Galið að sjómenn þurfi að semja við vinnuveitendur sjálfir án aðkomu stéttarfélaga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2020 13:00 Bergur Þorkelsson formaður Sjómannafélag Íslands Vísir/Vilhelm „Það skal liggja fyrir að fiskverkssamningur milli útgerðar og áhafnarinnar og ef hann næst ekki er því vísað til Verðlagsstofu en því miður held ég að þetta sé víða svona að það séu ekki virkir samningar milli sjómanna og útgerðar,“ segir Bergur Þorkelsson formaður Sjómannafélags Íslands í samtali við fréttastofu Vísis. Áhöfn rækjuskipsins Berglínar GK 300 tók í gær einróma ákvörðun um að fara ekki aftur á veiðar eftir að í ljós kom á mánudag að laun skipverja hefðu verið lækkuð um 35% án samráðs. „Það er galið að sjómenn eru í engri samningsaðstöðu til að vera að semja við sinn vinnuveitenda sjálfir og stéttarfélögin fá ekki að koma að þessu. Þetta er ekki jafn leikur. Ég skil ef menn sigla í land ef þeir eru ekki að fá fiskverkssamning og síðan er fiskverð lækkað sem þeir höfðu áður. Þetta er það sem sjómenn lifa með hvern dag. Þetta er bara flott hjá þessum strákum,“ segir Bergur. Áhöfnin ákvað að fara ekki aftur til veiða fyrr en lækkunin á umsömdum launum yrði leiðrétt eða hún fengi í það minnsta vilyrði um að þau yrðu það. Áhöfnin siglir nú frá Siglufirði til Njarðvíkur með tóman bát. Áhöfnin hafði fengið veður af því á föstudag að útgerðin Nesfiskur hygðist ekki gera upp laun samkvæmt samningi við skipverja. Þegar þeir hafi svo rætt við stjórnendur útgerðarinnar var þeim bent á að fara í kæruferli, sem getur tekið marga mánuði. „Þá þurfa þeir að kæra það til Verðlagsstofu og það tekur sinn tíma. Maður veit ekki hvernig það endar,“ segir Bergur. Hann segist halda að þetta sé mjög algengt. „Ég held að þetta sé mjög algengt og ég held að það sem er að gerast núna í þessum kjaraviðræðum sem eru í gangi hjá stjórnvöldum og koma að breyttu umhverfi um fiskverð fyrir sjómenn að það þarf að vera eðlilegra heldur en það er í dag.“ „Þessi lög og þessar reglur sem Verðlagsstofa býr við í dag eru ófullkomin og það þarf að laga þetta umhverfi fyrir verðlagsstofu þannig að það sé hægt að vinna þetta eins og menn. Þetta er ferlega lokað bæði fyrir stéttarfélög og sjómenn að sjá hvernig verðið er á fisknum sem við flytjum út. Því miður.“ Áhöfn ekki boðuð á bókaðan kjarafund Berglín er annað tveggja rækjuveiðiskipta Nesfisks og fékk áhöfn hins skipsins boð á fund með stjórnendum Nesfisks í næstu viku. Áhöfn Berglínar fékk hins vegar ekki boð á sama fund. Bergur segir ekki óeðlilegt að útgerðin sé í kjaraviðræðum við áhöfn annars bátsins en ekki hins. „Það er gerður fiskverkssamningur fyrir skipið við áhöfnina þótt að það sé gert í sitthvoru lagi. Það þarf ekkert að vera óeðlilegt. En það er nógu óeðlilegt að þessu skipi sé lagt og fari ekki á rækju.“ „Ég ætla ekkert að lesa of mikið í það að önnur áhöfnin hafi verið kölluð á fund,“ segir Bergur. Þá segist hann ekki hafa áhyggjur af því að sjómönnum verði sagt upp í framhaldinu. „Það er nú alveg galið ef að útgerðarmenn ætla að pönkast í sjómönnum af því að þeir vilja fá rétt laun.“ „Nei, ég held að þessi útgerð fari ekkert í það, hún verður bara að taka slaginn við sjómenn. Það verður bara að bíta í það að þarna eru sjómenn sem að standa á sínu og vilja bara fá fiskverkssamning og þá bara þurfa þeir að gera fiskverkssamning við þá.“ Ekki náðist í áhöfn Berglínar þegar fréttastofa reyndi að ná tali af þeim í morgun. Ingi Þór, fyrsti stýrimaður skipsins, birti færslu á Facebook í gær þar sem hann fór yfir stöðu mála. Þá vildi Bergur Eggertsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Nesfisks í Sandgerði ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann. Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Það skal liggja fyrir að fiskverkssamningur milli útgerðar og áhafnarinnar og ef hann næst ekki er því vísað til Verðlagsstofu en því miður held ég að þetta sé víða svona að það séu ekki virkir samningar milli sjómanna og útgerðar,“ segir Bergur Þorkelsson formaður Sjómannafélags Íslands í samtali við fréttastofu Vísis. Áhöfn rækjuskipsins Berglínar GK 300 tók í gær einróma ákvörðun um að fara ekki aftur á veiðar eftir að í ljós kom á mánudag að laun skipverja hefðu verið lækkuð um 35% án samráðs. „Það er galið að sjómenn eru í engri samningsaðstöðu til að vera að semja við sinn vinnuveitenda sjálfir og stéttarfélögin fá ekki að koma að þessu. Þetta er ekki jafn leikur. Ég skil ef menn sigla í land ef þeir eru ekki að fá fiskverkssamning og síðan er fiskverð lækkað sem þeir höfðu áður. Þetta er það sem sjómenn lifa með hvern dag. Þetta er bara flott hjá þessum strákum,“ segir Bergur. Áhöfnin ákvað að fara ekki aftur til veiða fyrr en lækkunin á umsömdum launum yrði leiðrétt eða hún fengi í það minnsta vilyrði um að þau yrðu það. Áhöfnin siglir nú frá Siglufirði til Njarðvíkur með tóman bát. Áhöfnin hafði fengið veður af því á föstudag að útgerðin Nesfiskur hygðist ekki gera upp laun samkvæmt samningi við skipverja. Þegar þeir hafi svo rætt við stjórnendur útgerðarinnar var þeim bent á að fara í kæruferli, sem getur tekið marga mánuði. „Þá þurfa þeir að kæra það til Verðlagsstofu og það tekur sinn tíma. Maður veit ekki hvernig það endar,“ segir Bergur. Hann segist halda að þetta sé mjög algengt. „Ég held að þetta sé mjög algengt og ég held að það sem er að gerast núna í þessum kjaraviðræðum sem eru í gangi hjá stjórnvöldum og koma að breyttu umhverfi um fiskverð fyrir sjómenn að það þarf að vera eðlilegra heldur en það er í dag.“ „Þessi lög og þessar reglur sem Verðlagsstofa býr við í dag eru ófullkomin og það þarf að laga þetta umhverfi fyrir verðlagsstofu þannig að það sé hægt að vinna þetta eins og menn. Þetta er ferlega lokað bæði fyrir stéttarfélög og sjómenn að sjá hvernig verðið er á fisknum sem við flytjum út. Því miður.“ Áhöfn ekki boðuð á bókaðan kjarafund Berglín er annað tveggja rækjuveiðiskipta Nesfisks og fékk áhöfn hins skipsins boð á fund með stjórnendum Nesfisks í næstu viku. Áhöfn Berglínar fékk hins vegar ekki boð á sama fund. Bergur segir ekki óeðlilegt að útgerðin sé í kjaraviðræðum við áhöfn annars bátsins en ekki hins. „Það er gerður fiskverkssamningur fyrir skipið við áhöfnina þótt að það sé gert í sitthvoru lagi. Það þarf ekkert að vera óeðlilegt. En það er nógu óeðlilegt að þessu skipi sé lagt og fari ekki á rækju.“ „Ég ætla ekkert að lesa of mikið í það að önnur áhöfnin hafi verið kölluð á fund,“ segir Bergur. Þá segist hann ekki hafa áhyggjur af því að sjómönnum verði sagt upp í framhaldinu. „Það er nú alveg galið ef að útgerðarmenn ætla að pönkast í sjómönnum af því að þeir vilja fá rétt laun.“ „Nei, ég held að þessi útgerð fari ekkert í það, hún verður bara að taka slaginn við sjómenn. Það verður bara að bíta í það að þarna eru sjómenn sem að standa á sínu og vilja bara fá fiskverkssamning og þá bara þurfa þeir að gera fiskverkssamning við þá.“ Ekki náðist í áhöfn Berglínar þegar fréttastofa reyndi að ná tali af þeim í morgun. Ingi Þór, fyrsti stýrimaður skipsins, birti færslu á Facebook í gær þar sem hann fór yfir stöðu mála. Þá vildi Bergur Eggertsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Nesfisks í Sandgerði ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann.
Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira