Ósátt við að Ísland sé auglýst með peysum sem ekki eru prjónaðar hér á landi Jakob Bjarnar skrifar 4. júní 2020 12:40 Fátt er íslenskara en lopapeysan. En það þyrfti að segja Þuríði formanni Handprjónasambandsins tvisvar og aftur þá að þessi peysa sé prjónuð á Íslandi en ekki í Kína. Í gær var keyrð af stað herferð sem gengur út á að auglýsa íslenskar afurðir. Heilsíðuauglýsing birtist í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni: „Þegar þú velur íslenskt tekur atvinnulífið við sér“. Það sem hins vegar fer fyrir brjóstið á íslenskum framleiðendum er sú nöturlega staðreynd að ein fyrirsætan á myndinni, en á auglýsingunni getur að líta mynd af fjögurra manna fjölskyldu, er í peysu frá Farmers Market. Þuríði Einarsdóttur, sem er formaður Handprjónasambandsins, henni er ekki skemmt: Þuríður Einarsdóttir segir að hér sé alltof langt gengið. „Konan er í peysu sem í fljótu bragði gæti litið út eins og lopapeysa. En þessa peysu má finna á sölusíðunni hjá Farmers Market og það þarf að sýna mér fram á eitthvað annað það ef á að sannfæra mig um að þessi peysa sé ekki prjónuð í Kína eða Litháen,“ segir Þuríður. Pínlegt samhengi Atvinnulífið er líf okkar allra, segir í texta herferðarinnar: „Til að samfélagið okkar virki þurfa ótal þættir að koma saman. Atvinnulífið er þéttriðið net af framleiðslu, verslun og þjónustu, samofið lífinu í landinu. Við eigum allt okkar undir að halda því gangandi. Í hvert sinn sem þú velur íslenskar vörur í búðinni eða kaupir þjónustu af íslensku fyrirtæki hefur þú jákvæð áhrif um allt samfélagið.“ Í auglýsingunni er dregin upp sú mynd að vísitölufjölskyldan fer Gullna hringinn og þá tekur atvinnulífið kipp. „Þegar stelpan í sjoppunni við Geysi fer í klippingu á Selfossi kemur annar kippur…“ Fjölmörg virt íslensk samtök standa að auglýsingaherferðinni, öll þau helstu og standa þau á herðum sjálfu Stjórnarráði Íslands: Veljum íslenskt ... þegar hentar. Þuríður segir þetta skjóta skökku við. Fátt er íslenskara en lopapeysan. Hún segir það auðvitað svo að framleidd séu föt erlendis sem við svo kaupum. „En þegar það er komið út í að láta þetta líta út sem íslenskt en er ekki um leið og verið er að hvetja fólk til að kaupa íslenskt, þá er langt gengið.“ Vont að þau viti ekki betur Það er auglýsingastofan Hvíta húsið sem gerir auglýsinguna. Þuríður hefur sett sig í samband við teiknarann. „Já, stúlkuna sem gerir þessa auglýsingu. Hún var með stílista í þessu. Sá sem velur fötin þetta. Hún vissi ekki betur en að fólkið væri í íslenskum fötum,“ segir Þuríður og segir það eiginlega verra ef eitthvað er. Að við séum komin þangað að fólk viti ekki betur þegar íslenska lopapeysan er annars vegar. Henni þykir það ekki gott til afspurnar. Og allt þetta tiltæki reyndar hið pínlegasta. Uppfært 5. júlí kl. 10:50 Upphafleg fyrirsögn var „Veljum íslenskt í kínverskri lopapeysu“. Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum sem fréttastofu hefur borist er umrædd peysa ekki framleidd í Kína og er fyrirsögnin því misvísandi. Beðist er velvirðingar á þessu. Fjölmiðlar Stjórnsýsla Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Prjónaskapur Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Í gær var keyrð af stað herferð sem gengur út á að auglýsa íslenskar afurðir. Heilsíðuauglýsing birtist í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni: „Þegar þú velur íslenskt tekur atvinnulífið við sér“. Það sem hins vegar fer fyrir brjóstið á íslenskum framleiðendum er sú nöturlega staðreynd að ein fyrirsætan á myndinni, en á auglýsingunni getur að líta mynd af fjögurra manna fjölskyldu, er í peysu frá Farmers Market. Þuríði Einarsdóttur, sem er formaður Handprjónasambandsins, henni er ekki skemmt: Þuríður Einarsdóttir segir að hér sé alltof langt gengið. „Konan er í peysu sem í fljótu bragði gæti litið út eins og lopapeysa. En þessa peysu má finna á sölusíðunni hjá Farmers Market og það þarf að sýna mér fram á eitthvað annað það ef á að sannfæra mig um að þessi peysa sé ekki prjónuð í Kína eða Litháen,“ segir Þuríður. Pínlegt samhengi Atvinnulífið er líf okkar allra, segir í texta herferðarinnar: „Til að samfélagið okkar virki þurfa ótal þættir að koma saman. Atvinnulífið er þéttriðið net af framleiðslu, verslun og þjónustu, samofið lífinu í landinu. Við eigum allt okkar undir að halda því gangandi. Í hvert sinn sem þú velur íslenskar vörur í búðinni eða kaupir þjónustu af íslensku fyrirtæki hefur þú jákvæð áhrif um allt samfélagið.“ Í auglýsingunni er dregin upp sú mynd að vísitölufjölskyldan fer Gullna hringinn og þá tekur atvinnulífið kipp. „Þegar stelpan í sjoppunni við Geysi fer í klippingu á Selfossi kemur annar kippur…“ Fjölmörg virt íslensk samtök standa að auglýsingaherferðinni, öll þau helstu og standa þau á herðum sjálfu Stjórnarráði Íslands: Veljum íslenskt ... þegar hentar. Þuríður segir þetta skjóta skökku við. Fátt er íslenskara en lopapeysan. Hún segir það auðvitað svo að framleidd séu föt erlendis sem við svo kaupum. „En þegar það er komið út í að láta þetta líta út sem íslenskt en er ekki um leið og verið er að hvetja fólk til að kaupa íslenskt, þá er langt gengið.“ Vont að þau viti ekki betur Það er auglýsingastofan Hvíta húsið sem gerir auglýsinguna. Þuríður hefur sett sig í samband við teiknarann. „Já, stúlkuna sem gerir þessa auglýsingu. Hún var með stílista í þessu. Sá sem velur fötin þetta. Hún vissi ekki betur en að fólkið væri í íslenskum fötum,“ segir Þuríður og segir það eiginlega verra ef eitthvað er. Að við séum komin þangað að fólk viti ekki betur þegar íslenska lopapeysan er annars vegar. Henni þykir það ekki gott til afspurnar. Og allt þetta tiltæki reyndar hið pínlegasta. Uppfært 5. júlí kl. 10:50 Upphafleg fyrirsögn var „Veljum íslenskt í kínverskri lopapeysu“. Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum sem fréttastofu hefur borist er umrædd peysa ekki framleidd í Kína og er fyrirsögnin því misvísandi. Beðist er velvirðingar á þessu.
Fjölmiðlar Stjórnsýsla Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Prjónaskapur Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira