Alvarlegasta smithættan á djamminu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. júní 2020 17:09 Fimm hundruð manns mega koma saman frá og með næsta mánudegi þegar samkomubanni verður aflétt frekar. Skemmti- og vínveitingastöðum verður áfram lokað klukkan ellefu en óvíst er hvenær því verður breytt. Fimm dagar eru þar til að nýjar reglur um sýnatöku á landamærum vegna kórónuveirunnar taka gildi. Boðað var til upplýsingafundar í dag þar sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fór yfir málið. Ráðherrann greindi frá því á fundinum að á mánudaginn taki jafnframt breytingar á samkomubanninu gildi en þá mega fleiri koma saman en nú. „15. júní ganga líka í gildi nýjar reglur sem lúta að takmörkunum á samkomum þegar hámarksfjöldi á samkomum fer úr tvö hundruð manns í fimm hundruð og takmarkanir varðandi fjölda á sundstöðum og í líkamsræktarstöðvum falla úr gildi,“ sagði Svandís. Vill bíða með að lengja opnunartíma skemmistaða eins lengi og hægt er Loka þarf hins vegar áfram skemmti- og veitingastöðum klukkan ellefu á kvöldin líkt og nú er. Sóttvarnalæknir segir að að minnsta kosti tvær eða þrjár vikur muni líða þar til næstu skref í afléttingu á samkomubanninu verði kynnt. Óvíst er hvort að opnunartími skemmti- og vínveitingastaða verði rýmkaður þá. Þórólfur segir reynslu annarra þjóða sýna það að djammið getur aukið líkur á hópsýkingum.Vísir/Sigurjón „Ég myndi reyna að bíða með það eins lengi og hægt er því ég held, og hef sagt það áður, að ég held að þetta sé alvarlegasta og stærsta smitleiðin, smithættan, að hafa fólk á djamminu saman niðri í bæ í þröngum stöðum. Ég held a það sé mikil áhætta og við höfum reynslu af því og upplýsingar um það erlendis frá,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Á fundinum ítrekaði Alma Möller landlæknir mikilvægi þess að fólk sæki smitrakningarforritið í símana sína sérstaklega núna þegar ferðamenn byrja að koma aftur til landsins. Fyrsti dagurinn verður ekkert sérstaklega erilsamur Starfsfólk Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu mun sjá um sýnatökuna á Keflavíkurflugvelli. „Mér skilst að fyrsta flugvélin lendi alveg um miðnætti þannig að fyrstu klukkutímarnir verða næturvinna,“ segir Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fáa farþega væntanlega til landsins í byrjun næstu viku. „Þetta eru ekkert gríðarlega margir. Það eru í einhverjum flugvélunum eru þrjátíu bókaðir og í öðrum flugvélum eru í kringum hundrað bókaðir. Þannig að fyrsti dagurinn er ekkert sérstaklega erilsamur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Næturlíf Tengdar fréttir Telja minni líkur á hópamyndun á djamminu með styttri opnunartíma Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir yfirvöld hafa áhyggjur af mögulegri hópamyndun í miðbæ Reykjavíkur um komandi helgi eftir að skemmtistöðum, börum og veitingastöðum verður lokað. 26. maí 2020 22:52 Skilur örvæntinguna og ræðir við bareigendur Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að yfirvöld muni heyra í fulltrúum kráareigenda á næstu dögum vegna þeirra takmarkana sem verið hafa á starfsemi skemmtistaða og kráa vegna kórónuveirufaraldursins. 13. maí 2020 11:17 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Fimm hundruð manns mega koma saman frá og með næsta mánudegi þegar samkomubanni verður aflétt frekar. Skemmti- og vínveitingastöðum verður áfram lokað klukkan ellefu en óvíst er hvenær því verður breytt. Fimm dagar eru þar til að nýjar reglur um sýnatöku á landamærum vegna kórónuveirunnar taka gildi. Boðað var til upplýsingafundar í dag þar sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fór yfir málið. Ráðherrann greindi frá því á fundinum að á mánudaginn taki jafnframt breytingar á samkomubanninu gildi en þá mega fleiri koma saman en nú. „15. júní ganga líka í gildi nýjar reglur sem lúta að takmörkunum á samkomum þegar hámarksfjöldi á samkomum fer úr tvö hundruð manns í fimm hundruð og takmarkanir varðandi fjölda á sundstöðum og í líkamsræktarstöðvum falla úr gildi,“ sagði Svandís. Vill bíða með að lengja opnunartíma skemmistaða eins lengi og hægt er Loka þarf hins vegar áfram skemmti- og veitingastöðum klukkan ellefu á kvöldin líkt og nú er. Sóttvarnalæknir segir að að minnsta kosti tvær eða þrjár vikur muni líða þar til næstu skref í afléttingu á samkomubanninu verði kynnt. Óvíst er hvort að opnunartími skemmti- og vínveitingastaða verði rýmkaður þá. Þórólfur segir reynslu annarra þjóða sýna það að djammið getur aukið líkur á hópsýkingum.Vísir/Sigurjón „Ég myndi reyna að bíða með það eins lengi og hægt er því ég held, og hef sagt það áður, að ég held að þetta sé alvarlegasta og stærsta smitleiðin, smithættan, að hafa fólk á djamminu saman niðri í bæ í þröngum stöðum. Ég held a það sé mikil áhætta og við höfum reynslu af því og upplýsingar um það erlendis frá,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Á fundinum ítrekaði Alma Möller landlæknir mikilvægi þess að fólk sæki smitrakningarforritið í símana sína sérstaklega núna þegar ferðamenn byrja að koma aftur til landsins. Fyrsti dagurinn verður ekkert sérstaklega erilsamur Starfsfólk Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu mun sjá um sýnatökuna á Keflavíkurflugvelli. „Mér skilst að fyrsta flugvélin lendi alveg um miðnætti þannig að fyrstu klukkutímarnir verða næturvinna,“ segir Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fáa farþega væntanlega til landsins í byrjun næstu viku. „Þetta eru ekkert gríðarlega margir. Það eru í einhverjum flugvélunum eru þrjátíu bókaðir og í öðrum flugvélum eru í kringum hundrað bókaðir. Þannig að fyrsti dagurinn er ekkert sérstaklega erilsamur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Næturlíf Tengdar fréttir Telja minni líkur á hópamyndun á djamminu með styttri opnunartíma Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir yfirvöld hafa áhyggjur af mögulegri hópamyndun í miðbæ Reykjavíkur um komandi helgi eftir að skemmtistöðum, börum og veitingastöðum verður lokað. 26. maí 2020 22:52 Skilur örvæntinguna og ræðir við bareigendur Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að yfirvöld muni heyra í fulltrúum kráareigenda á næstu dögum vegna þeirra takmarkana sem verið hafa á starfsemi skemmtistaða og kráa vegna kórónuveirufaraldursins. 13. maí 2020 11:17 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Telja minni líkur á hópamyndun á djamminu með styttri opnunartíma Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir yfirvöld hafa áhyggjur af mögulegri hópamyndun í miðbæ Reykjavíkur um komandi helgi eftir að skemmtistöðum, börum og veitingastöðum verður lokað. 26. maí 2020 22:52
Skilur örvæntinguna og ræðir við bareigendur Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að yfirvöld muni heyra í fulltrúum kráareigenda á næstu dögum vegna þeirra takmarkana sem verið hafa á starfsemi skemmtistaða og kráa vegna kórónuveirufaraldursins. 13. maí 2020 11:17
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda