Íslensk uppfinning dregur stórlega úr mengun og orkunotkun álvera Heimir Már Pétursson skrifar 12. júní 2020 20:16 Actus Metals hefur í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands þróað byltingarkennd rafskaut til álframleiðslu sem draga verulega úr mengun og orkunotkun álveranna. Stöð 2/Egill Íslenskir vísindamenn hafa þróað byltingarkennd rafskaut fyrir álvinnslu sem sem endast lengur, draga úr koltísýrungsmengun um allt að þriðjung og framleiða auk þess súrefni. Íslenskir rannsóknarsjóðir sýna framþróun verkefnisins lítinn áhuga. Í skúr við Nýsköpunarmiðstöð Íslands er rekið minnsta álver á Íslandi. Á undanförnum fjórum árum hefur fyrirtækið Actus Metlas undir stjórn vísindamannsins og frumkvöðulsins Jóns Hjaltalín Magnússonar unnið að þróun nýrra rafskauta fyrir áliðnaðinn í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöðina. Rafskautin eru ekki framleidd úr kolum eins og hefðbundin rafskaut heldur sérblönduðum málmi sem endist miklu lengur og þurfa mun minni orku. Þá sparst enn meiri orka við framleiðslu rafskautanna sjálfra sem að auki eru mörg framleidd með kolaorku. Jón Hjaltalín Magnússon frumkvöðull og Guðmundur Gunnarsson fagstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands segja álið með nýju rafskautunum hreinna og umhverfisvænna en ál framleitt með núverandi aðferðum.Stöð 2/Egill Jón Hjaltalín segir íslensku álverin famleiða um 800 þúsund tonn af áli á ári sem valdi um þriðjungi af öllum koltvísýringsútblæstri landsins. „Það er um ein koma sex milljónir tonna af koldíoxíði sem er losað upp í andrúmsloftið. Ef öll þessi álver væru með þessa tækni myndum við minnka losun koltvísýrings á Íslandi um 30 prósent, einn þriðja,“ segir Jón Hjaltalín. Þar með er ekki allt upp talið. Því í stað þess að framleiða koltvísýring með notkun núverandi kolarafskautum framleiða nýju rafskautin beinlínis súrefni. „Þannig að hundrað þúsund tonna álver með þessari tækni mun framleiða súrefni eins og 270 ferkílómetra skógur,“ segir Jón Hjaltalín. Mikilvægt að fá stuðning nýsköpunar- og rannsóknarsjóða Jón Hjaltalín segir samstarfið við Nýsköpunarmiðstöðina undanfarin ár hafi skipt sköpum í þróunarferlinu. En þróunarvinnunni sé ekki lokið. Næsti áfangi muni kosta um 100 milljónir króna. Þá bregði hins vegar svo við að íslenskir rannsóknarsjóðir sýni verkefninu engan áhuga. „Því miður þá sóttum við um í Loftlagssjóð sem stefnir að því að bæta loftslagið en okkur var hafnað. Veistu af hverju? Þeir treystu því ekki að svona lítið íslenskt fyrirtæki komi með góða hugmynd og komi henni á markað,“ segir Jón Hjaltalín. Þá telji sumir sjóðir ekki um nýsköpun að ræða þótt verið sé að bylta rúmlega hundrað ára mengandi tækni sem muni hjálpa Íslendingum að ná markmiðum sínum og skuldbindingum í Parísarsáttmálanum. Guðmundur Gunnarsson bræddi þennan álklump og setti í mót merkt Actus þegar fréttmenn bar að garði í dag.Stöð 2/Egill Áhuginn hjá erlendum stórfyrirtækjum sé hins vegar mikill á þessari tækni og því gæti framleiðsla skautanna hæglega endað í öðru landi en Íslandi. Framleiðsla fyrir öll álver heimsins gæti skapað mikinn fjölda starfa og stuðlað að verulegum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Jón Hjaltalín segir þróun fyrirtækis hans og Nýsköpunarmiðstöðvarinnar hafa skilað raunverulegri lausn sem virki. Til marks um trú álfyrirtækjanna sjálfra hafi einn stærsti álframleiðandi Evrópu, þýska álfyrirtækið Trimet, skrifað undir samning við Actus Metlas í janúar um samstarf við að skala tæknina upp í fulla stærð. „Og í framhaldi af því stefna þeir að því að breyta sínum álverum í umhverfisvæn álver. En þeir eiga fjögur mjög gömul álver, þrjátíu til fimmtíu ára gömul eins og Ísal,“ segir Jón Hjaltalín Magnússon. Nýsköpun Stóriðja Tengdar fréttir Einn möguleikinn að loka álverinu í tvö ár Rio Tinto skoðar nú þann möguleika að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár til að draga úr tapi af rekstri þess. 7. apríl 2020 06:40 Talsmenn nýsköpunar á tyllidögum Í síðustu viku bárust þau tíðindi að raunverulegur möguleiki væri á því að álver Rio Tinto í Straumsvík myndi loka varanlega sínum dyrum. 19. febrúar 2020 09:00 Iðnaðarráðherra myndi fagna því að orkuverð til stóriðju yrði opinbert Iðnaðarráðherra segir að það myndi hjálpa ef allt væri upp á borðum við mat á stöðu Isal, þar með raforkuverðið. 13. febrúar 2020 20:15 Forstjóri Landsvirkjunar segir raforkuverð ekki aðalvandamál Isal Forstjóri Landsvirkjunar segir verð á raforku til álversins í Straumsvík aðeins lítinn hluta af vandamálum fyrirtækisins. Raforkuverðið sé sanngjarnt en meginvandamálið sé lækkun á afurðaverði fyrirtækisins. 12. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Íslenskir vísindamenn hafa þróað byltingarkennd rafskaut fyrir álvinnslu sem sem endast lengur, draga úr koltísýrungsmengun um allt að þriðjung og framleiða auk þess súrefni. Íslenskir rannsóknarsjóðir sýna framþróun verkefnisins lítinn áhuga. Í skúr við Nýsköpunarmiðstöð Íslands er rekið minnsta álver á Íslandi. Á undanförnum fjórum árum hefur fyrirtækið Actus Metlas undir stjórn vísindamannsins og frumkvöðulsins Jóns Hjaltalín Magnússonar unnið að þróun nýrra rafskauta fyrir áliðnaðinn í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöðina. Rafskautin eru ekki framleidd úr kolum eins og hefðbundin rafskaut heldur sérblönduðum málmi sem endist miklu lengur og þurfa mun minni orku. Þá sparst enn meiri orka við framleiðslu rafskautanna sjálfra sem að auki eru mörg framleidd með kolaorku. Jón Hjaltalín Magnússon frumkvöðull og Guðmundur Gunnarsson fagstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands segja álið með nýju rafskautunum hreinna og umhverfisvænna en ál framleitt með núverandi aðferðum.Stöð 2/Egill Jón Hjaltalín segir íslensku álverin famleiða um 800 þúsund tonn af áli á ári sem valdi um þriðjungi af öllum koltvísýringsútblæstri landsins. „Það er um ein koma sex milljónir tonna af koldíoxíði sem er losað upp í andrúmsloftið. Ef öll þessi álver væru með þessa tækni myndum við minnka losun koltvísýrings á Íslandi um 30 prósent, einn þriðja,“ segir Jón Hjaltalín. Þar með er ekki allt upp talið. Því í stað þess að framleiða koltvísýring með notkun núverandi kolarafskautum framleiða nýju rafskautin beinlínis súrefni. „Þannig að hundrað þúsund tonna álver með þessari tækni mun framleiða súrefni eins og 270 ferkílómetra skógur,“ segir Jón Hjaltalín. Mikilvægt að fá stuðning nýsköpunar- og rannsóknarsjóða Jón Hjaltalín segir samstarfið við Nýsköpunarmiðstöðina undanfarin ár hafi skipt sköpum í þróunarferlinu. En þróunarvinnunni sé ekki lokið. Næsti áfangi muni kosta um 100 milljónir króna. Þá bregði hins vegar svo við að íslenskir rannsóknarsjóðir sýni verkefninu engan áhuga. „Því miður þá sóttum við um í Loftlagssjóð sem stefnir að því að bæta loftslagið en okkur var hafnað. Veistu af hverju? Þeir treystu því ekki að svona lítið íslenskt fyrirtæki komi með góða hugmynd og komi henni á markað,“ segir Jón Hjaltalín. Þá telji sumir sjóðir ekki um nýsköpun að ræða þótt verið sé að bylta rúmlega hundrað ára mengandi tækni sem muni hjálpa Íslendingum að ná markmiðum sínum og skuldbindingum í Parísarsáttmálanum. Guðmundur Gunnarsson bræddi þennan álklump og setti í mót merkt Actus þegar fréttmenn bar að garði í dag.Stöð 2/Egill Áhuginn hjá erlendum stórfyrirtækjum sé hins vegar mikill á þessari tækni og því gæti framleiðsla skautanna hæglega endað í öðru landi en Íslandi. Framleiðsla fyrir öll álver heimsins gæti skapað mikinn fjölda starfa og stuðlað að verulegum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Jón Hjaltalín segir þróun fyrirtækis hans og Nýsköpunarmiðstöðvarinnar hafa skilað raunverulegri lausn sem virki. Til marks um trú álfyrirtækjanna sjálfra hafi einn stærsti álframleiðandi Evrópu, þýska álfyrirtækið Trimet, skrifað undir samning við Actus Metlas í janúar um samstarf við að skala tæknina upp í fulla stærð. „Og í framhaldi af því stefna þeir að því að breyta sínum álverum í umhverfisvæn álver. En þeir eiga fjögur mjög gömul álver, þrjátíu til fimmtíu ára gömul eins og Ísal,“ segir Jón Hjaltalín Magnússon.
Nýsköpun Stóriðja Tengdar fréttir Einn möguleikinn að loka álverinu í tvö ár Rio Tinto skoðar nú þann möguleika að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár til að draga úr tapi af rekstri þess. 7. apríl 2020 06:40 Talsmenn nýsköpunar á tyllidögum Í síðustu viku bárust þau tíðindi að raunverulegur möguleiki væri á því að álver Rio Tinto í Straumsvík myndi loka varanlega sínum dyrum. 19. febrúar 2020 09:00 Iðnaðarráðherra myndi fagna því að orkuverð til stóriðju yrði opinbert Iðnaðarráðherra segir að það myndi hjálpa ef allt væri upp á borðum við mat á stöðu Isal, þar með raforkuverðið. 13. febrúar 2020 20:15 Forstjóri Landsvirkjunar segir raforkuverð ekki aðalvandamál Isal Forstjóri Landsvirkjunar segir verð á raforku til álversins í Straumsvík aðeins lítinn hluta af vandamálum fyrirtækisins. Raforkuverðið sé sanngjarnt en meginvandamálið sé lækkun á afurðaverði fyrirtækisins. 12. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Einn möguleikinn að loka álverinu í tvö ár Rio Tinto skoðar nú þann möguleika að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár til að draga úr tapi af rekstri þess. 7. apríl 2020 06:40
Talsmenn nýsköpunar á tyllidögum Í síðustu viku bárust þau tíðindi að raunverulegur möguleiki væri á því að álver Rio Tinto í Straumsvík myndi loka varanlega sínum dyrum. 19. febrúar 2020 09:00
Iðnaðarráðherra myndi fagna því að orkuverð til stóriðju yrði opinbert Iðnaðarráðherra segir að það myndi hjálpa ef allt væri upp á borðum við mat á stöðu Isal, þar með raforkuverðið. 13. febrúar 2020 20:15
Forstjóri Landsvirkjunar segir raforkuverð ekki aðalvandamál Isal Forstjóri Landsvirkjunar segir verð á raforku til álversins í Straumsvík aðeins lítinn hluta af vandamálum fyrirtækisins. Raforkuverðið sé sanngjarnt en meginvandamálið sé lækkun á afurðaverði fyrirtækisins. 12. febrúar 2020 19:30