Bogi Nils: Þarf fleiri hendur á dekk til að geta undirbúið og hafið nýja sókn Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2020 14:42 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, kveðst vona að starfsmenn komi til móts við beiðni félagsins um skert launa- eða starfshlutfall á meðan það komist yfir erfiðasta hjallann. Vísir/vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að félagið þurfi nú fleiri hendur á dekk til að geta undirbúið og hafið sókn af fullum krafti. Hlutabótaleið stjórnvalda er sögð ekki lengur eiga við í starfsemi Icelandair Group frá og með 1. júní, nema þá hjá Iceland Travel. Þetta er haft eftir Boga Nils í tilkynningu sem send var á fjölmiðla þar sem einnig er rætt um þá ósk félagsins að starfsfólk taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí líkt og sagt var frá í hádeginu. Laun forstjóra og stjórnar munu áfram skerðast um 30 prósent og laun framkvæmdastjóra um 25 prósent. Aukning verkefna Haft er eftir Boga að það sé í mörg horn að líta enda krefjist undirbúningur fyrir opnun landsins mikillar vinnu varðandi flugáætlun, sölu- og markaðsmál, þjónustu og útfærslu sóttvarna. „Á sama tíma hefur verið aukning verkefna í frakt- og leiguflugi, auk þess sem sinna þarf viðhaldi á þeim hluta flugflota félagsins sem er kyrrsettur. Þar að auki koma margar deildir að þeirri vinnu sem er nú í fullum gangi vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. Við viljum hafa sem flesta í fullu starfi eftir því sem hægt er og vonumst til þess að starfsmenn komi til móts við beiðni okkar um skert launa- eða starfshlutfall á meðan við komumst yfir erfiðasta hjallann,“ segir Bogi. Flugvélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Hlutabótaleiðin á ekki lengur við eftir gaumgæfilega athugun Í tilkynningunni segir ennfremur að Icelandair Group hafi síðustu tvenn mánaðamót gripið til yfirgripsmikilla aðgerða sem hafi falið í sér verulegar uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. „Á sama tíma hefur félagið lagt ríka áherslu á að halda uppi grunnstarfsemi á öllum sviðum og tryggja þar með nauðsynlegan sveigjanleika til að geta brugðist hratt við um leið og markaðir opnast á ný og eftirspurn eftir flugi og ferðalögum myndast. Í maímánuði hafa langflestir starfsmenn félagsins verið í skertu starfshlutfalli í samræmi við hlutabótaleið stjórnvalda. Aðrir hafa verið í fullu starfi með skert laun. Eftir að hafa skoðað málið gaumgæfilega er niðurstaðan sú að hlutabótaleið stjórnvalda muni ekki eiga við lengur í starfsemi Icelandair Group frá og með 1. júní, nema hjá Iceland Travel. Markmiðið með úrræði stjórnvalda er skýrt – að viðhalda ráðningarsambandi þar sem verkefnum hefur fækkað verulega. Nú er svo komið að félagið þarf á meira vinnuframlagi að halda en síðustu mánuði,“ segir í tilkynningunni. Icelandair fyrirhugar hlutafjárútboð í lok næsta mánaðar til að afla allt að 30 milljarða króna í nýju hlutafé. Icelandair Hlutabótaleiðin Fréttir af flugi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsfólk Icelandair taki á sig tíu prósenta launaskerðingu eða lækki starfshlutfall Icelandair grípur til þessa aðgerða þar sem félagið „geti ekki“ nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda áfram. 29. maí 2020 11:56 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að félagið þurfi nú fleiri hendur á dekk til að geta undirbúið og hafið sókn af fullum krafti. Hlutabótaleið stjórnvalda er sögð ekki lengur eiga við í starfsemi Icelandair Group frá og með 1. júní, nema þá hjá Iceland Travel. Þetta er haft eftir Boga Nils í tilkynningu sem send var á fjölmiðla þar sem einnig er rætt um þá ósk félagsins að starfsfólk taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí líkt og sagt var frá í hádeginu. Laun forstjóra og stjórnar munu áfram skerðast um 30 prósent og laun framkvæmdastjóra um 25 prósent. Aukning verkefna Haft er eftir Boga að það sé í mörg horn að líta enda krefjist undirbúningur fyrir opnun landsins mikillar vinnu varðandi flugáætlun, sölu- og markaðsmál, þjónustu og útfærslu sóttvarna. „Á sama tíma hefur verið aukning verkefna í frakt- og leiguflugi, auk þess sem sinna þarf viðhaldi á þeim hluta flugflota félagsins sem er kyrrsettur. Þar að auki koma margar deildir að þeirri vinnu sem er nú í fullum gangi vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. Við viljum hafa sem flesta í fullu starfi eftir því sem hægt er og vonumst til þess að starfsmenn komi til móts við beiðni okkar um skert launa- eða starfshlutfall á meðan við komumst yfir erfiðasta hjallann,“ segir Bogi. Flugvélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Hlutabótaleiðin á ekki lengur við eftir gaumgæfilega athugun Í tilkynningunni segir ennfremur að Icelandair Group hafi síðustu tvenn mánaðamót gripið til yfirgripsmikilla aðgerða sem hafi falið í sér verulegar uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. „Á sama tíma hefur félagið lagt ríka áherslu á að halda uppi grunnstarfsemi á öllum sviðum og tryggja þar með nauðsynlegan sveigjanleika til að geta brugðist hratt við um leið og markaðir opnast á ný og eftirspurn eftir flugi og ferðalögum myndast. Í maímánuði hafa langflestir starfsmenn félagsins verið í skertu starfshlutfalli í samræmi við hlutabótaleið stjórnvalda. Aðrir hafa verið í fullu starfi með skert laun. Eftir að hafa skoðað málið gaumgæfilega er niðurstaðan sú að hlutabótaleið stjórnvalda muni ekki eiga við lengur í starfsemi Icelandair Group frá og með 1. júní, nema hjá Iceland Travel. Markmiðið með úrræði stjórnvalda er skýrt – að viðhalda ráðningarsambandi þar sem verkefnum hefur fækkað verulega. Nú er svo komið að félagið þarf á meira vinnuframlagi að halda en síðustu mánuði,“ segir í tilkynningunni. Icelandair fyrirhugar hlutafjárútboð í lok næsta mánaðar til að afla allt að 30 milljarða króna í nýju hlutafé.
Icelandair Hlutabótaleiðin Fréttir af flugi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsfólk Icelandair taki á sig tíu prósenta launaskerðingu eða lækki starfshlutfall Icelandair grípur til þessa aðgerða þar sem félagið „geti ekki“ nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda áfram. 29. maí 2020 11:56 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Starfsfólk Icelandair taki á sig tíu prósenta launaskerðingu eða lækki starfshlutfall Icelandair grípur til þessa aðgerða þar sem félagið „geti ekki“ nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda áfram. 29. maí 2020 11:56