Þingmaður Miðflokksins studdi ekki Jón Þór til formennsku og Sjálfstæðismenn mættu ekki á fundinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. júní 2020 11:42 Jón Þór Ólafsson tók við formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Vísir/Hanna Andrésdóttir Starfsáætlun Alþingis hefur verið tekin úr sambandi en eldhúsdagsumræður fara þó fram á morgun. Nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar var kjörinn í morgun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði af sér formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í síðustu viku. Jón Þór Ólafsson flokksbróðir hennar var formlega skipaður formaður í hennar stað á fundi nefndarinnar í morgun með atkvæðum þriggja nefndarmanna minnihluta. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins greiddi einn nefndarmanna atkvæði gegn tillögu um skipun Jóns Þórs sem formanns nefndarinnar en þingmenn Framsóknarflokks og Vinstri grænna sátu hjá. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem sæti eiga í nefndinni, Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason, mættu ekki á fundinn. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður nefndarinnar, lagði fram bókun á fundinum sem þingmennirnir Kolbeinn Óttarsson Proppé og Þórunn Egilsdóttir tóku undir. „Við upphaf þessa kjörtímabils var gengið frá heildarsamkomulagi milli ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðuflokkanna um skiptingu embætta í nefndum þingsins í samræmi við ákvæði þingskapa. Í því fólst meðal annars að tiltekin formannsembætti kæmu í hlut stjórnarandstöðunnar og skiptust þau svo milli flokkanna innbyrðis samkvæmt þeirra samkomulagi. Í ljósi heildarsamkomulagsins lít ég þannig á það sé ekki mitt hlutverk að taka afstöðu til þess hvernig stjórnarandstaðan hagar þessari skiptingu eða hvaða þingmenn eru tilnefndir af hálfu einstakra flokka," segir í bókuninni. Telja frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs sjálfsagða Nokkur spenna hefur ríkt innan nefndarinnar að undanförnu, einkum vegna ólíkra sjónarmiða meiri- og minnihluta vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. Meirihluti nefndarinnar lagði til að málinu yrði hætt í ljósi þess að skoðun nefndarinnar hefði leitt í ljós að ekkert væri við störf Kristjáns Þórs að athuga í ljósi stöðu hans gangvart Samherja. Hann hefði engra hagsmuna að gæta, að því er fram kom í bókun meiri hlutans. Framganga meirihluta nefndarinnar í því máli var að sögn Þórhildar Sunnu dropinn sem fyllti mælinn sem leiddi til afsagnar hennar úr formennsku. Um helgina sendi meirihluti nefndarinnar frá sér yfirlýsingu þar sem ásökunum Þórhildar Sunnu er mótmælt. Við því brugðust þingmennirnir Guðmundur Andri Thorsson og Andrés Ingi Jónsson í bókun sem þeir lögðu fram á fundi nefndarinnar í morgun. „Yfirlýsing meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar frá 20. júní sl. leiðir í sjálfu sér ekki annað í ljós en að frá upphafi hefur ríkt mikil tregða við það innan nefndarinnar að tekið sé til skoðunar hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þegar kemur að málefnum Samherja,“ segir meðal annars í bókuninni sem Guðmundur Andri birti í heild sinni á Facebook í morgun. „Andstætt því sem þráfaldlega hefur komið fram í máli nokkurra nefndarmanna teljum við að tengsl ráðherrans við Samherja séu svo sterk að sjálfsagt hafi verið að nefndin tæki hæfi hans til sjálfstæðrar skoðunar,“ segir ennfremur í bókuninni. Sent var erindi til forseta Alþingis og kallað eftir svörum hans við því hvernig væri réttast að ljúka frumkvæðisathugunum almennt. Í bókun Guðmundar Andra og Andrésar Inga segir að svo virðist sem meirihluta nefndarinnar hafi legið svo á að loka frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs að hann treysti sér ekki til að birta niðurstöður forseta um hvernig beri að ljúka slíkum málum. „Forseti nefnir sjö leiðir, þar á meðal þá sem meirihlutinn valdi í þessu máli. Þær málalyktir sýna að meirihluti nefndarinnar telur ekki að tengsl sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við Samherja þurfi sérstakrar skoðunar við. Við erum ósammála því mati,“ segir í bókuninni. „Hitt er umhugsunarvert að út frá túlkun forseta virðist meirihluti nefndarinnar hverju sinni hafa möguleika á því að kæfa frumkvæðisathuganir á verklagi eða hæfi ráðherra sama daginn og minnihlutinn fer fram á þær, en slík málalok grafa undan þeirri vernd sem minnihluti nefndarinnar þarf að njóta til að sýna framkvæmdavaldinu nauðsynlegt aðhald hverju sinni.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
