Gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja meðal barna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júní 2020 12:15 Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og doktor í svefnrannsóknum. Gríðarleg aukning hefur orðið á notkun svefnlyfja á meðal barna og eru dæmi um að fjögurra ára börn neyti lyfjanna. Sérfræðingur í svefnrannsóknum segir ekki gripið til nægilega markvissra aðgerða til að bæta svefn ungmenna. Rannsóknir og greining framkvæmdu nýlega ítarlega rannsókn á svefni ungmenna. Þar kemur fram að enn sofi börn of lítið og hefur koffínneysla og skjátími neikvæð áhrif. „Það sem við erum að sjá í þessari rannsókn er að ung fólk á Íslandi eða unglingar eru að sofa of lítið og þetta er auðvitað það sama og við höfum séð síðustu ár en það er verði að spyrja mun ítarlegra um svefninn núna og erum því með fleiri upplýsingar og við erum að tengja þetta við ýmsa þætti þar á meðal skjátíma, koffínneyslu, andlega og líkamlega heilsu. Þar kemur fram að þeir sem sofa of lítið er líka sá hópur sem metur andlega og líkamlega heilsu sína verri of neytir meiri orkudrykkja og er að verja meiri tíma í skjá,“ sagði Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsónum hjá Betri svefn. Hún segir að grípa þurfi til markvissra aðgerða. „Umræðan hefur verið mikil um svefn og það er vitundavakning sem maður finnur fyrir og fólk er almenn að verða meðvitað um að svefninn skiptir máli. Við höfum kannski ekki farið í nægilega markvissar aðgerðir og ég held að það sé það sem fyrst og fremst þurfi að gera. Það þarf að efla fræðslu og við þurfum að koma fræðslu um svefn í námskrá og byrja strax í fyrsta bekk. Þetta er eitthvað sem tekur tíma að síast inn og eins og ég segi við höfum kannski ekki gripið til nógu markvissra aðgerða hvað þetta varðar,“ sagði Erla. Neysla orkudrykkja hafi aukist um 150 prósent hjá ungu fólki. Einnig hafi orðið gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja á meðal barna og ungmenna. „Við höfum séð gögn frá landlæknisembættinu þar sem þau taka gögn frá lyfjaskrá þar sem er sýnt að það hefur orðið gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja á meðal barna. Þá erum við að tala um börn mikið yngri alveg niður í 4 ára. Það er bara mörg hundruð prósenta aukning á þessari notkun ef við horfum bara á síðasta áratug. Það er auðvitað mikið áhyggjuefnið því ef börn eru að glíma við svefnvanda þá eiga svefnlyf að vera algjört neyðarúrræði og notuð í takmarkaðan tíma á meðan verið er að rétta af og í rauninni á að vera búið að reyna að gera allt annað fyrst,“ sagði Erla. Sagði Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum hjá Betri svefn. Heilsa Svefn Börn og uppeldi Orkudrykkir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Gríðarleg aukning hefur orðið á notkun svefnlyfja á meðal barna og eru dæmi um að fjögurra ára börn neyti lyfjanna. Sérfræðingur í svefnrannsóknum segir ekki gripið til nægilega markvissra aðgerða til að bæta svefn ungmenna. Rannsóknir og greining framkvæmdu nýlega ítarlega rannsókn á svefni ungmenna. Þar kemur fram að enn sofi börn of lítið og hefur koffínneysla og skjátími neikvæð áhrif. „Það sem við erum að sjá í þessari rannsókn er að ung fólk á Íslandi eða unglingar eru að sofa of lítið og þetta er auðvitað það sama og við höfum séð síðustu ár en það er verði að spyrja mun ítarlegra um svefninn núna og erum því með fleiri upplýsingar og við erum að tengja þetta við ýmsa þætti þar á meðal skjátíma, koffínneyslu, andlega og líkamlega heilsu. Þar kemur fram að þeir sem sofa of lítið er líka sá hópur sem metur andlega og líkamlega heilsu sína verri of neytir meiri orkudrykkja og er að verja meiri tíma í skjá,“ sagði Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsónum hjá Betri svefn. Hún segir að grípa þurfi til markvissra aðgerða. „Umræðan hefur verið mikil um svefn og það er vitundavakning sem maður finnur fyrir og fólk er almenn að verða meðvitað um að svefninn skiptir máli. Við höfum kannski ekki farið í nægilega markvissar aðgerðir og ég held að það sé það sem fyrst og fremst þurfi að gera. Það þarf að efla fræðslu og við þurfum að koma fræðslu um svefn í námskrá og byrja strax í fyrsta bekk. Þetta er eitthvað sem tekur tíma að síast inn og eins og ég segi við höfum kannski ekki gripið til nógu markvissra aðgerða hvað þetta varðar,“ sagði Erla. Neysla orkudrykkja hafi aukist um 150 prósent hjá ungu fólki. Einnig hafi orðið gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja á meðal barna og ungmenna. „Við höfum séð gögn frá landlæknisembættinu þar sem þau taka gögn frá lyfjaskrá þar sem er sýnt að það hefur orðið gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja á meðal barna. Þá erum við að tala um börn mikið yngri alveg niður í 4 ára. Það er bara mörg hundruð prósenta aukning á þessari notkun ef við horfum bara á síðasta áratug. Það er auðvitað mikið áhyggjuefnið því ef börn eru að glíma við svefnvanda þá eiga svefnlyf að vera algjört neyðarúrræði og notuð í takmarkaðan tíma á meðan verið er að rétta af og í rauninni á að vera búið að reyna að gera allt annað fyrst,“ sagði Erla. Sagði Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum hjá Betri svefn.
Heilsa Svefn Börn og uppeldi Orkudrykkir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira