Geitungarnir eiga „ábyggilega eftir að koma“ Sylvía Hall skrifar 9. júní 2020 21:10 Útlit er fyrir að færri geitungar séu á sveimi nú en undanfarin ár. Vísir/Getty Steinar Marberg Egilsson meindýraeyðir segir margt geta útskýrt færri geitunga nú en undanfarin ár, en sjálfur man hann ekki eftir því að hafa séð svo fáa geitunga. Það komi þó á óvart hversu fáir þeir eru miðað við hversu gott vorið var, en allt hafi bent til þess að það yrði meira af geitungum og hunangsflugum. „Þetta getur verið eitthvað í náttúrunni. Það hefur komið fyrir að geitungar hafi drepist niður vegna myglu sem hefur myndast í búum hjá þeim. Það er svo margt sem gæti útskýrt þetta,“ sagði Steinar í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir þó ekki útilokað að geitungarnir komi og telur það raunar líklegt. Hann geti jafnvel tvíeflst ef lífsskilyrði eru góð og geitungabúin ná að verða stór. Þá myndu Íslendingar fara að taka eftir þeim í júlí mánuði, en þá eru þeir meira á ferðinni að hans sögn. Það myndi þó ekki leiða til þess að geitungarnir yrðu sjáanlegir lengur en vanalega. „Það er nú þannig í þessum hring hjá þeim, þá koma þessi karldýr síðast á haustin í búin og frjóvga drottningar næsta árs og það virðist alltaf vera á svipuðum tíma,“ segir Steinar og bætir við að nánast eini tilgangur karldýranna er að fjölga sér. „Þeir verða alltaf hálfvitlausir þegar þeir fara að yfirgefa búin því þá fara þeir að leita í sykur og kók og bjórinn og allt þetta til að byggja upp forða fyrir veturinn. Þá verða þeir árásargjarnari en dagsdaglega,“ útskýrði Steinar. Ólíklegt að fleiri rottur séu á ferli Humlan mætti þó á svæðið á svipuðum tíma og vanalega og segir Steinar Íslendinga mega búast við því að sjá meira af þeim næstu vikur. Það sé þó ekkert til þess að stressa sig á. „Þær eru voðalega góðar og við eigum ekkert að eiga neitt við þær, þær gera ekki neitt nema bara til góðs.“ Aðspurður hvort fleiri rottur séu á ferli nú en áður telur hann svo ekki vera. Fyrir nokkrum árum hafi verið mikið um rottur vegna þess að engar skolphreinsistöðvar voru til staðar en nú sé miklu minna af rottum á höfuðborgarsvæðinu. „En þú verður kannski meira var við rottur núna af því það er mikið á vorin verið að malbika og taka upp af götunum holræsalokin. Þær eiga þá til að kíkja upp og líka það að ungarnir eru orðnir unglingar snemma á vorin og vilja fara út og skoða heiminn. Fólk verður kannski meira vart við það,“ segir Steinar og bætir við að það sé yfirleitt bundið við framkvæmdasvæði. Dýr Reykjavík síðdegis Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Steinar Marberg Egilsson meindýraeyðir segir margt geta útskýrt færri geitunga nú en undanfarin ár, en sjálfur man hann ekki eftir því að hafa séð svo fáa geitunga. Það komi þó á óvart hversu fáir þeir eru miðað við hversu gott vorið var, en allt hafi bent til þess að það yrði meira af geitungum og hunangsflugum. „Þetta getur verið eitthvað í náttúrunni. Það hefur komið fyrir að geitungar hafi drepist niður vegna myglu sem hefur myndast í búum hjá þeim. Það er svo margt sem gæti útskýrt þetta,“ sagði Steinar í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir þó ekki útilokað að geitungarnir komi og telur það raunar líklegt. Hann geti jafnvel tvíeflst ef lífsskilyrði eru góð og geitungabúin ná að verða stór. Þá myndu Íslendingar fara að taka eftir þeim í júlí mánuði, en þá eru þeir meira á ferðinni að hans sögn. Það myndi þó ekki leiða til þess að geitungarnir yrðu sjáanlegir lengur en vanalega. „Það er nú þannig í þessum hring hjá þeim, þá koma þessi karldýr síðast á haustin í búin og frjóvga drottningar næsta árs og það virðist alltaf vera á svipuðum tíma,“ segir Steinar og bætir við að nánast eini tilgangur karldýranna er að fjölga sér. „Þeir verða alltaf hálfvitlausir þegar þeir fara að yfirgefa búin því þá fara þeir að leita í sykur og kók og bjórinn og allt þetta til að byggja upp forða fyrir veturinn. Þá verða þeir árásargjarnari en dagsdaglega,“ útskýrði Steinar. Ólíklegt að fleiri rottur séu á ferli Humlan mætti þó á svæðið á svipuðum tíma og vanalega og segir Steinar Íslendinga mega búast við því að sjá meira af þeim næstu vikur. Það sé þó ekkert til þess að stressa sig á. „Þær eru voðalega góðar og við eigum ekkert að eiga neitt við þær, þær gera ekki neitt nema bara til góðs.“ Aðspurður hvort fleiri rottur séu á ferli nú en áður telur hann svo ekki vera. Fyrir nokkrum árum hafi verið mikið um rottur vegna þess að engar skolphreinsistöðvar voru til staðar en nú sé miklu minna af rottum á höfuðborgarsvæðinu. „En þú verður kannski meira var við rottur núna af því það er mikið á vorin verið að malbika og taka upp af götunum holræsalokin. Þær eiga þá til að kíkja upp og líka það að ungarnir eru orðnir unglingar snemma á vorin og vilja fara út og skoða heiminn. Fólk verður kannski meira vart við það,“ segir Steinar og bætir við að það sé yfirleitt bundið við framkvæmdasvæði.
Dýr Reykjavík síðdegis Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira