Ekki fleiri heimilisofbeldismál á borð lögreglu í einum mánuði frá 2015 Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. júní 2020 07:00 Lögregla hefur kallað eftir því að ákvæði um umsáturseinelti verði sett í hegningarlög. Vísir/Vilhelm Frá árinu 2015 hafa heimilisofbeldismál hér á landi aldrei verið fleiri í einum mánuði en nú í maí. Málin voru nítján prósent fleiri eftir sex mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Málið kom til umræðu á alþingi í gær með fyrirspurn Sigurðar Páls Jónssonar, þingmanns Miðflokksins um þróun síðustu ára. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra segir erfitt á þessari stundu hvort brotum hafi í í raun fjölgað eða hvort tilkynningum fari fjölgandi frá því að samkomutakmarkanir voru settar á vegna kórónuveirufaraldursins. „Mikilvægt er að fylgjast vel með þessari þróun til að meta hvort það hafi orðið raunbreytingar á fjölda brota en til þess þarf að skoða reynslu almennings að brotum samhliða gögnum lögreglu og er slíkt gert til dæmis með þolendakönnun sem lögregla framkvæmir árlega í upphafi hvers árs,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra í svari sínu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, svaraði óundirbúnum fyrirspurnum um heimilisofbeldi á Alþingi í gær.Vísir/Vilhelm 207 tilkynningar um heimilsofbeldi í apríl og maí Tilkynningar um heimilisofbeldi voru 106 í maí og 101 í apríl. Málum fjölgaði í sjö af níu embættum lögreglunnar fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra og er mesta aukningin hjá þremur stærstu embættunum. Dómsmálaráðherra segir að heilmargt gott hafi áunnist í málaflokknum síðustu ár og að enn sé verið að vinna að frekari umbótum. „Kallað hefur verið frá því frá lögreglunni að ákvæði um umsáturseinelti í hegningarlögin og hugsa ég að ég komu með frumvarp í haust með þeirri breytingu og eru þessar breytingar til þess fallnar til þess að auka vernd þolanda fyrir ágangi brotamanna sem byrjar oft með heimilisofbeldi,“ sagði Áslaug. Heimilisofbeldi var rætt á Alþingi í gær.Vísir/Vilhelm Heimilisofbeldi verður ekki liðið Í maí skipuðu dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra aðgerðarteymi gegn heimilisofbeldi vegna þeirra aukningar sem hefur orðið. „Ofbeldi geng börnum á tímum Covid-19 og aðgerðirnar munu miða sérstaklega að viðkvæmum hópum. Það með talið börnum, konum af erlendum uppruna, öldruðum og fötluðum sem reynst hefur í meiri hættu að verða fyrir ofbeldi,“ sagði Áslaug. Lögreglan Alþingi Félagsmál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Frá árinu 2015 hafa heimilisofbeldismál hér á landi aldrei verið fleiri í einum mánuði en nú í maí. Málin voru nítján prósent fleiri eftir sex mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Málið kom til umræðu á alþingi í gær með fyrirspurn Sigurðar Páls Jónssonar, þingmanns Miðflokksins um þróun síðustu ára. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra segir erfitt á þessari stundu hvort brotum hafi í í raun fjölgað eða hvort tilkynningum fari fjölgandi frá því að samkomutakmarkanir voru settar á vegna kórónuveirufaraldursins. „Mikilvægt er að fylgjast vel með þessari þróun til að meta hvort það hafi orðið raunbreytingar á fjölda brota en til þess þarf að skoða reynslu almennings að brotum samhliða gögnum lögreglu og er slíkt gert til dæmis með þolendakönnun sem lögregla framkvæmir árlega í upphafi hvers árs,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra í svari sínu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, svaraði óundirbúnum fyrirspurnum um heimilisofbeldi á Alþingi í gær.Vísir/Vilhelm 207 tilkynningar um heimilsofbeldi í apríl og maí Tilkynningar um heimilisofbeldi voru 106 í maí og 101 í apríl. Málum fjölgaði í sjö af níu embættum lögreglunnar fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra og er mesta aukningin hjá þremur stærstu embættunum. Dómsmálaráðherra segir að heilmargt gott hafi áunnist í málaflokknum síðustu ár og að enn sé verið að vinna að frekari umbótum. „Kallað hefur verið frá því frá lögreglunni að ákvæði um umsáturseinelti í hegningarlögin og hugsa ég að ég komu með frumvarp í haust með þeirri breytingu og eru þessar breytingar til þess fallnar til þess að auka vernd þolanda fyrir ágangi brotamanna sem byrjar oft með heimilisofbeldi,“ sagði Áslaug. Heimilisofbeldi var rætt á Alþingi í gær.Vísir/Vilhelm Heimilisofbeldi verður ekki liðið Í maí skipuðu dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra aðgerðarteymi gegn heimilisofbeldi vegna þeirra aukningar sem hefur orðið. „Ofbeldi geng börnum á tímum Covid-19 og aðgerðirnar munu miða sérstaklega að viðkvæmum hópum. Það með talið börnum, konum af erlendum uppruna, öldruðum og fötluðum sem reynst hefur í meiri hættu að verða fyrir ofbeldi,“ sagði Áslaug.
Lögreglan Alþingi Félagsmál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira