Sex vistaðir í fangageymslu í nótt Sylvía Hall skrifar 21. júní 2020 07:16 Sex voru vistaðir í fangageymslu í nótt. Vísir/vilhelm Alls voru 97 mál skráð í dagbók lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan fimm í morgun. Þar af voru 26 útköll vegna hávaða og skemmtana í heimahúsum. Sex voru vistaðir í fangageymslu að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Á sjötta tímanum í gær var lögregla kölluð að Fiskislóð vegna manns sem hafði stolið úr verslun. Viðkomandi hafði reynt að stela osti en var stöðvaður þegar hann var að yfirgefa verslunina. Útskýringar mannsins voru þær að osturinn væri of dýr. Skömmu síðar, eða rétt fyrir klukkan sex, voru tvö tilfelli þar sem lögregla var kölluð til vegna ölvaðra manna á Laugavegi. Í fyrra skipti var um tvo menn að ræða, en allir þrír voru handteknir vegna ástands og vistaðir í fangageymslu. Um áttaleytið barst lögreglu svo tilkynning eftir að rafmagnshlaupahjóli var ekið á níu ára stúlku með þeim afleiðingum að hún fékk áverka á fæti. Tvær konur höfðu verið að keyra um á sitthvoru hjólinu og önnur þeirra ók á á stúlkuna með fyrrgreindum afleiðingum. Þegar búið var að hringja á neyðarlínu létu konurnar sig hverfa en sjúkrabíll mætti á vettvang og hlúði að stúlkunni, sem var þó óbrotin. Málið er í rannsókn. Á níunda tímanum var tilkynnt um þjófnað úr verslun við Laugaveg þegar ölvaður maður gekk inn í verslunina, tók með sér peysu og gæru og gekk út. Lögreglan fann manninn og þýfið skömmu síðar, en þurfti svo aftur að hafa afskipti af honum tæplega klukkutíma síðar þegar hann var aftur gripinn við það að stela úr annarri verslun. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Klukkan hálf eitt í nótt hafði lögregla afskipti af ölvuðum manni sem ók vespu við Suðurlandsbraut. Maðurinn var ekki með nein skilríki meðferðis og gat illa gert grein fyrir sér, en hann er grunaður um ölvunarakstur og akstur án ökuréttinda og var vistaður í fangageymslu. Á tólfta tímanum barst svo tilkynning vegna hunds sem hafði bitið konu í Hafnarfirði. Konan náði að hrista hundinn af sér að því er fram kemur í dagbók lögreglu, en eigandi hundsins kom skömmu síðar og sótti hann. Læknisskoðun leiddi í ljós að bitið olli ekki neinum skaða. Lögreglumál Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Alls voru 97 mál skráð í dagbók lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan fimm í morgun. Þar af voru 26 útköll vegna hávaða og skemmtana í heimahúsum. Sex voru vistaðir í fangageymslu að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Á sjötta tímanum í gær var lögregla kölluð að Fiskislóð vegna manns sem hafði stolið úr verslun. Viðkomandi hafði reynt að stela osti en var stöðvaður þegar hann var að yfirgefa verslunina. Útskýringar mannsins voru þær að osturinn væri of dýr. Skömmu síðar, eða rétt fyrir klukkan sex, voru tvö tilfelli þar sem lögregla var kölluð til vegna ölvaðra manna á Laugavegi. Í fyrra skipti var um tvo menn að ræða, en allir þrír voru handteknir vegna ástands og vistaðir í fangageymslu. Um áttaleytið barst lögreglu svo tilkynning eftir að rafmagnshlaupahjóli var ekið á níu ára stúlku með þeim afleiðingum að hún fékk áverka á fæti. Tvær konur höfðu verið að keyra um á sitthvoru hjólinu og önnur þeirra ók á á stúlkuna með fyrrgreindum afleiðingum. Þegar búið var að hringja á neyðarlínu létu konurnar sig hverfa en sjúkrabíll mætti á vettvang og hlúði að stúlkunni, sem var þó óbrotin. Málið er í rannsókn. Á níunda tímanum var tilkynnt um þjófnað úr verslun við Laugaveg þegar ölvaður maður gekk inn í verslunina, tók með sér peysu og gæru og gekk út. Lögreglan fann manninn og þýfið skömmu síðar, en þurfti svo aftur að hafa afskipti af honum tæplega klukkutíma síðar þegar hann var aftur gripinn við það að stela úr annarri verslun. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Klukkan hálf eitt í nótt hafði lögregla afskipti af ölvuðum manni sem ók vespu við Suðurlandsbraut. Maðurinn var ekki með nein skilríki meðferðis og gat illa gert grein fyrir sér, en hann er grunaður um ölvunarakstur og akstur án ökuréttinda og var vistaður í fangageymslu. Á tólfta tímanum barst svo tilkynning vegna hunds sem hafði bitið konu í Hafnarfirði. Konan náði að hrista hundinn af sér að því er fram kemur í dagbók lögreglu, en eigandi hundsins kom skömmu síðar og sótti hann. Læknisskoðun leiddi í ljós að bitið olli ekki neinum skaða.
Lögreglumál Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira