Dæmdur fyrir netsamskipti við „Erlu 2004“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2020 13:38 Maðurinn viðhafði kynferðisleg samskipti við viðmælanda sinn, sem hann taldi vera 13 ára stúlku, í gegnum samskiptaforritið Skype. Vísir/Getty Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í síðustu viku dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til kynferðislegrar áreitni gegn barni. Maðurinn átti í kynferðislegum netsamskiptum við notanda sem þóttist vera 13 ára stúlka. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa aðfaranótt föstudagsins 25. ágúst 2017 „ítrekað viðhaft kynferðislegt og ósiðlegt orðbragð“ með ritsamskiptum í gegnum spjallforritið Skype við aðila með notandanafnið Erla 2004. Maðurinn taldi notandann vera 13 ára stúlku. Í ákæru segir að hann hafi spurt hana fjölda kynferðislegra spurninga, lýst fyrir henni og spurt hana um kynferðisathafnir sem hann langaði að stunda með henni, og í einhverjum tilvikum annarri stúlku. Þá bað hann hana ítrekað um að senda sér mynd af kynfærum hennar, bauðst til að senda henni mynd af sínum eigin kynfærum og bað stúlkuna jafnframt um að sýna sig á kynferðislegan hátt í gegnum vefmyndavél. Maðurinn viðurkenndi skýlaust að hafa gert sekur um þá háttsemi sem honum er gefið að sök í ákæru. Litið var til þess við ákvörðun refsingar að maðurinn hafði sjálfur samband við lögreglu til að tilkynna brot sitt strax daginn eftir að það var framið. Þá var einnig skýrsla tekin af viðmælanda mannsins, þeim sem þóttist vera 13 ára stúlkan. Engin frekari deili eru sögð á viðmælandanum í dómi, þ.e. aldur eða kyn. Refsing mannsins þótti hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði. Með tilliti til skýlausrar játningar hans, sem og þess dráttar sem varð á meðferð málsins, var refsingin gerð með öllu skilorðsbundin. Manninum var jafnframt gert að greiða allan sakarkostnað, auk launa skipaðs verjanda síns, alls um 800 þúsund krónur. Dómsmál Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Fleiri fréttir Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í síðustu viku dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til kynferðislegrar áreitni gegn barni. Maðurinn átti í kynferðislegum netsamskiptum við notanda sem þóttist vera 13 ára stúlka. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa aðfaranótt föstudagsins 25. ágúst 2017 „ítrekað viðhaft kynferðislegt og ósiðlegt orðbragð“ með ritsamskiptum í gegnum spjallforritið Skype við aðila með notandanafnið Erla 2004. Maðurinn taldi notandann vera 13 ára stúlku. Í ákæru segir að hann hafi spurt hana fjölda kynferðislegra spurninga, lýst fyrir henni og spurt hana um kynferðisathafnir sem hann langaði að stunda með henni, og í einhverjum tilvikum annarri stúlku. Þá bað hann hana ítrekað um að senda sér mynd af kynfærum hennar, bauðst til að senda henni mynd af sínum eigin kynfærum og bað stúlkuna jafnframt um að sýna sig á kynferðislegan hátt í gegnum vefmyndavél. Maðurinn viðurkenndi skýlaust að hafa gert sekur um þá háttsemi sem honum er gefið að sök í ákæru. Litið var til þess við ákvörðun refsingar að maðurinn hafði sjálfur samband við lögreglu til að tilkynna brot sitt strax daginn eftir að það var framið. Þá var einnig skýrsla tekin af viðmælanda mannsins, þeim sem þóttist vera 13 ára stúlkan. Engin frekari deili eru sögð á viðmælandanum í dómi, þ.e. aldur eða kyn. Refsing mannsins þótti hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði. Með tilliti til skýlausrar játningar hans, sem og þess dráttar sem varð á meðferð málsins, var refsingin gerð með öllu skilorðsbundin. Manninum var jafnframt gert að greiða allan sakarkostnað, auk launa skipaðs verjanda síns, alls um 800 þúsund krónur.
Dómsmál Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Fleiri fréttir Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Sjá meira