Meintur njósnari fyrir CIA og Mossad dæmdur til dauða í Íran Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2020 09:05 Qassem Soleimani var felldur í loftárás Bandaríkjanna í Írak í byrjun árs. EPA/YAHYA ARHAB Írani sem sagður er hafa útvegað leyniþjónustum Bandaríkjanna og Ísrael upplýsingar um ferðir hershöfðingjans Qassem Soleimani, sem felldur var í loftárás í byrjun janúar, verður tekinn af lífi. Yfirvöld Íran sendur frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að maðurinn, sem kallaður er njósnari fyrir CIA og Mossad, hafi verið dæmdur til dauða. Maðurinn dauðadæmdi heitir Mahmoud Mousavi Majd en að öðru leyti veitti Gholamhossein Esmaili, talsmaður dómsmálaráðuneytisins, litlar upplýsingar um hann. Sömuleiðis liggur ekki fyrir hvenær Majd verður tekinn af lífi. Það mun þó verða innan skamms, samkvæmt frétt Times of Israel. Soleimani var yfirmaður sérsveita íranska byltingarvarðarins og stýrði Quds-sveitum Íran, sem eru þær sveitir hersins sem starfa utan landamæra ríkisins. Hann var í raun einn valdamesti maður landsins. Hershöfðingjar Bandaríkjanna segja Soleimani hafa um árabil herjað á Bandaríkin og bandamenn þeirra í Mið-Austurlöndum. Hann hafi borið ábyrgð á dauða bandarískra hermanna allt frá 2003 þegar Bandaríkin gerðu innrás í Írak. Hann hafi hjálpað skæruliðum þar í landi að smíða sprengjur sem notaðar voru gegn bandarískum hermönnum. Hann var felldur í loftárás, skömmu eftir að hann lenti í Írak þann 3. janúar. Esmaili tengdi þær upplýsingar sem Majd á að hafa veitt CIA Mossad beint við dauða Soleimani og sagði ekki hvaða upplýsingar njósnarinn svokallaði á að hafa veitt. Íranir hefndu fyrir dauða Soleimani með því að skjóta eldflaugum að bandarískri herstöð í Íran. enginn féll í árásinni en margir hermenn hlutu heilaáverka vegna árásarinnar. Sama kvöld, skutu Íranir niður úkraínska farþegaþotu fyrir slysni. Íran Bandaríkin Ísrael Tengdar fréttir 34 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka eftir árás Írana Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. 25. janúar 2020 10:01 Leiðtogi Hezbollah kallar eftir aðgerðum gegn Bandaríkjunum Fjórir eru særðir eftir að sprengjum var varpað á herstöð í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til. 12. janúar 2020 18:11 Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana Morðið á Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak, hefur valdið mikilli reiði. Hann féll í drónaárás Bandaríkjahers á föstudag ásamt yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins. 8. janúar 2020 14:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Írani sem sagður er hafa útvegað leyniþjónustum Bandaríkjanna og Ísrael upplýsingar um ferðir hershöfðingjans Qassem Soleimani, sem felldur var í loftárás í byrjun janúar, verður tekinn af lífi. Yfirvöld Íran sendur frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að maðurinn, sem kallaður er njósnari fyrir CIA og Mossad, hafi verið dæmdur til dauða. Maðurinn dauðadæmdi heitir Mahmoud Mousavi Majd en að öðru leyti veitti Gholamhossein Esmaili, talsmaður dómsmálaráðuneytisins, litlar upplýsingar um hann. Sömuleiðis liggur ekki fyrir hvenær Majd verður tekinn af lífi. Það mun þó verða innan skamms, samkvæmt frétt Times of Israel. Soleimani var yfirmaður sérsveita íranska byltingarvarðarins og stýrði Quds-sveitum Íran, sem eru þær sveitir hersins sem starfa utan landamæra ríkisins. Hann var í raun einn valdamesti maður landsins. Hershöfðingjar Bandaríkjanna segja Soleimani hafa um árabil herjað á Bandaríkin og bandamenn þeirra í Mið-Austurlöndum. Hann hafi borið ábyrgð á dauða bandarískra hermanna allt frá 2003 þegar Bandaríkin gerðu innrás í Írak. Hann hafi hjálpað skæruliðum þar í landi að smíða sprengjur sem notaðar voru gegn bandarískum hermönnum. Hann var felldur í loftárás, skömmu eftir að hann lenti í Írak þann 3. janúar. Esmaili tengdi þær upplýsingar sem Majd á að hafa veitt CIA Mossad beint við dauða Soleimani og sagði ekki hvaða upplýsingar njósnarinn svokallaði á að hafa veitt. Íranir hefndu fyrir dauða Soleimani með því að skjóta eldflaugum að bandarískri herstöð í Íran. enginn féll í árásinni en margir hermenn hlutu heilaáverka vegna árásarinnar. Sama kvöld, skutu Íranir niður úkraínska farþegaþotu fyrir slysni.
Íran Bandaríkin Ísrael Tengdar fréttir 34 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka eftir árás Írana Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. 25. janúar 2020 10:01 Leiðtogi Hezbollah kallar eftir aðgerðum gegn Bandaríkjunum Fjórir eru særðir eftir að sprengjum var varpað á herstöð í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til. 12. janúar 2020 18:11 Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana Morðið á Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak, hefur valdið mikilli reiði. Hann féll í drónaárás Bandaríkjahers á föstudag ásamt yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins. 8. janúar 2020 14:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
34 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka eftir árás Írana Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. 25. janúar 2020 10:01
Leiðtogi Hezbollah kallar eftir aðgerðum gegn Bandaríkjunum Fjórir eru særðir eftir að sprengjum var varpað á herstöð í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til. 12. janúar 2020 18:11
Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana Morðið á Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak, hefur valdið mikilli reiði. Hann féll í drónaárás Bandaríkjahers á föstudag ásamt yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins. 8. janúar 2020 14:00