Loka bæjarmiðlinum í mótmælaskyni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2020 22:20 Vefsíðunni budardalur.is hefur verið lokað í mótmælaskyni. Skjáskot Staðarmiðlinum Búðardalur.is hefur verið lokað í mótmælaskyni vegna breytingu á aðalskipulagi sem heimilar að vindmyllur verði reistar á hluta jarða Sólheima og Hróðnýjarstaða í Laxárdal að því er fram kemur í tilkynningu frá vefsíðunni Búðardalur.is. Þá segir að forsvarsmenn síðunnar geti ekki sætt sig við þetta en þeir beri framtíð og hagsmuni Dalanna meira fyrir brjósti en núverandi sveitarstjórn virðist gera. Vefsíðunni hefur því verið lokað ásamt vefmyndavél sem hefur verið aðgengilega í Búðardal frá árinu 2011. Sigurður Sigurbjörnsson, aðal eigandi budardalur.is, segir í samtali við fréttastofu að aðal áhyggjuefnið sé hve hratt sé farið í þessar breytingar. Ekki hafi verið settar reglur um nýtingu vindorku á Íslandi og aðstandendur síðunnar séu á móti því að hægt sé að kaupa jarðir og „selja sveitarstjórn einhverja hugmynd um að sveitarfélagið græði á því mikla peninga í framtíðinni og af því skapist fjöldi starfa út af því sem þeir ætla að gera á jörðinni.“ Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti einróma á fundi sínum í dag breytingu á aðalskipulagi sem gerir það kleift að reisa vindmyllur á hluta jarðanna Sólheimum og Hróðnýjarstöðum eins og áður sagði. Málið hefur verið til umfjöllunar hjá Vísi og Stöð 2 undanfarnar vikur en meðal annars hefur verið greint frá því að til skoðunar er hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum. „Okkur finnst ekki tímabært að sveitarfélagið geri þetta og við skiljum ekki hvað liggur á hjá sveitarfélaginu,“ segir Sigurður. „Við höfum bara verið að óska eftir því, og við teljum okkur ekki endilega bara vera að berjast fyrir okkur. Við teljum okkur vera að berjast fyrir alla landsmenn vegna þess að ef að þetta verður að veruleika þarna er verið að skapa fordæmi.“ „Nefndu mér einhvern sem er tilbúinn að fá svona nágranna sem ætlar að byggja orkuver í bakgarðinum hjá þér. Það er enginn til í það sem ég hef hitt,“ segir Sigurður en hann á lögheimili á næsta bæ við Hróðnýjarstaði og búa foreldrar hans þar nú. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sagði á Alþingi þann 25. maí síðastliðinn það klárt mál að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. Skúli Thoroddsen, lögmaður Storm Orku, sem áformar vindmyllur á Hróðnýjarstöðum telur vindorku hins vegar ekki falla undir rammaáætlun, ferlið sé í tómri þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. Þá hefur Fuglaverndarfélag Íslands varað við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvatt til varfærni og vandaðs umhverfismats. Þá hefur Ólafur K. Nielsen, formaður Fuglaverndarfélagsins, lýst yfir áhyggjum vegna vindmyllugarðanna. Orkumál Dalabyggð Umhverfismál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Dalabyggð ekki að „keyra í gegn“ breytingar vegna vindmyllugarðs Fyrirhugaður vindmyllugarður í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð myndi skapa tekjur fyrir sveitarfélagið segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar í viðtali við þá Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni á morgun. 10. júní 2020 11:51 Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Staðarmiðlinum Búðardalur.is hefur verið lokað í mótmælaskyni vegna breytingu á aðalskipulagi sem heimilar að vindmyllur verði reistar á hluta jarða Sólheima og Hróðnýjarstaða í Laxárdal að því er fram kemur í tilkynningu frá vefsíðunni Búðardalur.is. Þá segir að forsvarsmenn síðunnar geti ekki sætt sig við þetta en þeir beri framtíð og hagsmuni Dalanna meira fyrir brjósti en núverandi sveitarstjórn virðist gera. Vefsíðunni hefur því verið lokað ásamt vefmyndavél sem hefur verið aðgengilega í Búðardal frá árinu 2011. Sigurður Sigurbjörnsson, aðal eigandi budardalur.is, segir í samtali við fréttastofu að aðal áhyggjuefnið sé hve hratt sé farið í þessar breytingar. Ekki hafi verið settar reglur um nýtingu vindorku á Íslandi og aðstandendur síðunnar séu á móti því að hægt sé að kaupa jarðir og „selja sveitarstjórn einhverja hugmynd um að sveitarfélagið græði á því mikla peninga í framtíðinni og af því skapist fjöldi starfa út af því sem þeir ætla að gera á jörðinni.“ Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti einróma á fundi sínum í dag breytingu á aðalskipulagi sem gerir það kleift að reisa vindmyllur á hluta jarðanna Sólheimum og Hróðnýjarstöðum eins og áður sagði. Málið hefur verið til umfjöllunar hjá Vísi og Stöð 2 undanfarnar vikur en meðal annars hefur verið greint frá því að til skoðunar er hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum. „Okkur finnst ekki tímabært að sveitarfélagið geri þetta og við skiljum ekki hvað liggur á hjá sveitarfélaginu,“ segir Sigurður. „Við höfum bara verið að óska eftir því, og við teljum okkur ekki endilega bara vera að berjast fyrir okkur. Við teljum okkur vera að berjast fyrir alla landsmenn vegna þess að ef að þetta verður að veruleika þarna er verið að skapa fordæmi.“ „Nefndu mér einhvern sem er tilbúinn að fá svona nágranna sem ætlar að byggja orkuver í bakgarðinum hjá þér. Það er enginn til í það sem ég hef hitt,“ segir Sigurður en hann á lögheimili á næsta bæ við Hróðnýjarstaði og búa foreldrar hans þar nú. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sagði á Alþingi þann 25. maí síðastliðinn það klárt mál að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. Skúli Thoroddsen, lögmaður Storm Orku, sem áformar vindmyllur á Hróðnýjarstöðum telur vindorku hins vegar ekki falla undir rammaáætlun, ferlið sé í tómri þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. Þá hefur Fuglaverndarfélag Íslands varað við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvatt til varfærni og vandaðs umhverfismats. Þá hefur Ólafur K. Nielsen, formaður Fuglaverndarfélagsins, lýst yfir áhyggjum vegna vindmyllugarðanna.
Orkumál Dalabyggð Umhverfismál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Dalabyggð ekki að „keyra í gegn“ breytingar vegna vindmyllugarðs Fyrirhugaður vindmyllugarður í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð myndi skapa tekjur fyrir sveitarfélagið segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar í viðtali við þá Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni á morgun. 10. júní 2020 11:51 Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Dalabyggð ekki að „keyra í gegn“ breytingar vegna vindmyllugarðs Fyrirhugaður vindmyllugarður í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð myndi skapa tekjur fyrir sveitarfélagið segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar í viðtali við þá Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni á morgun. 10. júní 2020 11:51
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33