Svandís vonar að ekki komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2020 19:20 Heilbrigðisráðherra segir bæði formlegar og óformlegar viðræður eiga sér stað til lausnar á kjaradeilu ríkisins og hjúkrunarfræðinga og hún voni að deilan leysist áður en til aðgerða þeirra komi eftir um hálfan mánuð. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherrsa kynntu aðgerðir í dag til að fjölga útskrifuðum hjúkrunarfræðingum. Svandís segir að unnið hafi verið að því frá því í fyrra haust að móta aðgerðir til að fjölga nemendum í læknisfræði, hjúkrunarfræði og sjúkraliðanámi. Þá verður boðið upp á nám í sjúkraþjálfun á háskólastigi við Háskólann á Akureyri. „Við erum að tala um að ráðist verði í að undirbúa fagnám á háskólastigi fyrir tuttugu sjúkraliða á ári við Háskólann á Akureyri. Það nám hefjist haustið 2021. En strax nú í haust hefjist undirbúningur í þeim efnum,“ segir Svandís. Þá verði skref stigið til að fjölga hjúkrunarfræðingum meðal annars með því að bjóða upp á BS nám í hjúkrunarfræði fyrir þá sem hafi lokið öðru háskólaprófi og hafi verið í þróun í töluverðan tíma, auk fjölgunar í inntöku í almennt hjúkrunarnám. Heilbrigðis- og menntamálaráðherra kynntu aðgerðir í morgun til að fjölga nemendum í hjúkrunarfræði og til að koma á sjúkraliðanámi á háskólastigi frá og með haustinu 2021.Stöð 2/Baldur „En við erum hér að tala um að bæta við tuttugu nemendum í haust í þessu námi við Háskóla Íslands og tuttugu nemendur í grunnnámi við Háskólann á Akureyri til BS prófs í hjúkrunarfræði. Þannig að við erum að tala um fjörtíu til viðbótar þarna,“ sagði Svandís. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir þetta mikilvægt skref í að bæta menntakerfið og í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi fjölgun kennara. Þegar ríkisstjórnin tók við hafi tíu ára spá gert ráð fyrir að þörf yrði á fleiri kennurum. „Við réðumst þar í markvissar aðgerðir og höfum algerlega náð að snúa við þróuninni. Til að mynda er 120 prósent aukning í leikskólakennarann á framhaldsskólastigi sem eru algerlega frábærar fréttir. Við erum að fjárfesta markvisst í mentun til að styrkja samfélagið okkar,“ segir Lilja. Hjúkrunarfræðingar hafa boðað til verkfallsaðgerða frá og með 22. júní en ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í deilu þeirra á fimmtudag. Svandís segir heilbrigðismál alltaf á dagskrá. „Þannig að þessi tillaga sprettur ekki bara upp úr því umhverfi sem við erum í núna varðandi kjaraviðræður við hjúkrunarfræðinga. Og heldur ekki þeirri staðreynd að við erum búin að vera að glíma við covid19 í vetur, heldur vegna þess að við erum búinn að undirbúa okkur undir þetta með löngum aðdraganda,“ segir Svandís. Hún vilji leggja allt að mörkum til að samningar náist sem fyrst við hjúkrunarfræðinga. „En Það eru samtöl í gangi, bæði formlega og óformleg og ég auðvitað vonast til að við náum að leysa þetta í tæka tíð.“ Þannig að það verði ekki að aðgerðum? „Já, þannig að það verði ekki að aðgerðum,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fleiri verða teknir í nám í hjúkrun og boðið upp á sjúkraliðanám á diplómastigi Gripið verður til ráðstafana til að fjölga nemum í hjúkrunarfræði um árlega um tuttugu í Haskóla Íslands og annað eins við Háskólann á Akureyri. Auk þess verður boðið upp á sjúkraliðanám á diplómastigi haustið 2021 fyrir norðan. 9. júní 2020 14:16 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir bæði formlegar og óformlegar viðræður eiga sér stað til lausnar á kjaradeilu ríkisins og hjúkrunarfræðinga og hún voni að deilan leysist áður en til aðgerða þeirra komi eftir um hálfan mánuð. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherrsa kynntu aðgerðir í dag til að fjölga útskrifuðum hjúkrunarfræðingum. Svandís segir að unnið hafi verið að því frá því í fyrra haust að móta aðgerðir til að fjölga nemendum í læknisfræði, hjúkrunarfræði og sjúkraliðanámi. Þá verður boðið upp á nám í sjúkraþjálfun á háskólastigi við Háskólann á Akureyri. „Við erum að tala um að ráðist verði í að undirbúa fagnám á háskólastigi fyrir tuttugu sjúkraliða á ári við Háskólann á Akureyri. Það nám hefjist haustið 2021. En strax nú í haust hefjist undirbúningur í þeim efnum,“ segir Svandís. Þá verði skref stigið til að fjölga hjúkrunarfræðingum meðal annars með því að bjóða upp á BS nám í hjúkrunarfræði fyrir þá sem hafi lokið öðru háskólaprófi og hafi verið í þróun í töluverðan tíma, auk fjölgunar í inntöku í almennt hjúkrunarnám. Heilbrigðis- og menntamálaráðherra kynntu aðgerðir í morgun til að fjölga nemendum í hjúkrunarfræði og til að koma á sjúkraliðanámi á háskólastigi frá og með haustinu 2021.Stöð 2/Baldur „En við erum hér að tala um að bæta við tuttugu nemendum í haust í þessu námi við Háskóla Íslands og tuttugu nemendur í grunnnámi við Háskólann á Akureyri til BS prófs í hjúkrunarfræði. Þannig að við erum að tala um fjörtíu til viðbótar þarna,“ sagði Svandís. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir þetta mikilvægt skref í að bæta menntakerfið og í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi fjölgun kennara. Þegar ríkisstjórnin tók við hafi tíu ára spá gert ráð fyrir að þörf yrði á fleiri kennurum. „Við réðumst þar í markvissar aðgerðir og höfum algerlega náð að snúa við þróuninni. Til að mynda er 120 prósent aukning í leikskólakennarann á framhaldsskólastigi sem eru algerlega frábærar fréttir. Við erum að fjárfesta markvisst í mentun til að styrkja samfélagið okkar,“ segir Lilja. Hjúkrunarfræðingar hafa boðað til verkfallsaðgerða frá og með 22. júní en ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í deilu þeirra á fimmtudag. Svandís segir heilbrigðismál alltaf á dagskrá. „Þannig að þessi tillaga sprettur ekki bara upp úr því umhverfi sem við erum í núna varðandi kjaraviðræður við hjúkrunarfræðinga. Og heldur ekki þeirri staðreynd að við erum búin að vera að glíma við covid19 í vetur, heldur vegna þess að við erum búinn að undirbúa okkur undir þetta með löngum aðdraganda,“ segir Svandís. Hún vilji leggja allt að mörkum til að samningar náist sem fyrst við hjúkrunarfræðinga. „En Það eru samtöl í gangi, bæði formlega og óformleg og ég auðvitað vonast til að við náum að leysa þetta í tæka tíð.“ Þannig að það verði ekki að aðgerðum? „Já, þannig að það verði ekki að aðgerðum,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fleiri verða teknir í nám í hjúkrun og boðið upp á sjúkraliðanám á diplómastigi Gripið verður til ráðstafana til að fjölga nemum í hjúkrunarfræði um árlega um tuttugu í Haskóla Íslands og annað eins við Háskólann á Akureyri. Auk þess verður boðið upp á sjúkraliðanám á diplómastigi haustið 2021 fyrir norðan. 9. júní 2020 14:16 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira
Fleiri verða teknir í nám í hjúkrun og boðið upp á sjúkraliðanám á diplómastigi Gripið verður til ráðstafana til að fjölga nemum í hjúkrunarfræði um árlega um tuttugu í Haskóla Íslands og annað eins við Háskólann á Akureyri. Auk þess verður boðið upp á sjúkraliðanám á diplómastigi haustið 2021 fyrir norðan. 9. júní 2020 14:16