Starfsáætlun Alþingis hefur verið tekin úr sambandi en eldhúsdagsumræður fara þó fram á morgun. Nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar var kjörinn í morgun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði af sér formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í síðustu viku. Jón Þór Ólafsson flokksbróðir hennar var formlega skipaður formaður í hennar stað á fundi nefndarinnar í morgun með atkvæðum þriggja nefndarmanna minnihluta. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins greiddi einn nefndarmanna atkvæði gegn tillögu um skipun Jóns Þórs sem formanns nefndarinnar en þingmenn Framsóknarflokks og Vinstri grænna sátu hjá. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem sæti eiga í nefndinni, Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason, mættu ekki á fundinn. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður nefndarinnar, lagði fram bókun á fundinum sem þingmennirnir Kolbeinn Óttarsson Proppé og Þórunn Egilsdóttir tóku undir. „Við upphaf þessa kjörtímabils var gengið frá heildarsamkomulagi milli ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðuflokkanna um skiptingu embætta í nefndum þingsins í samræmi við ákvæði þingskapa. Í því fólst meðal annars að tiltekin formannsembætti kæmu í hlut stjórnarandstöðunnar og skiptust þau svo milli flokkanna innbyrðis samkvæmt þeirra samkomulagi. Í ljósi heildarsamkomulagsins lít ég þannig á það sé ekki mitt hlutverk að taka afstöðu til þess hvernig stjórnarandstaðan hagar þessari skiptingu eða hvaða þingmenn eru tilnefndir af hálfu einstakra flokka," segir í bókuninni. Telja frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs sjálfsagða Nokkur spenna hefur ríkt innan nefndarinnar að undanförnu, einkum vegna ólíkra sjónarmiða meiri- og minnihluta vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. Meirihluti nefndarinnar lagði til að málinu yrði hætt í ljósi þess að skoðun nefndarinnar hefði leitt í ljós að ekkert væri við störf Kristjáns Þórs að athuga í ljósi stöðu hans gangvart Samherja. Hann hefði engra hagsmuna að gæta, að því er fram kom í bókun meiri hlutans. Framganga meirihluta nefndarinnar í því máli var að sögn Þórhildar Sunnu dropinn sem fyllti mælinn sem leiddi til afsagnar hennar úr formennsku. Um helgina sendi meirihluti nefndarinnar frá sér yfirlýsingu þar sem ásökunum Þórhildar Sunnu er mótmælt. Við því brugðust þingmennirnir Guðmundur Andri Thorsson og Andrés Ingi Jónsson í bókun sem þeir lögðu fram á fundi nefndarinnar í morgun. „Yfirlýsing meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar frá 20. júní sl. leiðir í sjálfu sér ekki annað í ljós en að frá upphafi hefur ríkt mikil tregða við það innan nefndarinnar að tekið sé til skoðunar hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þegar kemur að málefnum Samherja,“ segir meðal annars í bókuninni sem Guðmundur Andri birti í heild sinni á Facebook í morgun. „Andstætt því sem þráfaldlega hefur komið fram í máli nokkurra nefndarmanna teljum við að tengsl ráðherrans við Samherja séu svo sterk að sjálfsagt hafi verið að nefndin tæki hæfi hans til sjálfstæðrar skoðunar,“ segir ennfremur í bókuninni. Sent var erindi til forseta Alþingis og kallað eftir svörum hans við því hvernig væri réttast að ljúka frumkvæðisathugunum almennt. Í bókun Guðmundar Andra og Andrésar Inga segir að svo virðist sem meirihluta nefndarinnar hafi legið svo á að loka frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs að hann treysti sér ekki til að birta niðurstöður forseta um hvernig beri að ljúka slíkum málum. „Forseti nefnir sjö leiðir, þar á meðal þá sem meirihlutinn valdi í þessu máli. Þær málalyktir sýna að meirihluti nefndarinnar telur ekki að tengsl sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við Samherja þurfi sérstakrar skoðunar við. Við erum ósammála því mati,“ segir í bókuninni. „Hitt er umhugsunarvert að út frá túlkun forseta virðist meirihluti nefndarinnar hverju sinni hafa möguleika á því að kæfa frumkvæðisathuganir á verklagi eða hæfi ráðherra sama daginn og minnihlutinn fer fram á þær, en slík málalok grafa undan þeirri vernd sem minnihluti nefndarinnar þarf að njóta til að sýna framkvæmdavaldinu nauðsynlegt aðhald hverju sinni.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira