Morðingi svarta skokkarans sagður hafa kallað hann rasísku nafni Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2020 16:26 Feðgarnir Gregory (t.v.) og Travis McMichael (t.h.) eltu Ahmaud Arbery, stöðvuðu og skutu til bana í febrúar. Þeir voru ekki handteknir og ákærðir fyrr en í maí eftir að myndband af atvikinu varð opinbert. Þeir hafa borið við sjálfsvörn. AP/Fangageymslan í Glynn-sýslu Sérstakur saksóknari sem rannsakar morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í Georgíu í Bandaríkjunum segir að einn mannanna sem voru handteknir vegna morðsins hafi kallað Arbery rasísku nafni eftir að hafa skotið hann með haglabyssu. Þrír menn voru handteknir vegna dauða Arbery, feðgarnir Travis og Gregory McMichael og William Bryan. Þeir eltu Arbery eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfið þeirra. Arbery var skotinn til bana 23. febrúar en þremenningarnir voru ekki handteknir fyrr en 7. maí eftir að málið vakti heimsathygli þegar myndband sem Bryan tók fór í umferð á samfélagsmiðlum. Þeir bera við sjálfsvörn. Vísbendingar eru um að sakborningarnir þrír hafi króað Arbery af með tveimur pallbílum sem þeir voru á, að sögn AP-fréttastofunnar. McMichael yngri hafi síðan stigið út úr öðrum bílnum og skotið Arbery þremur skotum með haglabyssu. Bryan hefur sagt yfirvöldum að McMichael hafi svo notað niðrandi orð um kynþátt Arbery þegar hann stóð yfir líki hans áður en lögreglan kom á staðinn. Sá vitnisburður er sagður geta haft þýðingu þegar alríkissaksóknarar ákveða hvort gefin verði út ákæra fyrir hatursglæp. Jesse Evans, sérstaki saksóknarinn í málinu, sagði að Arbery hefði verið „eltur, veiddur og á endanum tekinn af lífi“ þegar hann rökstuddi ákæru á hendur þremenningunum fyrir dómara í dag. Hann var skipaður yfir rannsóknina eftir að fjöldi saksóknara á svæðinu lýsti sig vanhæfan til að fjalla um það vegna tengsla við sakborningana. McMichael eldri hefur sagt lögreglunni að hann hefði grunað Arbery um að hafa framið innbrot í hverfinu og haldið því fram að hann hafi ráðist á son sinn áður en hann var skotinn. Fjölskylda Arbery, sem var 25 ára gamall, segir að hann hafi aðeins verið að skokka en hann bjó skammt frá hverfinu þar sem hann var drepinn. Mikil mótmæli hafa geisað í Bandaríkjunum undanfarna viku eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Lögreglumennirnir sem handtóku Floyd hafa verið ákærðir vegna dauða hans. Bandaríkin Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Maðurinn á bak við myndavélina ákærður William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu. 21. maí 2020 22:22 Íhuga að ákæra feðgana fyrir hatursglæp Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna íhugar hvort kæra eigi feðgana Gregory og Travis McMichales fyrir hatursglæp. 11. maí 2020 19:27 Dómsmálaráðuneytið mun rannsaka hvernig lögreglan meðhöndlaði mál Arbery Dómsmálaráðherra Georgíu hefur beðið Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvernig lögreglan í Brunswick hélt á málið Ahmaud Arbery, sem skotinn var til bana þegar hann var úti að skokka í febrúar. 11. maí 2020 07:41 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Talinn hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Sjá meira
Sérstakur saksóknari sem rannsakar morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í Georgíu í Bandaríkjunum segir að einn mannanna sem voru handteknir vegna morðsins hafi kallað Arbery rasísku nafni eftir að hafa skotið hann með haglabyssu. Þrír menn voru handteknir vegna dauða Arbery, feðgarnir Travis og Gregory McMichael og William Bryan. Þeir eltu Arbery eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfið þeirra. Arbery var skotinn til bana 23. febrúar en þremenningarnir voru ekki handteknir fyrr en 7. maí eftir að málið vakti heimsathygli þegar myndband sem Bryan tók fór í umferð á samfélagsmiðlum. Þeir bera við sjálfsvörn. Vísbendingar eru um að sakborningarnir þrír hafi króað Arbery af með tveimur pallbílum sem þeir voru á, að sögn AP-fréttastofunnar. McMichael yngri hafi síðan stigið út úr öðrum bílnum og skotið Arbery þremur skotum með haglabyssu. Bryan hefur sagt yfirvöldum að McMichael hafi svo notað niðrandi orð um kynþátt Arbery þegar hann stóð yfir líki hans áður en lögreglan kom á staðinn. Sá vitnisburður er sagður geta haft þýðingu þegar alríkissaksóknarar ákveða hvort gefin verði út ákæra fyrir hatursglæp. Jesse Evans, sérstaki saksóknarinn í málinu, sagði að Arbery hefði verið „eltur, veiddur og á endanum tekinn af lífi“ þegar hann rökstuddi ákæru á hendur þremenningunum fyrir dómara í dag. Hann var skipaður yfir rannsóknina eftir að fjöldi saksóknara á svæðinu lýsti sig vanhæfan til að fjalla um það vegna tengsla við sakborningana. McMichael eldri hefur sagt lögreglunni að hann hefði grunað Arbery um að hafa framið innbrot í hverfinu og haldið því fram að hann hafi ráðist á son sinn áður en hann var skotinn. Fjölskylda Arbery, sem var 25 ára gamall, segir að hann hafi aðeins verið að skokka en hann bjó skammt frá hverfinu þar sem hann var drepinn. Mikil mótmæli hafa geisað í Bandaríkjunum undanfarna viku eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Lögreglumennirnir sem handtóku Floyd hafa verið ákærðir vegna dauða hans.
Bandaríkin Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Maðurinn á bak við myndavélina ákærður William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu. 21. maí 2020 22:22 Íhuga að ákæra feðgana fyrir hatursglæp Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna íhugar hvort kæra eigi feðgana Gregory og Travis McMichales fyrir hatursglæp. 11. maí 2020 19:27 Dómsmálaráðuneytið mun rannsaka hvernig lögreglan meðhöndlaði mál Arbery Dómsmálaráðherra Georgíu hefur beðið Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvernig lögreglan í Brunswick hélt á málið Ahmaud Arbery, sem skotinn var til bana þegar hann var úti að skokka í febrúar. 11. maí 2020 07:41 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Talinn hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Sjá meira
Maðurinn á bak við myndavélina ákærður William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu. 21. maí 2020 22:22
Íhuga að ákæra feðgana fyrir hatursglæp Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna íhugar hvort kæra eigi feðgana Gregory og Travis McMichales fyrir hatursglæp. 11. maí 2020 19:27
Dómsmálaráðuneytið mun rannsaka hvernig lögreglan meðhöndlaði mál Arbery Dómsmálaráðherra Georgíu hefur beðið Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvernig lögreglan í Brunswick hélt á málið Ahmaud Arbery, sem skotinn var til bana þegar hann var úti að skokka í febrúar. 11. maí 2020 07:41
Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16