Aflétta útgöngubanni fyrr en áætlað var Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2020 06:49 Mótmælendur í Seattle í Washington-ríki í gær. Útgöngubann í borginni hefur verið fellt úr gildi, fyrr en stóð til í fyrstu. Elaine Thompson/AP Borgaryfirvöld í bandarísku borginni Seattle í Washington-ríki hafa ákveðið að aflétta skyndilega útgöngubanni sem komið hafði verið á vegna mótmælaöldu sem farið hefur yfir stærstu borgir Bandaríkjanna, og snýr að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki. Útgöngubannið átti að vara fram á laugardag. Jenny Durkan borgarstjóri sagði á Twitter í gærkvöldi að hún hefði tekið ákvörðun um að aflétta banninu. Ákvörðunin hafi verið tekin eftir fund hennar og Carmen Best, lögreglustjóra borgarinnar, við íbúa í samfélaginu. „Best lögreglustjóri hefur trú á því að við getum fundið jafnvægi almannaöryggis og tryggt að friðsamlega mótmæli fari áfram fram án útgöngubanns. Fyrir þá sem mótmæla friðsamlega í kvöld, þið megið vita að því megið þið halda áfram. Við viljum að þið haldið áfram að láta í ykkur heyra.“ Þúsundir mótmælenda voru áfram á götum borgarinnar eftir klukkan níu í gærkvöldi, en þá hefði útgöngubannið tekið gildi, líkt og síðustu kvöld. Mótmælendur kölluðu eftir því að fjármunum til lögreglunnar yrði varið í önnur samfélagslega verkefni og að lögreglumenn færu úr óeirðagöllum sínum. Margir héldu á skiltum sem á stóð Black Lives Matter ( Svört líf skipta máli). Ríkisstjóri Washington-ríkis, Cyrus Habib, lýsti því yfir á Twitter að hann væri ánægður með ákvörðunina. „Fyrirbyggjandi útgöngubann var bara til þess fallið að gera hlutina verri. Aðrar borgir ættu að fylgja þessu fordæmi.“ Kveikjan að mótmælaöldunni í Bandaríkjunum var morðið á George Floyd, svörtum manni sem lést þegar hvítur lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í tæpar níu mínútur. Floyd hafði þá verið handtekinn og lá handjárnaður á gangstéttinni. Lögreglumaðurinn hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Borgaryfirvöld í bandarísku borginni Seattle í Washington-ríki hafa ákveðið að aflétta skyndilega útgöngubanni sem komið hafði verið á vegna mótmælaöldu sem farið hefur yfir stærstu borgir Bandaríkjanna, og snýr að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki. Útgöngubannið átti að vara fram á laugardag. Jenny Durkan borgarstjóri sagði á Twitter í gærkvöldi að hún hefði tekið ákvörðun um að aflétta banninu. Ákvörðunin hafi verið tekin eftir fund hennar og Carmen Best, lögreglustjóra borgarinnar, við íbúa í samfélaginu. „Best lögreglustjóri hefur trú á því að við getum fundið jafnvægi almannaöryggis og tryggt að friðsamlega mótmæli fari áfram fram án útgöngubanns. Fyrir þá sem mótmæla friðsamlega í kvöld, þið megið vita að því megið þið halda áfram. Við viljum að þið haldið áfram að láta í ykkur heyra.“ Þúsundir mótmælenda voru áfram á götum borgarinnar eftir klukkan níu í gærkvöldi, en þá hefði útgöngubannið tekið gildi, líkt og síðustu kvöld. Mótmælendur kölluðu eftir því að fjármunum til lögreglunnar yrði varið í önnur samfélagslega verkefni og að lögreglumenn færu úr óeirðagöllum sínum. Margir héldu á skiltum sem á stóð Black Lives Matter ( Svört líf skipta máli). Ríkisstjóri Washington-ríkis, Cyrus Habib, lýsti því yfir á Twitter að hann væri ánægður með ákvörðunina. „Fyrirbyggjandi útgöngubann var bara til þess fallið að gera hlutina verri. Aðrar borgir ættu að fylgja þessu fordæmi.“ Kveikjan að mótmælaöldunni í Bandaríkjunum var morðið á George Floyd, svörtum manni sem lést þegar hvítur lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í tæpar níu mínútur. Floyd hafði þá verið handtekinn og lá handjárnaður á gangstéttinni. Lögreglumaðurinn hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira