Mynt Wei Li reyndist ósvikin Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2020 07:47 Wei Li reyndi að skipta myntinni í febrúar og sagðist ætla að reyna að fá myntinni skipt í öllum útibúum á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 Rannsókn á vegum Seðlabankans leiddi í ljós að mynt Kínverjans Wei Li sem hann kom með til landsins hafi verið ósvikin. Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins þar sem vísað er í skriflegu svari frá Seðlabankanum við fyrirspurn. Mikla athygli vakti þegar Wei Li kom með um 170 kíló af íslenskri mynt til landsins og var verðmæti hennar 1,6 milljónir króna. Stór hluti myntarinnar var skemmd, en ferðamaðurinn sagðist hafa fengið myntina frá braskara í heimalandinu. Var hluti sagður hafa komið frá fyrirtæki sem kaupi samanpressaða bílar frá Íslandi. Wei Li reyndi að skipta myntinni í bönkum og tókst það á sumum stöðum, en eftir að grunsemdir vöknuðu var ákveðið að Seðlabankinn myndi senda hluta myntarinnar til rannsóknar hjá Royal Mint í Bretlandi þar sem íslensk mynt er slegin. Liggur niðurstaða þeirrar rannsóknar nú fyrir. Löskuð mynt kínverska ferðamannsins og Íslandsvinarins Wei Li.Stöð 2 Wei Li segir í samtali við Fréttablaðið að niðurstaða rannsóknarinnar komi sér ekki á óvart og að hann beri ekki kala til íslenskra banka sem sumir neituðu að taka við myntinni. Hann hafi notið sín á landinu og gefið hluta upphæðarinnar til Samhjálpar. Þá er haft eftir upplýsingafulltrúa Arion banka að bankinn enn standi fast á því að hann muni ekki taka við mynt ferðamannsins þar sem bankanum sé ekki skylt að taka við fjármunum frá fólki sem eigi ekki í viðskiptum við bankann. Enn sé óvissa um uppruna þeirra og bankinn þurfi að fara að ströngum reglum og aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Seðlabankinn Íslenskir bankar Íslenska krónan Íslandsvinir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Sjá meira
Rannsókn á vegum Seðlabankans leiddi í ljós að mynt Kínverjans Wei Li sem hann kom með til landsins hafi verið ósvikin. Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins þar sem vísað er í skriflegu svari frá Seðlabankanum við fyrirspurn. Mikla athygli vakti þegar Wei Li kom með um 170 kíló af íslenskri mynt til landsins og var verðmæti hennar 1,6 milljónir króna. Stór hluti myntarinnar var skemmd, en ferðamaðurinn sagðist hafa fengið myntina frá braskara í heimalandinu. Var hluti sagður hafa komið frá fyrirtæki sem kaupi samanpressaða bílar frá Íslandi. Wei Li reyndi að skipta myntinni í bönkum og tókst það á sumum stöðum, en eftir að grunsemdir vöknuðu var ákveðið að Seðlabankinn myndi senda hluta myntarinnar til rannsóknar hjá Royal Mint í Bretlandi þar sem íslensk mynt er slegin. Liggur niðurstaða þeirrar rannsóknar nú fyrir. Löskuð mynt kínverska ferðamannsins og Íslandsvinarins Wei Li.Stöð 2 Wei Li segir í samtali við Fréttablaðið að niðurstaða rannsóknarinnar komi sér ekki á óvart og að hann beri ekki kala til íslenskra banka sem sumir neituðu að taka við myntinni. Hann hafi notið sín á landinu og gefið hluta upphæðarinnar til Samhjálpar. Þá er haft eftir upplýsingafulltrúa Arion banka að bankinn enn standi fast á því að hann muni ekki taka við mynt ferðamannsins þar sem bankanum sé ekki skylt að taka við fjármunum frá fólki sem eigi ekki í viðskiptum við bankann. Enn sé óvissa um uppruna þeirra og bankinn þurfi að fara að ströngum reglum og aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Seðlabankinn Íslenskir bankar Íslenska krónan Íslandsvinir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Sjá meira