Forsetaframbjóðandinn segir það bull og vitleysu að stuðningsmenn hans fari offari á samfélagsmiðlum Jakob Bjarnar skrifar 23. júní 2020 12:37 Guðmundur Franklín segir að varla finnist dæmi um styggðaryrði úr ranni sinna stuðningsmanna um Guðna Th. Jóhannesson. visir/vilhelm/Getty „Ég kannast ekkert við þetta. Ég veit ekki hvað þú ert að tala um?“ segir Guðmundur Frankín Jónsson forsetaframbjóðandi. Vísi hefur borist ábendingar frá fólki sem telur sig greina það nú í aðdraganda forsetakosninganna að fram hafi komið þó nokkrir torkennilegir reikningar á samfélagsmiðlum, nýstofnaðir og órætt hver standi að baki þeim. Það sé órekjanlegt. Og þeir reikningar eigi það sammerkt að þar sé tæpt á ýmsum spillingarmálum sem eiga að tengjast Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands en svo á móti vakin athygli á ágæti Guðmundar Franklín. Þetta eru sagðir gervireikningar og til þess fallnir að skapa upplýsingaóreiðu. Guðmundur Franklín kemur af fjöllum. Hann segist ekki hafa tíma til að standa í neinum slíkum æfingum. Hann hafi lagt alla sína krafta í að ferðast um landið og hitta mann og annan. Hann gefur ekkert fyrir það að stuðningsmönnum sínum sé heitt í hamsi, þvert á móti. Guðmundur Franklín Jónsson er hvergi nærri af baki dottinn þó kannanir hafi verið honum mótdrægar. Hann segir að 60 prósent þjóðarinnar hafi ekki gefið upp afstöðu sína og sjálfur hafi hann enn ekki hitt mann sem ætlar að kjósa Guðna.visir/vilhelm „Ég er ekki að svara neinu á samfélagsmiðlum, geri kannski eitt lítið læk eða hjarta. Það er yfirlýst stefna hjá okkur að tala ekki um Guðna, hvorki vel né illa. Ekkert. Þetta er bara bull. Þú getur ekki fundið eitt ljótt orð hjá okkar stuðningsmönnum. Í þessari ódrengilegu samkeppni hefur mér hins vegar sýnst stuðnings Guðna ansi kræfir,“ segir Guðmundur Franklín og viðrar þá kenningu hvort þetta sé að undirlagi þeirra; til að koma á sig einhvers konar hringsparki? Guðmundur Franklín segir spennandi kosningar í vændum Nú eru fimm dagar í kosningarnar og ekki hægt annað en inna frambjóðandann, sem er hvergi nærri af baki dottinn, hvernig þetta leggist í hann. Þó kannanir hafi verið honum mótdrægar. Guðmundur Franklín segir að þetta verði spennandi kosningar, 60 prósent þjóðarinnar hafi ekki gefið upp afstöðu sína og á hringferð sinni um landið hafi hann ekki hitt einn mann sem ætli að kjósa Guðna. Hann segir að í sjálfu sér hafi ekki margt komið sér á óvart í kosningabaráttunni fyrir utan það að honum þykir furðu mikil heift í herbúðum stuðningsmanna forsetans. „Menn eru svo reiðir. Hvað ég sé að vilja uppá dekk? Það hefur komið mér á óvart,“ segir Guðmundur Franklín sem telur þetta hafa verið heldur persónulegt á köflum. Í svona baráttu komi í ljós hverjir eru vinir og kunningjar. „En ég er ekki langrækinn maður. Þegar ég er búinn að vinna þetta mun ég bjóða opinn faðminn.“ Engar rannsóknir vegna forsetakosninganna En aftur að hinum meintu fake-news reikningum á samfélagsmiðlum. Vísir setti sig í samband við Fjölmiðlanefnd og ræddi við Elvu Ýr Gylfadóttur framkvæmdastjóra nefndarinnar. Elva Ýr segir að engin skoðun eða rannsókn fari fram á upplýsingaóreiðu í aðdraganda forsetakosninga. Hún segir enga sérstaka skoðun á slíkri upplýsingaóreiðu núna í aðdraganda forsetakosninganna. Hins vegar starfi vinnuhópur undir þjóðaröryggisráði sem sé að skoða slíkt í tengslum við kórónuveiruna. „Bara Covid-19. Engin slík vinna í gangi fyrir þessar forsetakosningar,“ segir Elva Ýr. Hún segir að þetta sem lýst sé rími við það sem þekkist erlendis í tengslum við kosningar bæði í Bandaríkjunum og Evrópu; að stofnaðir séu slíkir gervireikningar. En ekki hafi verið kannað sérstaklega hvort slíkir reikningar hafi verið settir upp hér á landi með kerfisbundnum hætti. Elva Ýr segir jafnframt að engar ábendingar hafi borist um slíkt til nefndarinnar, aðeins fyrirspurnir frá fjölmiðlum. Hún segir erfitt að meta það, spurð um hvaða tilfinningu hún hafi fyrir slíkum æfingum, hvernig landið liggi þegar engar rannsóknir liggi fyrir. Forsetakosningar 2020 Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Óvænt ein hatramasta forsetakosning sögunnar Ekkert sem Guðni hefið getað gert til að lægja þennan sinubruna sem Guðmundur Franklín er að kveikja. 22. júní 2020 11:34 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
„Ég kannast ekkert við þetta. Ég veit ekki hvað þú ert að tala um?“ segir Guðmundur Frankín Jónsson forsetaframbjóðandi. Vísi hefur borist ábendingar frá fólki sem telur sig greina það nú í aðdraganda forsetakosninganna að fram hafi komið þó nokkrir torkennilegir reikningar á samfélagsmiðlum, nýstofnaðir og órætt hver standi að baki þeim. Það sé órekjanlegt. Og þeir reikningar eigi það sammerkt að þar sé tæpt á ýmsum spillingarmálum sem eiga að tengjast Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands en svo á móti vakin athygli á ágæti Guðmundar Franklín. Þetta eru sagðir gervireikningar og til þess fallnir að skapa upplýsingaóreiðu. Guðmundur Franklín kemur af fjöllum. Hann segist ekki hafa tíma til að standa í neinum slíkum æfingum. Hann hafi lagt alla sína krafta í að ferðast um landið og hitta mann og annan. Hann gefur ekkert fyrir það að stuðningsmönnum sínum sé heitt í hamsi, þvert á móti. Guðmundur Franklín Jónsson er hvergi nærri af baki dottinn þó kannanir hafi verið honum mótdrægar. Hann segir að 60 prósent þjóðarinnar hafi ekki gefið upp afstöðu sína og sjálfur hafi hann enn ekki hitt mann sem ætlar að kjósa Guðna.visir/vilhelm „Ég er ekki að svara neinu á samfélagsmiðlum, geri kannski eitt lítið læk eða hjarta. Það er yfirlýst stefna hjá okkur að tala ekki um Guðna, hvorki vel né illa. Ekkert. Þetta er bara bull. Þú getur ekki fundið eitt ljótt orð hjá okkar stuðningsmönnum. Í þessari ódrengilegu samkeppni hefur mér hins vegar sýnst stuðnings Guðna ansi kræfir,“ segir Guðmundur Franklín og viðrar þá kenningu hvort þetta sé að undirlagi þeirra; til að koma á sig einhvers konar hringsparki? Guðmundur Franklín segir spennandi kosningar í vændum Nú eru fimm dagar í kosningarnar og ekki hægt annað en inna frambjóðandann, sem er hvergi nærri af baki dottinn, hvernig þetta leggist í hann. Þó kannanir hafi verið honum mótdrægar. Guðmundur Franklín segir að þetta verði spennandi kosningar, 60 prósent þjóðarinnar hafi ekki gefið upp afstöðu sína og á hringferð sinni um landið hafi hann ekki hitt einn mann sem ætli að kjósa Guðna. Hann segir að í sjálfu sér hafi ekki margt komið sér á óvart í kosningabaráttunni fyrir utan það að honum þykir furðu mikil heift í herbúðum stuðningsmanna forsetans. „Menn eru svo reiðir. Hvað ég sé að vilja uppá dekk? Það hefur komið mér á óvart,“ segir Guðmundur Franklín sem telur þetta hafa verið heldur persónulegt á köflum. Í svona baráttu komi í ljós hverjir eru vinir og kunningjar. „En ég er ekki langrækinn maður. Þegar ég er búinn að vinna þetta mun ég bjóða opinn faðminn.“ Engar rannsóknir vegna forsetakosninganna En aftur að hinum meintu fake-news reikningum á samfélagsmiðlum. Vísir setti sig í samband við Fjölmiðlanefnd og ræddi við Elvu Ýr Gylfadóttur framkvæmdastjóra nefndarinnar. Elva Ýr segir að engin skoðun eða rannsókn fari fram á upplýsingaóreiðu í aðdraganda forsetakosninga. Hún segir enga sérstaka skoðun á slíkri upplýsingaóreiðu núna í aðdraganda forsetakosninganna. Hins vegar starfi vinnuhópur undir þjóðaröryggisráði sem sé að skoða slíkt í tengslum við kórónuveiruna. „Bara Covid-19. Engin slík vinna í gangi fyrir þessar forsetakosningar,“ segir Elva Ýr. Hún segir að þetta sem lýst sé rími við það sem þekkist erlendis í tengslum við kosningar bæði í Bandaríkjunum og Evrópu; að stofnaðir séu slíkir gervireikningar. En ekki hafi verið kannað sérstaklega hvort slíkir reikningar hafi verið settir upp hér á landi með kerfisbundnum hætti. Elva Ýr segir jafnframt að engar ábendingar hafi borist um slíkt til nefndarinnar, aðeins fyrirspurnir frá fjölmiðlum. Hún segir erfitt að meta það, spurð um hvaða tilfinningu hún hafi fyrir slíkum æfingum, hvernig landið liggi þegar engar rannsóknir liggi fyrir.
Forsetakosningar 2020 Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Óvænt ein hatramasta forsetakosning sögunnar Ekkert sem Guðni hefið getað gert til að lægja þennan sinubruna sem Guðmundur Franklín er að kveikja. 22. júní 2020 11:34 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Óvænt ein hatramasta forsetakosning sögunnar Ekkert sem Guðni hefið getað gert til að lægja þennan sinubruna sem Guðmundur Franklín er að kveikja. 22. júní 2020 11:34