Þórir vill innflytjendur í landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2020 13:00 Þórir Hergeirsson hefur verið þjálfari eða aðstoðarþjálfari norska landsliðsins í tvo áratugi. VÍSIR/GETTY Landsliðsþjálfarinn Þórir Hergeirsson segir liðsskipan norska kvennalandsliðsins í handbolta ekki gefa rétta mynd af þjóðinni sem liðið tilheyri. Hann vill fleiri handboltakonur úr fjölskyldum innflytjenda í sitt sigursæla lið. Þórir skrifaði í síðustu viku undir nýjan samning við norska handknattleikssambandið um að stýra kvennalandsliðinu fram yfir Ólympíuleikana í París 2024. Hann hefur verið aðalþjálfari liðsins frá árinu 2009 og aðstoðarþjálfari þar áður í átta ár. Undir stjórn Þóris hefur Noregur tvisvar orðið heimsmeistari, þrisvar Evrópumeistari og einu sinni Ólympíumeistari, auk þess að vinna fleiri verðlaun. Eftir að hafa unnið með landsliðið í tuttugu ár vill Þórir, sem vissulega er sjálfur innflytjandi, eins og fyrr segir fjölga landsliðskonum af erlendum uppruna. „Ég er stoltur af liðinu en ég sé að við endurspeglum ekki þjóðina. Okkur vantar stelpur úr innflytjendafjölskyldum á meistaraflokksstigi. Við erum með nokkra fulltrúa í yngri landsliðunum og vonum að einhverjar þeirra geti tekið skrefið. Það er mikilvægt að einhver sé fyrst og verði öðrum fyrirmynd,“ sagði Þórir við TV2. Thorir Hergeirsson forlenger kontrakten: Landslagssjef i fire nye år: https://t.co/nwaLPuvGcc— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) June 10, 2020 Að sögn Þóris er mikill fjöldi barna og ungmenna úr innflytjendafjölskyldum í handbolta í Noregi. „Það myndi ekkert gleðja mig meira en að við hefðum haft úr nokkrum þeirra að velja í A-landsliðið en svo hefur ekki verið. Við erum með margar í barnahandboltanum og snemma á unglingsaldri en svo detta þær út,“ sagði Þórir. Verðum að spyrja stelpurnar sjálfar Kåre Geir Lio hjá norska handknattleikssambandinu segir að sambandið sé með skýrar áætlanir um að fá fleiri iðkendur úr innflytjendafjölskyldum í handboltann og alla leið upp í A-landsliðið. „Við vinnum að því ötullega að sjá til þess að handbolti sé fyrir alla. Það er spennandi verkefni að fá nýja landsmenn. Við höfum tekið frá sex milljónir [um 84 milljónir íslenskra króna] til að nota yfir þrjú ár og sett starfsfólk í þetta verkefni. Við verðum að átta okkur á að handbolti er ekki svo stór í mörgum af þeim löndum sem fólk kemur frá. Það getur haft sitt að segja. Við reynum að ryðja úr vegi öllum hindrunum,“ sagði Lio. Þórir segir að mikilvægt sé að handboltayfirvöld séu tilbúin að hlusta: „Við verðum að spyrja þau hvernig fólk upplifi handboltann. Það væru mistök að spyrja 56 ára gamlan mann. Við verðum að spyrja stelpurnar, fjölskyldurnar þeirra og samfélagið. Hvað þarf til að þær séu í handbolta eða íþróttum á hæsta stigi?“ Norski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Stefnir í að Þórir verði áfram með norska landsliðið Þórir Hergeirsson verður að öllum líkindum þjálfari norska kvennalandsliðsins næstu fjögur ár. 3. júní 2020 07:30 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Þórir Hergeirsson segir liðsskipan norska kvennalandsliðsins í handbolta ekki gefa rétta mynd af þjóðinni sem liðið tilheyri. Hann vill fleiri handboltakonur úr fjölskyldum innflytjenda í sitt sigursæla lið. Þórir skrifaði í síðustu viku undir nýjan samning við norska handknattleikssambandið um að stýra kvennalandsliðinu fram yfir Ólympíuleikana í París 2024. Hann hefur verið aðalþjálfari liðsins frá árinu 2009 og aðstoðarþjálfari þar áður í átta ár. Undir stjórn Þóris hefur Noregur tvisvar orðið heimsmeistari, þrisvar Evrópumeistari og einu sinni Ólympíumeistari, auk þess að vinna fleiri verðlaun. Eftir að hafa unnið með landsliðið í tuttugu ár vill Þórir, sem vissulega er sjálfur innflytjandi, eins og fyrr segir fjölga landsliðskonum af erlendum uppruna. „Ég er stoltur af liðinu en ég sé að við endurspeglum ekki þjóðina. Okkur vantar stelpur úr innflytjendafjölskyldum á meistaraflokksstigi. Við erum með nokkra fulltrúa í yngri landsliðunum og vonum að einhverjar þeirra geti tekið skrefið. Það er mikilvægt að einhver sé fyrst og verði öðrum fyrirmynd,“ sagði Þórir við TV2. Thorir Hergeirsson forlenger kontrakten: Landslagssjef i fire nye år: https://t.co/nwaLPuvGcc— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) June 10, 2020 Að sögn Þóris er mikill fjöldi barna og ungmenna úr innflytjendafjölskyldum í handbolta í Noregi. „Það myndi ekkert gleðja mig meira en að við hefðum haft úr nokkrum þeirra að velja í A-landsliðið en svo hefur ekki verið. Við erum með margar í barnahandboltanum og snemma á unglingsaldri en svo detta þær út,“ sagði Þórir. Verðum að spyrja stelpurnar sjálfar Kåre Geir Lio hjá norska handknattleikssambandinu segir að sambandið sé með skýrar áætlanir um að fá fleiri iðkendur úr innflytjendafjölskyldum í handboltann og alla leið upp í A-landsliðið. „Við vinnum að því ötullega að sjá til þess að handbolti sé fyrir alla. Það er spennandi verkefni að fá nýja landsmenn. Við höfum tekið frá sex milljónir [um 84 milljónir íslenskra króna] til að nota yfir þrjú ár og sett starfsfólk í þetta verkefni. Við verðum að átta okkur á að handbolti er ekki svo stór í mörgum af þeim löndum sem fólk kemur frá. Það getur haft sitt að segja. Við reynum að ryðja úr vegi öllum hindrunum,“ sagði Lio. Þórir segir að mikilvægt sé að handboltayfirvöld séu tilbúin að hlusta: „Við verðum að spyrja þau hvernig fólk upplifi handboltann. Það væru mistök að spyrja 56 ára gamlan mann. Við verðum að spyrja stelpurnar, fjölskyldurnar þeirra og samfélagið. Hvað þarf til að þær séu í handbolta eða íþróttum á hæsta stigi?“
Norski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Stefnir í að Þórir verði áfram með norska landsliðið Þórir Hergeirsson verður að öllum líkindum þjálfari norska kvennalandsliðsins næstu fjögur ár. 3. júní 2020 07:30 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Stefnir í að Þórir verði áfram með norska landsliðið Þórir Hergeirsson verður að öllum líkindum þjálfari norska kvennalandsliðsins næstu fjögur ár. 3. júní 2020 07:30