Skimun besti kosturinn þrátt fyrir ummæli smitsjúkdómalæknis Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júní 2020 19:08 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skimun fyrir kórónuveirunni á íslensku landamærunum sé besti kosturinn til að hindra útbreiðslu veirunnar. Hann kveðst ekki taka undir orð smitsjúkdómalæknis fyrir helgi, sem sagði að það væru „ekki góð vísindi“ að taka sýni úr einkennalausum ferðamönnum við landamærin. Þetta kom fram í máli Þórólfs í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann var inntur eftir viðbrögðum við ummælum Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis á Landspítalanum sem sagði á föstudag að í skimun sem þessari fengist hátt hlutfall falskt neikvæðra sýna. „[…] þannig að við munum hvort eð er hleypa til landsins einstaklingum sem hugsanlega eru með veiruna og eru sýktir en eru ekki með jákvætt sýni,“ sagði Bryndís. Þetta væru „ekki góð vísindi“ og orku heilbrigðisstarfsfólks væri betur varið í annað. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Þórólfur kvaðst ekki taka undir þetta. „Ég veit nú ekki nákvæmlega hvað þessi smitsjúkdómalæknir hefur sagt nákvæmlega en ég er ekkert sammála þessu. Það er oft skimað fyrir alls konar smitsjúkdómum hjá einkennalausu fólki og það er hægt að nefna fjöldann allan af smitsjúkdómum þar sem það er gert. Þannig að í þessu tilfelli þá er þetta besti kosturinn. Það væri óskandi að við hefðum betri kost til að tryggja það að veiran kæmi ekki hingað inn til lands en þetta er sú aðferð sem er til þess fallin að lágmarka áhættuna. Þannig að ég tek ekki undir þetta,“ sagði Þórólfur. Allir að reyna að klára í tæka tíð Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra um opnun landamæra 15. júní næstkomandi er mælt með því að stefnt verði að því að hefja skimun ferðamanna fyrir kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli sem fyrst til að reynsla fáist af henni á meðan ferðamannastraumur er enn ekki mikill. Skimunin dragi úr áhættu á að smitaðir ferðamenn komi til landsins en komi ekki algerlega í veg fyrir það. Þá útilokar hann aðra kosti um takmarkanir á komu ferðamanna til landsins, þar á meðal algera opnun og lokun landamæranna, heilsufarsskoðun fyrir eða við komu til landsins og að ferðamenn framvísi vottorði með niðurstöðum úr mótefnaprófi. Þórólfur sagði í Reykjavík síðdegis að erfitt væri að segja til um það núna hvort það náist að hleypa skimuninni af stokkunum í tæka tíð. Það muni skýrast betur á næstu dögum. Þá séu viðræður nú í gangi um að Íslensk erfðagreining komi að skimuninni. „Það er ekki allt klárt og það er verið að vinna hörðum höndum að því að gera þetta klárt. Það er ljóst að þetta er mikil vinna og þarf mikinn undirbúning við til að láta þetta nást fyrir 15. en það eru allir að stefna að því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skimun á landamærunum lágmarkar áhættu en eyðir henni ekki Sóttvarnalæknir mælir með því að stefnt verði að því að hefja skimun ferðamanna fyrir kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli sem fyrst til að reynsla fáist af henni á meðan ferðamannastraumur er enn ekki mikill. Í minnisblaði til heilbrigðisráðherra segir sóttvarnalæknir skimunina draga úr áhættu á að smitaðir ferðamenn komi til landsins en komi ekki algerlega í veg fyrir það. 2. júní 2020 15:36 Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skimun fyrir kórónuveirunni á íslensku landamærunum sé besti kosturinn til að hindra útbreiðslu veirunnar. Hann kveðst ekki taka undir orð smitsjúkdómalæknis fyrir helgi, sem sagði að það væru „ekki góð vísindi“ að taka sýni úr einkennalausum ferðamönnum við landamærin. Þetta kom fram í máli Þórólfs í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann var inntur eftir viðbrögðum við ummælum Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis á Landspítalanum sem sagði á föstudag að í skimun sem þessari fengist hátt hlutfall falskt neikvæðra sýna. „[…] þannig að við munum hvort eð er hleypa til landsins einstaklingum sem hugsanlega eru með veiruna og eru sýktir en eru ekki með jákvætt sýni,“ sagði Bryndís. Þetta væru „ekki góð vísindi“ og orku heilbrigðisstarfsfólks væri betur varið í annað. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Þórólfur kvaðst ekki taka undir þetta. „Ég veit nú ekki nákvæmlega hvað þessi smitsjúkdómalæknir hefur sagt nákvæmlega en ég er ekkert sammála þessu. Það er oft skimað fyrir alls konar smitsjúkdómum hjá einkennalausu fólki og það er hægt að nefna fjöldann allan af smitsjúkdómum þar sem það er gert. Þannig að í þessu tilfelli þá er þetta besti kosturinn. Það væri óskandi að við hefðum betri kost til að tryggja það að veiran kæmi ekki hingað inn til lands en þetta er sú aðferð sem er til þess fallin að lágmarka áhættuna. Þannig að ég tek ekki undir þetta,“ sagði Þórólfur. Allir að reyna að klára í tæka tíð Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra um opnun landamæra 15. júní næstkomandi er mælt með því að stefnt verði að því að hefja skimun ferðamanna fyrir kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli sem fyrst til að reynsla fáist af henni á meðan ferðamannastraumur er enn ekki mikill. Skimunin dragi úr áhættu á að smitaðir ferðamenn komi til landsins en komi ekki algerlega í veg fyrir það. Þá útilokar hann aðra kosti um takmarkanir á komu ferðamanna til landsins, þar á meðal algera opnun og lokun landamæranna, heilsufarsskoðun fyrir eða við komu til landsins og að ferðamenn framvísi vottorði með niðurstöðum úr mótefnaprófi. Þórólfur sagði í Reykjavík síðdegis að erfitt væri að segja til um það núna hvort það náist að hleypa skimuninni af stokkunum í tæka tíð. Það muni skýrast betur á næstu dögum. Þá séu viðræður nú í gangi um að Íslensk erfðagreining komi að skimuninni. „Það er ekki allt klárt og það er verið að vinna hörðum höndum að því að gera þetta klárt. Það er ljóst að þetta er mikil vinna og þarf mikinn undirbúning við til að láta þetta nást fyrir 15. en það eru allir að stefna að því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skimun á landamærunum lágmarkar áhættu en eyðir henni ekki Sóttvarnalæknir mælir með því að stefnt verði að því að hefja skimun ferðamanna fyrir kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli sem fyrst til að reynsla fáist af henni á meðan ferðamannastraumur er enn ekki mikill. Í minnisblaði til heilbrigðisráðherra segir sóttvarnalæknir skimunina draga úr áhættu á að smitaðir ferðamenn komi til landsins en komi ekki algerlega í veg fyrir það. 2. júní 2020 15:36 Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Skimun á landamærunum lágmarkar áhættu en eyðir henni ekki Sóttvarnalæknir mælir með því að stefnt verði að því að hefja skimun ferðamanna fyrir kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli sem fyrst til að reynsla fáist af henni á meðan ferðamannastraumur er enn ekki mikill. Í minnisblaði til heilbrigðisráðherra segir sóttvarnalæknir skimunina draga úr áhættu á að smitaðir ferðamenn komi til landsins en komi ekki algerlega í veg fyrir það. 2. júní 2020 15:36
Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda