Íslenskum lögreglumönnum kennt að setja aldrei þrýsting á háls við handtöku Atli Ísleifsson skrifar 11. júní 2020 07:39 Í svari embættis ríkislögreglustjóra segir að í þjálfun lögreglumanna hér á landi sé kennt að þegar handjárna þurfi einstakling sem liggi á maganum verði að gæta vel að því hvar þeir setji þungann á viðkomandi. Vísir/Vilhelm Íslenskir lögreglumenn hvorki beita þeim aðferðum við handtöku sem beitt var gegn George Floyd í Minnesota í Bandaríkjunum, né eru þeim kenndar slíkar aðferðir í þjálfun eða námi hér á landi. Þetta kemur fram í svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu um hvernig embættið líti á handtökuaðferðir bandaríska lögreglumannsins sem hélt Floyd niðri í tæpar níu mínútur með því að beita hnénu að hálsi, og hvað íslenskum lögreglunemum sé kennt um hvaða aðferðum skuli beitt við handtökur. „Þvert á móti er brýnt fyrir íslenskum lögreglumönnum að gæta sérstaklega að viðkvæmum svæðum ef grípa þarf til valdbeitingarúrræða. Eitt af því sem kennt er í þjálfun lögreglumanna er að setja aldrei þrýsting á háls eða öndunarveg fólks,“ segir í svari embættisins. Dauði George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunna í Minneapolis í síðustu viku hefur valdið mikilli reiði í Bandaríkjunum og víða um heim. Hann lést eftir að lögreglumaður hvíldi hné sitt á hálsinum á honum í um níu mínútur á meðan þrír aðrir lögregluþjónar stóðu hjá. Þeir hafa nú verið ákærðir fyrir morð eða aðild að morði. Skjáskot úr myndbandi af umræddri handtöku á George Floyd í Minneapolis í síðasta mánuði. Floyd lést vegna köfnunar. Gæti vel að því hvar þeir setja þungann á viðkomandi Í svari embættis ríkislögreglustjóra segir að í þjálfun lögreglumanna hér á landi sé kennt að þegar handjárna þurfi einstakling sem liggi á maganum verði að gæta vel að því hvar þeir setji þungann á viðkomandi. „Lögreglumönnum er kennt að styðja sig með hægri eða vinstri hönd, setja svo hné yfir herðablað og mitt bak. Snúa á hnjám 45 gráður út frá höfði, þannig að hné komi aldrei nálægt hálsi þess handtekna. Alls ekki skal setja hné á háls, hnakka eða höfuð á liggjandi manneskju og passa að setja ekki allan þunga á bak viðkomandi heldur standa í tábergið svo hægt sé að stýra þunganum betur. Þessi aðferð hefur verið kennd öllum lögreglunemum sem farið hafa í gegnum námið hér á landi síðustu áratugi. Það hefur ávallt verið sérstök áhersla lögð á að þjálfa fólk í réttri notkun þessara líkamlegu valdbeitingaraðferða og ennfremur að þeim skuli beitt sparlega,“ segir í svarinu. Útför George Floyd var gerð frá Houston í Bandaríkjunum í gær.Getty Festa hinn handtekna í læsta hliðarlegu Áfram segir að þegar einstaklingurinn sé kominn í handjárn, liggjandi á maganum, þá skuli snúa honum á hliðina til þess að auðvelda öndun, festa hann í læsta hliðarlegu og undirbúa til flutnings í lögreglubíl eða á öruggan stað. „Lögreglunemum og lögreglumönnum er einnig kennt að fylgjast með andardrætti og líðan þess sem verið er að handtaka og gæta þess að handtakan valdi sem minnstum óþægindum.“ Áréttað er að valdbeiting lögreglu er ávallt neyðarúrræði. „Valdbeitingu við handtökur er einungis beitt þegar tryggja þarf öryggi lögreglufólks eða almennra borgara. Þá skal stig valdbeitingar vera í samræmi við aðstæður hverju sinni, líkt og fram kemur í lögum.“ Ennfremur er tekið fram í svarinu að aldrei skuli umbera ofbeldi eða kynþáttahatur, hverjar sem birtingarmyndir þess eru. Lögreglan Dauði George Floyd Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira
Íslenskir lögreglumenn hvorki beita þeim aðferðum við handtöku sem beitt var gegn George Floyd í Minnesota í Bandaríkjunum, né eru þeim kenndar slíkar aðferðir í þjálfun eða námi hér á landi. Þetta kemur fram í svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu um hvernig embættið líti á handtökuaðferðir bandaríska lögreglumannsins sem hélt Floyd niðri í tæpar níu mínútur með því að beita hnénu að hálsi, og hvað íslenskum lögreglunemum sé kennt um hvaða aðferðum skuli beitt við handtökur. „Þvert á móti er brýnt fyrir íslenskum lögreglumönnum að gæta sérstaklega að viðkvæmum svæðum ef grípa þarf til valdbeitingarúrræða. Eitt af því sem kennt er í þjálfun lögreglumanna er að setja aldrei þrýsting á háls eða öndunarveg fólks,“ segir í svari embættisins. Dauði George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunna í Minneapolis í síðustu viku hefur valdið mikilli reiði í Bandaríkjunum og víða um heim. Hann lést eftir að lögreglumaður hvíldi hné sitt á hálsinum á honum í um níu mínútur á meðan þrír aðrir lögregluþjónar stóðu hjá. Þeir hafa nú verið ákærðir fyrir morð eða aðild að morði. Skjáskot úr myndbandi af umræddri handtöku á George Floyd í Minneapolis í síðasta mánuði. Floyd lést vegna köfnunar. Gæti vel að því hvar þeir setja þungann á viðkomandi Í svari embættis ríkislögreglustjóra segir að í þjálfun lögreglumanna hér á landi sé kennt að þegar handjárna þurfi einstakling sem liggi á maganum verði að gæta vel að því hvar þeir setji þungann á viðkomandi. „Lögreglumönnum er kennt að styðja sig með hægri eða vinstri hönd, setja svo hné yfir herðablað og mitt bak. Snúa á hnjám 45 gráður út frá höfði, þannig að hné komi aldrei nálægt hálsi þess handtekna. Alls ekki skal setja hné á háls, hnakka eða höfuð á liggjandi manneskju og passa að setja ekki allan þunga á bak viðkomandi heldur standa í tábergið svo hægt sé að stýra þunganum betur. Þessi aðferð hefur verið kennd öllum lögreglunemum sem farið hafa í gegnum námið hér á landi síðustu áratugi. Það hefur ávallt verið sérstök áhersla lögð á að þjálfa fólk í réttri notkun þessara líkamlegu valdbeitingaraðferða og ennfremur að þeim skuli beitt sparlega,“ segir í svarinu. Útför George Floyd var gerð frá Houston í Bandaríkjunum í gær.Getty Festa hinn handtekna í læsta hliðarlegu Áfram segir að þegar einstaklingurinn sé kominn í handjárn, liggjandi á maganum, þá skuli snúa honum á hliðina til þess að auðvelda öndun, festa hann í læsta hliðarlegu og undirbúa til flutnings í lögreglubíl eða á öruggan stað. „Lögreglunemum og lögreglumönnum er einnig kennt að fylgjast með andardrætti og líðan þess sem verið er að handtaka og gæta þess að handtakan valdi sem minnstum óþægindum.“ Áréttað er að valdbeiting lögreglu er ávallt neyðarúrræði. „Valdbeitingu við handtökur er einungis beitt þegar tryggja þarf öryggi lögreglufólks eða almennra borgara. Þá skal stig valdbeitingar vera í samræmi við aðstæður hverju sinni, líkt og fram kemur í lögum.“ Ennfremur er tekið fram í svarinu að aldrei skuli umbera ofbeldi eða kynþáttahatur, hverjar sem birtingarmyndir þess eru.
Lögreglan Dauði George Floyd Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira