Geitungarnir eiga „ábyggilega eftir að koma“ Sylvía Hall skrifar 9. júní 2020 21:10 Útlit er fyrir að færri geitungar séu á sveimi nú en undanfarin ár. Vísir/Getty Steinar Marberg Egilsson meindýraeyðir segir margt geta útskýrt færri geitunga nú en undanfarin ár, en sjálfur man hann ekki eftir því að hafa séð svo fáa geitunga. Það komi þó á óvart hversu fáir þeir eru miðað við hversu gott vorið var, en allt hafi bent til þess að það yrði meira af geitungum og hunangsflugum. „Þetta getur verið eitthvað í náttúrunni. Það hefur komið fyrir að geitungar hafi drepist niður vegna myglu sem hefur myndast í búum hjá þeim. Það er svo margt sem gæti útskýrt þetta,“ sagði Steinar í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir þó ekki útilokað að geitungarnir komi og telur það raunar líklegt. Hann geti jafnvel tvíeflst ef lífsskilyrði eru góð og geitungabúin ná að verða stór. Þá myndu Íslendingar fara að taka eftir þeim í júlí mánuði, en þá eru þeir meira á ferðinni að hans sögn. Það myndi þó ekki leiða til þess að geitungarnir yrðu sjáanlegir lengur en vanalega. „Það er nú þannig í þessum hring hjá þeim, þá koma þessi karldýr síðast á haustin í búin og frjóvga drottningar næsta árs og það virðist alltaf vera á svipuðum tíma,“ segir Steinar og bætir við að nánast eini tilgangur karldýranna er að fjölga sér. „Þeir verða alltaf hálfvitlausir þegar þeir fara að yfirgefa búin því þá fara þeir að leita í sykur og kók og bjórinn og allt þetta til að byggja upp forða fyrir veturinn. Þá verða þeir árásargjarnari en dagsdaglega,“ útskýrði Steinar. Ólíklegt að fleiri rottur séu á ferli Humlan mætti þó á svæðið á svipuðum tíma og vanalega og segir Steinar Íslendinga mega búast við því að sjá meira af þeim næstu vikur. Það sé þó ekkert til þess að stressa sig á. „Þær eru voðalega góðar og við eigum ekkert að eiga neitt við þær, þær gera ekki neitt nema bara til góðs.“ Aðspurður hvort fleiri rottur séu á ferli nú en áður telur hann svo ekki vera. Fyrir nokkrum árum hafi verið mikið um rottur vegna þess að engar skolphreinsistöðvar voru til staðar en nú sé miklu minna af rottum á höfuðborgarsvæðinu. „En þú verður kannski meira var við rottur núna af því það er mikið á vorin verið að malbika og taka upp af götunum holræsalokin. Þær eiga þá til að kíkja upp og líka það að ungarnir eru orðnir unglingar snemma á vorin og vilja fara út og skoða heiminn. Fólk verður kannski meira vart við það,“ segir Steinar og bætir við að það sé yfirleitt bundið við framkvæmdasvæði. Dýr Reykjavík síðdegis Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Steinar Marberg Egilsson meindýraeyðir segir margt geta útskýrt færri geitunga nú en undanfarin ár, en sjálfur man hann ekki eftir því að hafa séð svo fáa geitunga. Það komi þó á óvart hversu fáir þeir eru miðað við hversu gott vorið var, en allt hafi bent til þess að það yrði meira af geitungum og hunangsflugum. „Þetta getur verið eitthvað í náttúrunni. Það hefur komið fyrir að geitungar hafi drepist niður vegna myglu sem hefur myndast í búum hjá þeim. Það er svo margt sem gæti útskýrt þetta,“ sagði Steinar í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir þó ekki útilokað að geitungarnir komi og telur það raunar líklegt. Hann geti jafnvel tvíeflst ef lífsskilyrði eru góð og geitungabúin ná að verða stór. Þá myndu Íslendingar fara að taka eftir þeim í júlí mánuði, en þá eru þeir meira á ferðinni að hans sögn. Það myndi þó ekki leiða til þess að geitungarnir yrðu sjáanlegir lengur en vanalega. „Það er nú þannig í þessum hring hjá þeim, þá koma þessi karldýr síðast á haustin í búin og frjóvga drottningar næsta árs og það virðist alltaf vera á svipuðum tíma,“ segir Steinar og bætir við að nánast eini tilgangur karldýranna er að fjölga sér. „Þeir verða alltaf hálfvitlausir þegar þeir fara að yfirgefa búin því þá fara þeir að leita í sykur og kók og bjórinn og allt þetta til að byggja upp forða fyrir veturinn. Þá verða þeir árásargjarnari en dagsdaglega,“ útskýrði Steinar. Ólíklegt að fleiri rottur séu á ferli Humlan mætti þó á svæðið á svipuðum tíma og vanalega og segir Steinar Íslendinga mega búast við því að sjá meira af þeim næstu vikur. Það sé þó ekkert til þess að stressa sig á. „Þær eru voðalega góðar og við eigum ekkert að eiga neitt við þær, þær gera ekki neitt nema bara til góðs.“ Aðspurður hvort fleiri rottur séu á ferli nú en áður telur hann svo ekki vera. Fyrir nokkrum árum hafi verið mikið um rottur vegna þess að engar skolphreinsistöðvar voru til staðar en nú sé miklu minna af rottum á höfuðborgarsvæðinu. „En þú verður kannski meira var við rottur núna af því það er mikið á vorin verið að malbika og taka upp af götunum holræsalokin. Þær eiga þá til að kíkja upp og líka það að ungarnir eru orðnir unglingar snemma á vorin og vilja fara út og skoða heiminn. Fólk verður kannski meira vart við það,“ segir Steinar og bætir við að það sé yfirleitt bundið við framkvæmdasvæði.
Dýr Reykjavík síðdegis Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira