Man Utd og Tottenham töpuðu bæði í undirbúningi sínum fyrir komandi leik liðanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2020 10:45 Úr leik liðanna í desember sem Man Utd vann 2-1 þökk sé tvennu frá Marcus Rashford. EPA-EFE/Lynne Cameron Manchester United og Tottenham Hotspur mætast á heimavelli síðarnefnda liðsins þann 19. júní næstkomandi í opinbera leik beggja liða eftir að öllu var skellt í lás á Englandi sökum kórónufaraldursins. Bæði lið léku æfingaleiki í gær og máttu þola nokkuð óvænt töp þó svo að leikirnir hafi farið fram með breyttu sniði. Tottenham fékk botnlið úrvalsdeildarinnar, Norwich City, í heimsókn og var leiknum skipt upp í fjóra 30 mínútna leikhluta. Fjórmenningarnir Harry Kane, Moussa Sissoko, Heung-Min Son og Steven Bergwijn – sem voru allir meiddir þegar deildin var sett á ís – léku með liðinu í gær. Tottenham komst yfir í fyrsta leikhluta þökk sé marki Erik Lamela eftir sendingu Bergwijn en Norwich skoraði tvívegi sá síðustu tíu mínútum fjórða leikhluta. Josip Drmic jafnaði metin og Mario Vrancic skoraði svo úr aukaspyrnu undir lok leiks. Preparations continue at Tottenham Hotspur Stadium.#THFC #COYS pic.twitter.com/q1UNFPUbhP— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) June 12, 2020 Á Old Trafford, heimavelli Man Utd, var West Bromich Albion í heimsókn en liðið leiðir B-deildina sem stendur og stefnir allt í að liðið verði í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Í stað fjögurra leikhluta voru spilaðir tveir 60 mínútna leikir. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, stillti upp mjög jöfnum liðum og því erfitt að lesa í hvaða leikmenn verða í byrjunarliðinu er liðið heimsækir Tottenham eftir sex daga. West Brom vann fyrri leikinn 2-1 en Man Utd þann seinni 3-1 þökk sé tveimur mörkum frá Andreas Pereira og einu frá Tahith Chong. Það helsta úr leiknum má sjá á vefsíðu Man Utd. Finish, @AndrinhoPereira More footage from Old Trafford #MUFC— Manchester United (@ManUtd) June 12, 2020 Bæði lið þurfa nauðsynlega á sigri að halda þegar þau mætast í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans eru sem stendur í 5. sæti með 45 stig, þremur minna en Chelsea sem situr í fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. José Mourinho og hans menn eru í 8. sæti deildarinnar með 41 stig og því sjö stigum á eftir Chelsea að svo stöddu. Það gæti þó farið svo að 5. sætið gefi sæti í Meistaradeildinni ef bann Manchester City frá keppnum á vegum knattspyrnusambands Evrópu standi en félagið á að hafa brotið fjárhagsreglugerð sambandsins. Enn er óvíst hvenær endanleg niðurstaða kemst í það mál. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Manchester United og Tottenham Hotspur mætast á heimavelli síðarnefnda liðsins þann 19. júní næstkomandi í opinbera leik beggja liða eftir að öllu var skellt í lás á Englandi sökum kórónufaraldursins. Bæði lið léku æfingaleiki í gær og máttu þola nokkuð óvænt töp þó svo að leikirnir hafi farið fram með breyttu sniði. Tottenham fékk botnlið úrvalsdeildarinnar, Norwich City, í heimsókn og var leiknum skipt upp í fjóra 30 mínútna leikhluta. Fjórmenningarnir Harry Kane, Moussa Sissoko, Heung-Min Son og Steven Bergwijn – sem voru allir meiddir þegar deildin var sett á ís – léku með liðinu í gær. Tottenham komst yfir í fyrsta leikhluta þökk sé marki Erik Lamela eftir sendingu Bergwijn en Norwich skoraði tvívegi sá síðustu tíu mínútum fjórða leikhluta. Josip Drmic jafnaði metin og Mario Vrancic skoraði svo úr aukaspyrnu undir lok leiks. Preparations continue at Tottenham Hotspur Stadium.#THFC #COYS pic.twitter.com/q1UNFPUbhP— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) June 12, 2020 Á Old Trafford, heimavelli Man Utd, var West Bromich Albion í heimsókn en liðið leiðir B-deildina sem stendur og stefnir allt í að liðið verði í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Í stað fjögurra leikhluta voru spilaðir tveir 60 mínútna leikir. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, stillti upp mjög jöfnum liðum og því erfitt að lesa í hvaða leikmenn verða í byrjunarliðinu er liðið heimsækir Tottenham eftir sex daga. West Brom vann fyrri leikinn 2-1 en Man Utd þann seinni 3-1 þökk sé tveimur mörkum frá Andreas Pereira og einu frá Tahith Chong. Það helsta úr leiknum má sjá á vefsíðu Man Utd. Finish, @AndrinhoPereira More footage from Old Trafford #MUFC— Manchester United (@ManUtd) June 12, 2020 Bæði lið þurfa nauðsynlega á sigri að halda þegar þau mætast í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans eru sem stendur í 5. sæti með 45 stig, þremur minna en Chelsea sem situr í fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. José Mourinho og hans menn eru í 8. sæti deildarinnar með 41 stig og því sjö stigum á eftir Chelsea að svo stöddu. Það gæti þó farið svo að 5. sætið gefi sæti í Meistaradeildinni ef bann Manchester City frá keppnum á vegum knattspyrnusambands Evrópu standi en félagið á að hafa brotið fjárhagsreglugerð sambandsins. Enn er óvíst hvenær endanleg niðurstaða kemst í það mál.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira