Klopp ánægður með að vera kominn aftur | Lofar skrúðgöngu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júní 2020 15:00 Klopp er svona ánægður með að vera mættur aftur til starfa á æfingasvæði Liverpool. EPA-EFE/PETER POWELL Jürgen Klopp, þjálfari verðandi Englandsmeistara Liverpool, gæti ekki verið ánægðari með að vera snúinn aftur á æfingavöllinn að horfa á „frábæra fótboltaliðið sitt.“ Þetta sagði hann myndbandsviðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, í morgunsárið. Ræddi hann til að mynda hvernig það væri að vera mættur aftur á æfingasvæðið, hvernig það yrði fyrir félögin að spila á tómum leikvöngum og ástand leikmanna eftir hartnær þriggja mánaða pásu sökum kórónufaraldursins. „Það er ótrúlegt hvað ég hef saknað þess mikið,“ sagði Klopp meðal annars í viðtalinu. Liverpool, líkt og önnur lið ensku úrvalsdeildarinnar, eru í miðjum undirbúningi fyrir lokakafla tímabilsins en deildinni var frestað þann 13. mars. Mun hún fara aftur af stað þann 17. júní og er ljóst að það verður þétt leikið til að klára tímabilið sem fyrst. Liverpool er með 25 stiga forystu á toppi deildarinnar og fari svo að það vinni sinn fyrsta leik og Manchester City tapi sínum þá eru liðsmenn Klopp orðnir Englandsmeistarar. Liverpool manager Jurgen Klopp says he is "really happy to be back" to watch his "wonderful football team again" https://t.co/fPDAzebrdU pic.twitter.com/rZuDIsu5fM— BBC Sport (@BBCSport) June 2, 2020 Klopp segir þó mikla vinnu framundan og að „Liverpool vilji vinna eins marga leiki og mögulegt er.“ „Við erum ekki enn orðnir meistarar og við munum gera okkar besta til að ná í þau 27 stig sem eru eftir í pottinum,“ sagði Klopp. Takist honum ætlunarverk sitt þá endar Liverpool með 109 stig sem væri nýtt stigamet í ensku úrvalsdeildinni. Það er ljóst að þeir leikir sem verða leiknir fram á haust verða fyrir luktum dyrum og myndi bikarafhending Liverpool fara fram á tómum leikvangi. Það yrði þó skrúðganga, á endanum. „Það verður skrúðganga þegar það er öruggt að halda fjöldasamkomur. Við munum fagna með stuðningsmönnum okkar um leið og hægt er. Ég get lofað því að það verður skrúðganga líka, sama hvenær það yrði.“ Varðandi heima- og útileiki þá segir Þjóðverjinn það ekki skipta máli en það gæti verið að sumir leikjanna muni fara fram á hlutlausum völlum. „Það er engin hjálp í að spila á heimavelli þar sem það verða engir stuðningsmenn í stúkunni svo ég hef ekki áhyggjur af því að spila á hlutlausum völlum. Ef þú horfir á þýsku deildina þá var ekki mikið af sigrum á heimavelli. Ef hinn valmöguleikinn er að spila ekki þá skal ég spila hvar sem er. Mér gæti ekki verið meira sama hvar leikirnir fara fram,“ sagði Klopp jafnframt. Þýska deildin fór af stað nýverið og virðast lið græða lítið sem ekkert á því að spila á heimavelli þegar stúkurnar eru tómar. Dortmund players still went to the Yellow Wall (normally 25k fans) and applauded the empty stand as a symbol of their appreciation and thoughts for the fans. pic.twitter.com/edBQORGe84— Stu Holden (@stuholden) May 16, 2020 „Leikmenn komu til baka í góðu ásigkomulagi en margir þeirra þurftu á hvíld að halda eftir að hafa spilað þétt í langan tíma,“ sagði Klopp að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ Sjá meira
Jürgen Klopp, þjálfari verðandi Englandsmeistara Liverpool, gæti ekki verið ánægðari með að vera snúinn aftur á æfingavöllinn að horfa á „frábæra fótboltaliðið sitt.“ Þetta sagði hann myndbandsviðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, í morgunsárið. Ræddi hann til að mynda hvernig það væri að vera mættur aftur á æfingasvæðið, hvernig það yrði fyrir félögin að spila á tómum leikvöngum og ástand leikmanna eftir hartnær þriggja mánaða pásu sökum kórónufaraldursins. „Það er ótrúlegt hvað ég hef saknað þess mikið,“ sagði Klopp meðal annars í viðtalinu. Liverpool, líkt og önnur lið ensku úrvalsdeildarinnar, eru í miðjum undirbúningi fyrir lokakafla tímabilsins en deildinni var frestað þann 13. mars. Mun hún fara aftur af stað þann 17. júní og er ljóst að það verður þétt leikið til að klára tímabilið sem fyrst. Liverpool er með 25 stiga forystu á toppi deildarinnar og fari svo að það vinni sinn fyrsta leik og Manchester City tapi sínum þá eru liðsmenn Klopp orðnir Englandsmeistarar. Liverpool manager Jurgen Klopp says he is "really happy to be back" to watch his "wonderful football team again" https://t.co/fPDAzebrdU pic.twitter.com/rZuDIsu5fM— BBC Sport (@BBCSport) June 2, 2020 Klopp segir þó mikla vinnu framundan og að „Liverpool vilji vinna eins marga leiki og mögulegt er.“ „Við erum ekki enn orðnir meistarar og við munum gera okkar besta til að ná í þau 27 stig sem eru eftir í pottinum,“ sagði Klopp. Takist honum ætlunarverk sitt þá endar Liverpool með 109 stig sem væri nýtt stigamet í ensku úrvalsdeildinni. Það er ljóst að þeir leikir sem verða leiknir fram á haust verða fyrir luktum dyrum og myndi bikarafhending Liverpool fara fram á tómum leikvangi. Það yrði þó skrúðganga, á endanum. „Það verður skrúðganga þegar það er öruggt að halda fjöldasamkomur. Við munum fagna með stuðningsmönnum okkar um leið og hægt er. Ég get lofað því að það verður skrúðganga líka, sama hvenær það yrði.“ Varðandi heima- og útileiki þá segir Þjóðverjinn það ekki skipta máli en það gæti verið að sumir leikjanna muni fara fram á hlutlausum völlum. „Það er engin hjálp í að spila á heimavelli þar sem það verða engir stuðningsmenn í stúkunni svo ég hef ekki áhyggjur af því að spila á hlutlausum völlum. Ef þú horfir á þýsku deildina þá var ekki mikið af sigrum á heimavelli. Ef hinn valmöguleikinn er að spila ekki þá skal ég spila hvar sem er. Mér gæti ekki verið meira sama hvar leikirnir fara fram,“ sagði Klopp jafnframt. Þýska deildin fór af stað nýverið og virðast lið græða lítið sem ekkert á því að spila á heimavelli þegar stúkurnar eru tómar. Dortmund players still went to the Yellow Wall (normally 25k fans) and applauded the empty stand as a symbol of their appreciation and thoughts for the fans. pic.twitter.com/edBQORGe84— Stu Holden (@stuholden) May 16, 2020 „Leikmenn komu til baka í góðu ásigkomulagi en margir þeirra þurftu á hvíld að halda eftir að hafa spilað þétt í langan tíma,“ sagði Klopp að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ Sjá meira