Loka bæjarmiðlinum í mótmælaskyni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2020 22:20 Vefsíðunni budardalur.is hefur verið lokað í mótmælaskyni. Skjáskot Staðarmiðlinum Búðardalur.is hefur verið lokað í mótmælaskyni vegna breytingu á aðalskipulagi sem heimilar að vindmyllur verði reistar á hluta jarða Sólheima og Hróðnýjarstaða í Laxárdal að því er fram kemur í tilkynningu frá vefsíðunni Búðardalur.is. Þá segir að forsvarsmenn síðunnar geti ekki sætt sig við þetta en þeir beri framtíð og hagsmuni Dalanna meira fyrir brjósti en núverandi sveitarstjórn virðist gera. Vefsíðunni hefur því verið lokað ásamt vefmyndavél sem hefur verið aðgengilega í Búðardal frá árinu 2011. Sigurður Sigurbjörnsson, aðal eigandi budardalur.is, segir í samtali við fréttastofu að aðal áhyggjuefnið sé hve hratt sé farið í þessar breytingar. Ekki hafi verið settar reglur um nýtingu vindorku á Íslandi og aðstandendur síðunnar séu á móti því að hægt sé að kaupa jarðir og „selja sveitarstjórn einhverja hugmynd um að sveitarfélagið græði á því mikla peninga í framtíðinni og af því skapist fjöldi starfa út af því sem þeir ætla að gera á jörðinni.“ Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti einróma á fundi sínum í dag breytingu á aðalskipulagi sem gerir það kleift að reisa vindmyllur á hluta jarðanna Sólheimum og Hróðnýjarstöðum eins og áður sagði. Málið hefur verið til umfjöllunar hjá Vísi og Stöð 2 undanfarnar vikur en meðal annars hefur verið greint frá því að til skoðunar er hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum. „Okkur finnst ekki tímabært að sveitarfélagið geri þetta og við skiljum ekki hvað liggur á hjá sveitarfélaginu,“ segir Sigurður. „Við höfum bara verið að óska eftir því, og við teljum okkur ekki endilega bara vera að berjast fyrir okkur. Við teljum okkur vera að berjast fyrir alla landsmenn vegna þess að ef að þetta verður að veruleika þarna er verið að skapa fordæmi.“ „Nefndu mér einhvern sem er tilbúinn að fá svona nágranna sem ætlar að byggja orkuver í bakgarðinum hjá þér. Það er enginn til í það sem ég hef hitt,“ segir Sigurður en hann á lögheimili á næsta bæ við Hróðnýjarstaði og búa foreldrar hans þar nú. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sagði á Alþingi þann 25. maí síðastliðinn það klárt mál að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. Skúli Thoroddsen, lögmaður Storm Orku, sem áformar vindmyllur á Hróðnýjarstöðum telur vindorku hins vegar ekki falla undir rammaáætlun, ferlið sé í tómri þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. Þá hefur Fuglaverndarfélag Íslands varað við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvatt til varfærni og vandaðs umhverfismats. Þá hefur Ólafur K. Nielsen, formaður Fuglaverndarfélagsins, lýst yfir áhyggjum vegna vindmyllugarðanna. Orkumál Dalabyggð Umhverfismál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Dalabyggð ekki að „keyra í gegn“ breytingar vegna vindmyllugarðs Fyrirhugaður vindmyllugarður í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð myndi skapa tekjur fyrir sveitarfélagið segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar í viðtali við þá Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni á morgun. 10. júní 2020 11:51 Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
Staðarmiðlinum Búðardalur.is hefur verið lokað í mótmælaskyni vegna breytingu á aðalskipulagi sem heimilar að vindmyllur verði reistar á hluta jarða Sólheima og Hróðnýjarstaða í Laxárdal að því er fram kemur í tilkynningu frá vefsíðunni Búðardalur.is. Þá segir að forsvarsmenn síðunnar geti ekki sætt sig við þetta en þeir beri framtíð og hagsmuni Dalanna meira fyrir brjósti en núverandi sveitarstjórn virðist gera. Vefsíðunni hefur því verið lokað ásamt vefmyndavél sem hefur verið aðgengilega í Búðardal frá árinu 2011. Sigurður Sigurbjörnsson, aðal eigandi budardalur.is, segir í samtali við fréttastofu að aðal áhyggjuefnið sé hve hratt sé farið í þessar breytingar. Ekki hafi verið settar reglur um nýtingu vindorku á Íslandi og aðstandendur síðunnar séu á móti því að hægt sé að kaupa jarðir og „selja sveitarstjórn einhverja hugmynd um að sveitarfélagið græði á því mikla peninga í framtíðinni og af því skapist fjöldi starfa út af því sem þeir ætla að gera á jörðinni.“ Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti einróma á fundi sínum í dag breytingu á aðalskipulagi sem gerir það kleift að reisa vindmyllur á hluta jarðanna Sólheimum og Hróðnýjarstöðum eins og áður sagði. Málið hefur verið til umfjöllunar hjá Vísi og Stöð 2 undanfarnar vikur en meðal annars hefur verið greint frá því að til skoðunar er hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum. „Okkur finnst ekki tímabært að sveitarfélagið geri þetta og við skiljum ekki hvað liggur á hjá sveitarfélaginu,“ segir Sigurður. „Við höfum bara verið að óska eftir því, og við teljum okkur ekki endilega bara vera að berjast fyrir okkur. Við teljum okkur vera að berjast fyrir alla landsmenn vegna þess að ef að þetta verður að veruleika þarna er verið að skapa fordæmi.“ „Nefndu mér einhvern sem er tilbúinn að fá svona nágranna sem ætlar að byggja orkuver í bakgarðinum hjá þér. Það er enginn til í það sem ég hef hitt,“ segir Sigurður en hann á lögheimili á næsta bæ við Hróðnýjarstaði og búa foreldrar hans þar nú. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sagði á Alþingi þann 25. maí síðastliðinn það klárt mál að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. Skúli Thoroddsen, lögmaður Storm Orku, sem áformar vindmyllur á Hróðnýjarstöðum telur vindorku hins vegar ekki falla undir rammaáætlun, ferlið sé í tómri þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. Þá hefur Fuglaverndarfélag Íslands varað við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvatt til varfærni og vandaðs umhverfismats. Þá hefur Ólafur K. Nielsen, formaður Fuglaverndarfélagsins, lýst yfir áhyggjum vegna vindmyllugarðanna.
Orkumál Dalabyggð Umhverfismál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Dalabyggð ekki að „keyra í gegn“ breytingar vegna vindmyllugarðs Fyrirhugaður vindmyllugarður í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð myndi skapa tekjur fyrir sveitarfélagið segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar í viðtali við þá Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni á morgun. 10. júní 2020 11:51 Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
Dalabyggð ekki að „keyra í gegn“ breytingar vegna vindmyllugarðs Fyrirhugaður vindmyllugarður í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð myndi skapa tekjur fyrir sveitarfélagið segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar í viðtali við þá Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni á morgun. 10. júní 2020 11:51
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33