Segir „hugmyndafræði hinsegin fólks“ verri en kommúnisma Sylvía Hall skrifar 14. júní 2020 10:56 Andrzej Duda sést hér til hægri. Hann sækist nú eftir endurkjöri í Póllandi. Vísir/getty Andrzej Duda, forseti Póllands, beindi sjónum sínum að baráttu hinsegin fólks í landinu í kosningaræðu sinni í gær og sagði „hugmyndafræðina“ skaðlegri en kommúnisma. Kynslóð foreldra hans hefði barist gegn hugmyndafræði kommúnisma í fjörutíu ár en nú væri ný barátta tekin við. „Þau börðust ekki svo ný hugmyndafræði kæmi fram sem er skaðlegri,“ sagði Duda í ræðu sinni, en hann hefur verið forseti Póllands frá árinu 2015. Flokkur Duda, laga- og réttlætisflokkurinn, hefur barist gegn réttindum hinsegin fólks undanfarin ár og hefur hinsegin fólk mætt ofsóknum og ofbeldi í embættistíð hans. Á síðasta ári réðust hægri öfgahópar að fyrstu gleðigöngunni í borginni Bialystok og hentu leiftursprengjum, steinum og glerflöskum að þátttakendum í göngunni. Á kosningafundi sínum í Brzeg í suðvesturhluta Póllands sagði Duda það vera á ábyrgð foreldra hvernig kynfræðslu væri háttað og það væri ekki á valdi stofnana að hlutast til um það. Þó skrifaði forsetinn undir kosningatillögur fyrr í mánuðinum þar sem hann lofaði því að lögleiða bann við samkynja hjónaböndum, ættleiðingu hinsegin fólks og bann gegn hinsegin fræðslu í skólum. Duda virðist ætla beita sér mjög gegn réttindum hinsegin fólks í kosningabaráttunni, en hann sagði hinsegin fólk grafa undan virðingu og umburðarlyndi og að barátta þeirra væri skaðleg gegn mannkyninu. Í viðtali í Víglínunni á síðasta ári ræddi Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna 78 stöðu hinsegin fólks í Póllandi. Hún sagðist óttast stefnu yfirvalda þar í landi, enda hefði kosningabaráttan í þingkosningunum á síðasta ári verið hatursfull og skaðleg fyrir hinsegin fólk í Póllandi. „Það sem breytir alveg verulega miklu er þessi kosningabarátta sem þau hafa rekið og var mjög hatrömm og hatursfull og hún getur breytt ýmsu fyrir það fólk sem er að reyna að berjast fyrir sínum réttindum og fyrir auknu umburðarlyndi frá degi til dags.“ Pólland Hinsegin Tengdar fréttir ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Andrzej Duda, forseti Póllands, beindi sjónum sínum að baráttu hinsegin fólks í landinu í kosningaræðu sinni í gær og sagði „hugmyndafræðina“ skaðlegri en kommúnisma. Kynslóð foreldra hans hefði barist gegn hugmyndafræði kommúnisma í fjörutíu ár en nú væri ný barátta tekin við. „Þau börðust ekki svo ný hugmyndafræði kæmi fram sem er skaðlegri,“ sagði Duda í ræðu sinni, en hann hefur verið forseti Póllands frá árinu 2015. Flokkur Duda, laga- og réttlætisflokkurinn, hefur barist gegn réttindum hinsegin fólks undanfarin ár og hefur hinsegin fólk mætt ofsóknum og ofbeldi í embættistíð hans. Á síðasta ári réðust hægri öfgahópar að fyrstu gleðigöngunni í borginni Bialystok og hentu leiftursprengjum, steinum og glerflöskum að þátttakendum í göngunni. Á kosningafundi sínum í Brzeg í suðvesturhluta Póllands sagði Duda það vera á ábyrgð foreldra hvernig kynfræðslu væri háttað og það væri ekki á valdi stofnana að hlutast til um það. Þó skrifaði forsetinn undir kosningatillögur fyrr í mánuðinum þar sem hann lofaði því að lögleiða bann við samkynja hjónaböndum, ættleiðingu hinsegin fólks og bann gegn hinsegin fræðslu í skólum. Duda virðist ætla beita sér mjög gegn réttindum hinsegin fólks í kosningabaráttunni, en hann sagði hinsegin fólk grafa undan virðingu og umburðarlyndi og að barátta þeirra væri skaðleg gegn mannkyninu. Í viðtali í Víglínunni á síðasta ári ræddi Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna 78 stöðu hinsegin fólks í Póllandi. Hún sagðist óttast stefnu yfirvalda þar í landi, enda hefði kosningabaráttan í þingkosningunum á síðasta ári verið hatursfull og skaðleg fyrir hinsegin fólk í Póllandi. „Það sem breytir alveg verulega miklu er þessi kosningabarátta sem þau hafa rekið og var mjög hatrömm og hatursfull og hún getur breytt ýmsu fyrir það fólk sem er að reyna að berjast fyrir sínum réttindum og fyrir auknu umburðarlyndi frá degi til dags.“
Pólland Hinsegin Tengdar fréttir ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27