-deild karla en Geoffrey Castillion og Arnór Borg Guðjohnsen gætu leikið með liðinu í sumar. 6. júní 2020 17:30