Bæjarstjórinn með umferðarflautuna Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 16. júní 2020 12:00 Þetta kjörtímabil hefur ekki verið gott fyrir meirihluta Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi, tekjur hafa ekki dugað fyrir útgjöldum og bærinn hefur margfaldað skuldir sínar. Vegna ofurtrú á því að Seltirningar megi ekki borga jafn hátt útsvar og íbúar í Kópavogi og Hafnarfirði þá hefur meirihlutinn gripið til sársaukafullra aðgerða. Leikskólagjöld, matarkostnaður eldri borgara og leiga á félagslegu húsnæði hefur hækkað um tugi prósenta. Skorið var niður í grunnskólanum svo bekkir stækka, í tónlistarskólanum svo biðlisti lengist, 40% af stöðugildum félagsmiðstöðvarinnar voru skorin út, starfsfólki sagt upp og ofan á þetta bætist nú Covid ástandið. Þessar aðgerðir hafa ekki aukið stuðning við Sjálfstæðisflokkinn á Seltjarnarnesi sem hefur verið minnkandi í síðustu kosningum en flokkurinn fékk í fyrsta sinn frá stofnun sveitarfélagsins minnihluta atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum 2018. En þegar öll spjót standa að bæjarstjóranum þá getur verið gott að eiga patent lausnir á lager til að dreifa umræðunni og að þessu sinni var blásið í umferðarflautuna. Bæjarstjórinn fór í blöðin og kvartaði yfir viðtali við formann skipulagsnefndar þar sem kom fram að áætlað væri að setja upp 6 ljósastýrðar gönguþveranir yfir Eiðisgrandann. Umferðarflautan virkaði vel og áður en maður vissi af voru stjörnulögmenn á Seltjarnarnesi farnir að rífast við sjónvarpsmenn úr Reykjavík og að lokum fór umræðan að sjálfsögðu út í það að tala um umræðuna sjálfa og að hún væri allt of harkaleg. Ég viðurkenni að þrátt fyrir að ég sé sammála um að bæta mætti tengingar fyrir gangandi vegfarendur á Eiðisgrandanum þá þótti mér 6 umferðarljós ansi vel í lagt á stuttum kafla. Ég hafði því samband við borgina og kom þá í ljós að hér var á ferð misskilningur á milli blaðamanns og borgarfulltrúans og þessar 6 gönguþveranir séu aðeins þær gangbrautir sem eru nú þegar til staðar og ein þeirra er ljósastýrð og hefur verið síðastliðin 7 ár. Helsta inntak í gagnrýni bæjarstjórans á borgina var skortur á samráði og samtali en eins og þetta mál sýnir, að þá er mikilvægt að samtalið sé opið í báðar áttir og hefði bæjarstjórinn getað hlíft íbúum bæjarins við óþarfa áhyggjum og karpi ef hún hefði farið eftir eigin ráðum og átt samtal við borgina áður en hún rauk í blöðin. En á meðan við ræðum um gönguljós er ekki talað um niðurskurð á þjónustu við bæjarbúa svo kannski náði bæjarstjórinn einfaldlega sínum markmiðum. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingar á Seltjarnarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta kjörtímabil hefur ekki verið gott fyrir meirihluta Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi, tekjur hafa ekki dugað fyrir útgjöldum og bærinn hefur margfaldað skuldir sínar. Vegna ofurtrú á því að Seltirningar megi ekki borga jafn hátt útsvar og íbúar í Kópavogi og Hafnarfirði þá hefur meirihlutinn gripið til sársaukafullra aðgerða. Leikskólagjöld, matarkostnaður eldri borgara og leiga á félagslegu húsnæði hefur hækkað um tugi prósenta. Skorið var niður í grunnskólanum svo bekkir stækka, í tónlistarskólanum svo biðlisti lengist, 40% af stöðugildum félagsmiðstöðvarinnar voru skorin út, starfsfólki sagt upp og ofan á þetta bætist nú Covid ástandið. Þessar aðgerðir hafa ekki aukið stuðning við Sjálfstæðisflokkinn á Seltjarnarnesi sem hefur verið minnkandi í síðustu kosningum en flokkurinn fékk í fyrsta sinn frá stofnun sveitarfélagsins minnihluta atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum 2018. En þegar öll spjót standa að bæjarstjóranum þá getur verið gott að eiga patent lausnir á lager til að dreifa umræðunni og að þessu sinni var blásið í umferðarflautuna. Bæjarstjórinn fór í blöðin og kvartaði yfir viðtali við formann skipulagsnefndar þar sem kom fram að áætlað væri að setja upp 6 ljósastýrðar gönguþveranir yfir Eiðisgrandann. Umferðarflautan virkaði vel og áður en maður vissi af voru stjörnulögmenn á Seltjarnarnesi farnir að rífast við sjónvarpsmenn úr Reykjavík og að lokum fór umræðan að sjálfsögðu út í það að tala um umræðuna sjálfa og að hún væri allt of harkaleg. Ég viðurkenni að þrátt fyrir að ég sé sammála um að bæta mætti tengingar fyrir gangandi vegfarendur á Eiðisgrandanum þá þótti mér 6 umferðarljós ansi vel í lagt á stuttum kafla. Ég hafði því samband við borgina og kom þá í ljós að hér var á ferð misskilningur á milli blaðamanns og borgarfulltrúans og þessar 6 gönguþveranir séu aðeins þær gangbrautir sem eru nú þegar til staðar og ein þeirra er ljósastýrð og hefur verið síðastliðin 7 ár. Helsta inntak í gagnrýni bæjarstjórans á borgina var skortur á samráði og samtali en eins og þetta mál sýnir, að þá er mikilvægt að samtalið sé opið í báðar áttir og hefði bæjarstjórinn getað hlíft íbúum bæjarins við óþarfa áhyggjum og karpi ef hún hefði farið eftir eigin ráðum og átt samtal við borgina áður en hún rauk í blöðin. En á meðan við ræðum um gönguljós er ekki talað um niðurskurð á þjónustu við bæjarbúa svo kannski náði bæjarstjórinn einfaldlega sínum markmiðum. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingar á Seltjarnarnesi.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun