Besta vörnin við lúsmýi sérstök flugnanet Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2020 18:03 Lúsmýið er komið til að vera. MYND/ERLING ÓLAFSSON Borið hefur á því undanfarið að fólk hafi orðið vart við lúsmý að nýju. Lúsmýið olli miklu fjaðrafoki hér á landi síðasta sumar og var það svo á tímabili að ekki fengust lyf við flugnabitum í apótekum vegna eftirspurnar. Steinar Marberg Egilsson, meindýraeyðir, segir í samtali við Reykjavík síðdegis að um tíu dagar séu frá því að fregnir fóru að berast um endurkomu lúsmýsins. „Þetta byrjar oftast nær í Hvalfirði, Mosfellsbænum, Reykjavík og fyrir austan. Þetta er voða bundið frá Holtavörðuheiði og suður með,“ segir Steinar. Þá segir hann bestu vörnina við þessum skæðu smáflugum vera að hafa einfaldlega ekki opið út. „Málið er að besta vörnin er að hafa bara allt lokað en þær eru gríðarlega litlar. Þetta eru ekki nema 0,8 millimetrar og þær ná að smjúga inn um mjög litlar rifur.“ Hann segir að flugurnar komi inn til að leita að blóði til að sjúga. Þær þurfi blóð til að fjölga sér og er það því hluti af æxlunarferli þeirra að bíta mannfólk. „Þetta tímabil eru fjórar til sex vikur, svipað og hjá öllum öðrum svona mýflugutegundum en þær sækja mest á mann fyrst til að komast í blóðið og gera allt til að komast að matarborðinu og við erum matarborðið fyrir þær.“ Hann segir það ekki mikla lausn að hafa viftur inni í herbergjum til að forðast lúsmýbit. Þær fljúgi einfaldlega fram hjá þar sem ekki blæs og „éta þig þar. Þær þurfa bara að komast í blóð, komast í næringu og þeim er alveg sama hvernig þær fara að því.“ „Alls konar trix sem maður er búinn að heyra og ég er að sjá nánast daglega menn senda myndir af hrossaflugum, „þetta er lúsmý“ og „ég var bitinn svona,“ og maður sér að það er flóabit. Það er allt bara skellt á lúsmýið en það getur verið svo margt margt annað sem er að bíta okkur.“ Hann segir lúsmýið komast hjá ýmsum flugnagildrum sem fólk notar almennt, þar á meðal rafmagnsgrindur en þær fljúgi léttilega í gegn um þær. Það eina sem virki séu flugnanet í réttri stærð sem komið er fyrir glugga. „Það þarf að vera 20x20 og það er þá mælt þannig að það séu tuttugu rúður á hverjum sentimetra, bæði á lengdina og breiddina, hún fer ekki í gegn um það. En það er ofboðslega fínt net. Venjulega flugnanetið er mun stærra, það er sko 12 eða 15, eitthvað svoleiðis.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Reykjavík síðdegis Lúsmý Skordýr Tengdar fréttir Forsætisráðherra, lúsmý, frjókorn og fæða í Bítinu Fjölbreytt og áhugaverð dagskrá í Bítinu 5. maí 2020 06:44 Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. 4. maí 2020 12:10 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Borið hefur á því undanfarið að fólk hafi orðið vart við lúsmý að nýju. Lúsmýið olli miklu fjaðrafoki hér á landi síðasta sumar og var það svo á tímabili að ekki fengust lyf við flugnabitum í apótekum vegna eftirspurnar. Steinar Marberg Egilsson, meindýraeyðir, segir í samtali við Reykjavík síðdegis að um tíu dagar séu frá því að fregnir fóru að berast um endurkomu lúsmýsins. „Þetta byrjar oftast nær í Hvalfirði, Mosfellsbænum, Reykjavík og fyrir austan. Þetta er voða bundið frá Holtavörðuheiði og suður með,“ segir Steinar. Þá segir hann bestu vörnina við þessum skæðu smáflugum vera að hafa einfaldlega ekki opið út. „Málið er að besta vörnin er að hafa bara allt lokað en þær eru gríðarlega litlar. Þetta eru ekki nema 0,8 millimetrar og þær ná að smjúga inn um mjög litlar rifur.“ Hann segir að flugurnar komi inn til að leita að blóði til að sjúga. Þær þurfi blóð til að fjölga sér og er það því hluti af æxlunarferli þeirra að bíta mannfólk. „Þetta tímabil eru fjórar til sex vikur, svipað og hjá öllum öðrum svona mýflugutegundum en þær sækja mest á mann fyrst til að komast í blóðið og gera allt til að komast að matarborðinu og við erum matarborðið fyrir þær.“ Hann segir það ekki mikla lausn að hafa viftur inni í herbergjum til að forðast lúsmýbit. Þær fljúgi einfaldlega fram hjá þar sem ekki blæs og „éta þig þar. Þær þurfa bara að komast í blóð, komast í næringu og þeim er alveg sama hvernig þær fara að því.“ „Alls konar trix sem maður er búinn að heyra og ég er að sjá nánast daglega menn senda myndir af hrossaflugum, „þetta er lúsmý“ og „ég var bitinn svona,“ og maður sér að það er flóabit. Það er allt bara skellt á lúsmýið en það getur verið svo margt margt annað sem er að bíta okkur.“ Hann segir lúsmýið komast hjá ýmsum flugnagildrum sem fólk notar almennt, þar á meðal rafmagnsgrindur en þær fljúgi léttilega í gegn um þær. Það eina sem virki séu flugnanet í réttri stærð sem komið er fyrir glugga. „Það þarf að vera 20x20 og það er þá mælt þannig að það séu tuttugu rúður á hverjum sentimetra, bæði á lengdina og breiddina, hún fer ekki í gegn um það. En það er ofboðslega fínt net. Venjulega flugnanetið er mun stærra, það er sko 12 eða 15, eitthvað svoleiðis.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Lúsmý Skordýr Tengdar fréttir Forsætisráðherra, lúsmý, frjókorn og fæða í Bítinu Fjölbreytt og áhugaverð dagskrá í Bítinu 5. maí 2020 06:44 Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. 4. maí 2020 12:10 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Forsætisráðherra, lúsmý, frjókorn og fæða í Bítinu Fjölbreytt og áhugaverð dagskrá í Bítinu 5. maí 2020 06:44
Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. 4. maí 2020 12:10