Gönguleiðin inn í Reykjadal opnar á hvítasunnudag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2020 23:17 Nýja brúin yfir Hengladalaá. Hveragerðisbær Gönguleiðin inn í Reykjadal verður opnuð á ný núna á sunnudaginn, á hvítasunnudag, 31. maí. Reykjadalur hefur verið lokaður síðan þann 15. apríl en svæðinu var lokað annars vegar af öryggisástæðum og hins vegar til þess að hlífa gróðri í dalnum. Afar vinsælt er bæði á meðal Íslendinga og erlendra ferðamanna að ganga í Reykjadal en þar eru heitir hverir sem hægt er að baða sig í. Að því er segir í tilkynningu um opnunina á vef Hveragerðisbæjar hefur lokunartíminn verið nýttur til endurbóta á gönguleiðinni jafnframt sem sett hefur verið upp ný brú yfir Hengladalaá sem leysir af hólmi gömlu staurabrúna. „Göngustígurinn hefur tekið nokkrum breytingum og hefur hann nú verið færður frá hverunum í hlíðinni í dalnum en þar hafði skapast mikið hættuástand sem bregðast varð við. Brúin sem lögð hafði verið yfir hverinn hefur verið fjarlægð. Mikilvægt er að göngumenn taki tillit til aðstæðna, muni að verið er að fara um svæði þar sem hverir geta skapað hættu og verið hættulegir á mörgum stöðum. Ávallt skal fylgja merktum gönguleiðum,“ segir á vef Hveragerðisbæjar. Þar er því jafnframt beint til gesta að ganga snyrtilega um baðstaðinn og taka með sér sundföt og handklæði þegar svæðið er yfirgefið sem og annað rusl. Engin salerni eða ruslafötur séu við gönguleiðina eða baðstaðinn enda sé gert ráð fyrir því að það sem komi í dalinn fari allt þaðan aftur. „Vert er líka að minna á reglur útgefnar af sóttvarnalækni vegna Covid og að almenn skynsemi sé höfð í fyrirrúmi sem og ábendingar um fjarlægðir milli manna. Enn og aftur er gott að muna að ekki er heimilt að tjalda í Reykjadal. Áfram verður unnið að endurbótum á gönguleiðinni á vegum starfshóps um uppbyggingu í Reykjadal. Jafnframt er rétt að geta þess að landvörður á vegum Umhverfisstofnunar verður að störfum í Reykjadal í sumar gestum til halds og traust og ekki síður til leiðbeiningar um almenna umgengni,“ segir á vef Hveragerðisbæjar en Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, skrifar undir tilkynninguna. Hveragerði Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Ölfus Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Sjá meira
Gönguleiðin inn í Reykjadal verður opnuð á ný núna á sunnudaginn, á hvítasunnudag, 31. maí. Reykjadalur hefur verið lokaður síðan þann 15. apríl en svæðinu var lokað annars vegar af öryggisástæðum og hins vegar til þess að hlífa gróðri í dalnum. Afar vinsælt er bæði á meðal Íslendinga og erlendra ferðamanna að ganga í Reykjadal en þar eru heitir hverir sem hægt er að baða sig í. Að því er segir í tilkynningu um opnunina á vef Hveragerðisbæjar hefur lokunartíminn verið nýttur til endurbóta á gönguleiðinni jafnframt sem sett hefur verið upp ný brú yfir Hengladalaá sem leysir af hólmi gömlu staurabrúna. „Göngustígurinn hefur tekið nokkrum breytingum og hefur hann nú verið færður frá hverunum í hlíðinni í dalnum en þar hafði skapast mikið hættuástand sem bregðast varð við. Brúin sem lögð hafði verið yfir hverinn hefur verið fjarlægð. Mikilvægt er að göngumenn taki tillit til aðstæðna, muni að verið er að fara um svæði þar sem hverir geta skapað hættu og verið hættulegir á mörgum stöðum. Ávallt skal fylgja merktum gönguleiðum,“ segir á vef Hveragerðisbæjar. Þar er því jafnframt beint til gesta að ganga snyrtilega um baðstaðinn og taka með sér sundföt og handklæði þegar svæðið er yfirgefið sem og annað rusl. Engin salerni eða ruslafötur séu við gönguleiðina eða baðstaðinn enda sé gert ráð fyrir því að það sem komi í dalinn fari allt þaðan aftur. „Vert er líka að minna á reglur útgefnar af sóttvarnalækni vegna Covid og að almenn skynsemi sé höfð í fyrirrúmi sem og ábendingar um fjarlægðir milli manna. Enn og aftur er gott að muna að ekki er heimilt að tjalda í Reykjadal. Áfram verður unnið að endurbótum á gönguleiðinni á vegum starfshóps um uppbyggingu í Reykjadal. Jafnframt er rétt að geta þess að landvörður á vegum Umhverfisstofnunar verður að störfum í Reykjadal í sumar gestum til halds og traust og ekki síður til leiðbeiningar um almenna umgengni,“ segir á vef Hveragerðisbæjar en Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, skrifar undir tilkynninguna.
Hveragerði Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Ölfus Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Sjá meira