Gætu þurft að hætta rannsókn ef fleiri vísbendingar berast ekki Sylvía Hall skrifar 9. júní 2020 22:43 Saksóknarar segjast hafa nægilega sterk sönnunargögn til þess að fullyrða að Madeleine sé látin en ekki nóg til þess að ákæra hinn 43 ára gamla Christian Brückner. AP/GETTY Rannsakendur í Þýskalandi segjast búa yfir verulegum sönnunargögnum sem benda til þess að Madeleine McCann sé látin. Saksóknarar gætu þó neyðst til þess að hætta rannsókn ef almenningur býr ekki yfir frekari upplýsingum um hvarf hennar. Þetta kemur fram á vef BBC þar sem er haft eftir þeim sem fara með rannsókn málsins að sönnunargögnin séu sannfærandi en ekki nóg til þess að höfða mál gegn hinum grunaða Christian Brückner. Brükcner er 43 ára þýskur fangi og hefur meðal annars hlotið dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Hann afplánar nú sjö ára fangelsisdóm í Þýskalandi fyrir fíkniefnasölu en hann hafði einnig verið dæmdur fyrir nauðgun á bandarískri konu á Algarve í Portúgal þar sem fjölskylda Madeleine dvaldi þegar hún hvarf frá hótelherbergi sínu. Nauðgunin átti sér stað árið 2005. Í samtali við BBC segir Hans Christian Wolters, saksóknari í Braunschweig, að sönnunargögnin sem eru til staðar bendi til þess að hann hafi myrt Madeleine. Þó þau séu ekki nægilega sterk til þess að fara með þau fyrir dómstóla séu þau nægilega sannfærandi til þess að fullyrða að hún sé látin og að hann beri ábyrgð á því. „Maður þarf að vera hreinskilinn og vera tilbúinn að horfast í augu við það að rannsókn okkar gæti endað án þess að ákært verði í málinu, og að það endi líkt og önnur hafa,“ sagði Wolters sem kveðst þó vera bjartsýnn á að svo verði ekki. „Við erum bjartsýn á að það verði öðruvísi núna en svo það verði þurfum við frekari upplýsingar.“ Samhliða rannsókn á hvarfi Madeleine hefur lögreglan í Þýskalandi hefur tekið hvarf drengsins René Hasee, sem hvarf sporlaust í Portúgal árið 1996, aftur til rannsóknar. Telja þau mögulegt að sami maður beri ábyrgð á hvarfi drengsins. Þá er hann einnig talinn geta tengst hvarfi hinnar fimm ára gömlu Ingu Gehrike sem hvarf árið 2015 í Þýskalandi. Stúlkan hvarf úr grillveislu fjölskyldu sinnar í Saxlandi-Anhalt og talið er að hún hafi týnst eftir að hafa haldið inn í skóg í leit að eldivið. Madeleine McCann Þýskaland Tengdar fréttir Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist hvarfi sex ára drengs Lögreglan í Þýskalandi hefur tekið hvarf drengsins René Hasee, sem hvarf sporlaust í Portúgal árið 1996, aftur til rannsóknar. Lögreglan kannar nú hvort maður sem grunaður er um að tengjast hvarfi hinnar bresku Madeleine McCann árið 2007, kunni að bera ábyrgð á hvarfi René. 8. júní 2020 19:08 Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist sambærilegu mannshvarfi Lögregla í Þýskalandi hefur tekið hvarf stúlkunnar Inga Gehrike, sem hvarf sporlaust árið 2015, þá fimm ára gömul, til rannsóknar á ný. 5. júní 2020 14:11 Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. 4. júní 2020 22:36 Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Rannsakendur í Þýskalandi segjast búa yfir verulegum sönnunargögnum sem benda til þess að Madeleine McCann sé látin. Saksóknarar gætu þó neyðst til þess að hætta rannsókn ef almenningur býr ekki yfir frekari upplýsingum um hvarf hennar. Þetta kemur fram á vef BBC þar sem er haft eftir þeim sem fara með rannsókn málsins að sönnunargögnin séu sannfærandi en ekki nóg til þess að höfða mál gegn hinum grunaða Christian Brückner. Brükcner er 43 ára þýskur fangi og hefur meðal annars hlotið dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Hann afplánar nú sjö ára fangelsisdóm í Þýskalandi fyrir fíkniefnasölu en hann hafði einnig verið dæmdur fyrir nauðgun á bandarískri konu á Algarve í Portúgal þar sem fjölskylda Madeleine dvaldi þegar hún hvarf frá hótelherbergi sínu. Nauðgunin átti sér stað árið 2005. Í samtali við BBC segir Hans Christian Wolters, saksóknari í Braunschweig, að sönnunargögnin sem eru til staðar bendi til þess að hann hafi myrt Madeleine. Þó þau séu ekki nægilega sterk til þess að fara með þau fyrir dómstóla séu þau nægilega sannfærandi til þess að fullyrða að hún sé látin og að hann beri ábyrgð á því. „Maður þarf að vera hreinskilinn og vera tilbúinn að horfast í augu við það að rannsókn okkar gæti endað án þess að ákært verði í málinu, og að það endi líkt og önnur hafa,“ sagði Wolters sem kveðst þó vera bjartsýnn á að svo verði ekki. „Við erum bjartsýn á að það verði öðruvísi núna en svo það verði þurfum við frekari upplýsingar.“ Samhliða rannsókn á hvarfi Madeleine hefur lögreglan í Þýskalandi hefur tekið hvarf drengsins René Hasee, sem hvarf sporlaust í Portúgal árið 1996, aftur til rannsóknar. Telja þau mögulegt að sami maður beri ábyrgð á hvarfi drengsins. Þá er hann einnig talinn geta tengst hvarfi hinnar fimm ára gömlu Ingu Gehrike sem hvarf árið 2015 í Þýskalandi. Stúlkan hvarf úr grillveislu fjölskyldu sinnar í Saxlandi-Anhalt og talið er að hún hafi týnst eftir að hafa haldið inn í skóg í leit að eldivið.
Madeleine McCann Þýskaland Tengdar fréttir Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist hvarfi sex ára drengs Lögreglan í Þýskalandi hefur tekið hvarf drengsins René Hasee, sem hvarf sporlaust í Portúgal árið 1996, aftur til rannsóknar. Lögreglan kannar nú hvort maður sem grunaður er um að tengjast hvarfi hinnar bresku Madeleine McCann árið 2007, kunni að bera ábyrgð á hvarfi René. 8. júní 2020 19:08 Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist sambærilegu mannshvarfi Lögregla í Þýskalandi hefur tekið hvarf stúlkunnar Inga Gehrike, sem hvarf sporlaust árið 2015, þá fimm ára gömul, til rannsóknar á ný. 5. júní 2020 14:11 Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. 4. júní 2020 22:36 Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist hvarfi sex ára drengs Lögreglan í Þýskalandi hefur tekið hvarf drengsins René Hasee, sem hvarf sporlaust í Portúgal árið 1996, aftur til rannsóknar. Lögreglan kannar nú hvort maður sem grunaður er um að tengjast hvarfi hinnar bresku Madeleine McCann árið 2007, kunni að bera ábyrgð á hvarfi René. 8. júní 2020 19:08
Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist sambærilegu mannshvarfi Lögregla í Þýskalandi hefur tekið hvarf stúlkunnar Inga Gehrike, sem hvarf sporlaust árið 2015, þá fimm ára gömul, til rannsóknar á ný. 5. júní 2020 14:11
Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. 4. júní 2020 22:36
Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13