Segir kröfu um afsökunarbeiðni ófaglega og ummælin eðlilega athugun á störfum Neyðarlínunnar Andri Eysteinsson skrifar 28. maí 2020 19:44 Dóra Björt hefur svarað yfirlýsingu Neyðarlínunnar. Vísir/Vilhelm „Neyðarlínan hefur ekki verið sett á sakabekk af mér né borginni. Aðeins hefur verið óskað eftir svörum og skýrum merkjum um að atvikið sé tekið alvarlega og staðfestingu á að ekki sé um kerfisbundið vandamál að ræða heldur einstaka atvik,“ segir borgarfulltrúinn Dóra Björt Guðjónsdóttir um kröfu Neyðarlínunnar um afsökunarbeiðni vegna ummæla sem Dóra lét falla í útvarpi á Rás 2 í morgun. Sjá einnig: Neyðarlínan krefur borgarfulltrúa um afsökunarbeiðni vegna „grófra og meiðandi ásakana“ Dóra segir viðbrögð Neyðarlínunnar hryggja sig og segir ummælin eingöngu hafa verið eðlileg athugun á störfum fyrirtækisins í kjölfar kvartana borgarbúa. „Yfirlýsingin sem send var út í dag er ekki til þess gerð að ýta undir opna umræðu og faglega skoðun á því atviki sem til umræðu hefur verið að undanförnu,“ skrifar Dóra Björt á Facebook-síðu sína. Borgarfulltrúinn segir það rangt að hún hafi sagt atvikið ekki hafa verið tekið alvarlega vegna fordóma gegn minnihlutahópum. „Í viðtalinu í morgun sagði ég það sanngjarnt að spyrja hvort viðbrögðin voru eðlileg. Um leið sagði ég að í kjölfar þessa atviks hafi ég heyrt frá fleirum þá tilfinningu að viðhorfið sé ójafnt eftir því hvern um er að ræða.“ Þetta sé ekki ásökun af hálfu oddvita Pírata í borgarstjórn heldur tilvitnun til opinberrar umræðu. Dóra Björt segir kröfuna um afsökunarbeiðni ekki hafa verið faglega og ekki merki um vilja til þess að fara yfir það hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis. „Enn síður er það gagnlegt að gera mér upp skoðanir og ásakanir sem fara fyrir brjóstið á yfirmönnum Neyðarlínunnar og er haldið fram opinberlega af öðrum og í kjölfarið krefjast afsökunarbeiðni fyrir þann tilbúning,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkurborgar. Sjá má færslu Dóru Bjartar í heild sinni hér að neðan. Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Borgarstjórn Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
„Neyðarlínan hefur ekki verið sett á sakabekk af mér né borginni. Aðeins hefur verið óskað eftir svörum og skýrum merkjum um að atvikið sé tekið alvarlega og staðfestingu á að ekki sé um kerfisbundið vandamál að ræða heldur einstaka atvik,“ segir borgarfulltrúinn Dóra Björt Guðjónsdóttir um kröfu Neyðarlínunnar um afsökunarbeiðni vegna ummæla sem Dóra lét falla í útvarpi á Rás 2 í morgun. Sjá einnig: Neyðarlínan krefur borgarfulltrúa um afsökunarbeiðni vegna „grófra og meiðandi ásakana“ Dóra segir viðbrögð Neyðarlínunnar hryggja sig og segir ummælin eingöngu hafa verið eðlileg athugun á störfum fyrirtækisins í kjölfar kvartana borgarbúa. „Yfirlýsingin sem send var út í dag er ekki til þess gerð að ýta undir opna umræðu og faglega skoðun á því atviki sem til umræðu hefur verið að undanförnu,“ skrifar Dóra Björt á Facebook-síðu sína. Borgarfulltrúinn segir það rangt að hún hafi sagt atvikið ekki hafa verið tekið alvarlega vegna fordóma gegn minnihlutahópum. „Í viðtalinu í morgun sagði ég það sanngjarnt að spyrja hvort viðbrögðin voru eðlileg. Um leið sagði ég að í kjölfar þessa atviks hafi ég heyrt frá fleirum þá tilfinningu að viðhorfið sé ójafnt eftir því hvern um er að ræða.“ Þetta sé ekki ásökun af hálfu oddvita Pírata í borgarstjórn heldur tilvitnun til opinberrar umræðu. Dóra Björt segir kröfuna um afsökunarbeiðni ekki hafa verið faglega og ekki merki um vilja til þess að fara yfir það hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis. „Enn síður er það gagnlegt að gera mér upp skoðanir og ásakanir sem fara fyrir brjóstið á yfirmönnum Neyðarlínunnar og er haldið fram opinberlega af öðrum og í kjölfarið krefjast afsökunarbeiðni fyrir þann tilbúning,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkurborgar. Sjá má færslu Dóru Bjartar í heild sinni hér að neðan.
Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Borgarstjórn Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira