Fullar geymslur af fiski fuðruðu upp í stórbrunanum í Hrísey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. maí 2020 20:15 Frystihúsið brann til kaldra kola, og lítið sem ekkert er eftir. Vísir/Tryggvi Fiskvinnsla Hrísey Seafood í Hrísey brann til kaldra kola í stórbruna í eyjunni í morgun. Íbúar segja eldsvoðann gríðarlegt áfall en vinnsla var við það að hefjast á ný eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Starfsmaður vinnslunnar sem gisti þar varð fyrstur var við eldinn klukkan fimm í morgun, komst hann út og hringdi á hjálp. Heimamenn sem manna slökkviliðið í Hrísey voru fyrstir á vettvang en slökkviliðið á Akureyri þurfti að aka 30 kílómetra og taka ferju til að komast á eldstað. Strax var ljóst að um stórbruna væri að ræða. „Maður sá það fljótt. Maður var rétt kominn yfir hæðina yfir Sandinn þá blasti bara reykurinn við og eldsúlan upp í loftið. Maður vissi strax hvers lags var,“ segir Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á Akureyri sem stýrði aðgerðum á vettvangi. Hér má sjá drónamyndband sem Laimonas Rimkus birti á Facebook í morgun. Slökkviliðið einbeitti sér að varnarstarfi við komuna en gríðarlega mikill eldur var í elsta hluta fiskvinnslunnar. Mikið af eldfimu efni og búnaði var innanhús sem torveldaði slökkvistarf. „Það er gríðarlega orkumikill eldur þarna inni þannig að fyrstu aðgerðir virtust ekki vera að gera mikið. Það var ekki fyrr en þakið hrundi sem það fór að ganga að slökkva í þessu. Þangað til það gerðist vorum við meira í að verja þessi hús,“ segir Ólafur. Eldurinn náði þó að teygja sig yfir í nærliggjandi byggingar. Mikið púður fór í að verja nýrri hluta fiskvinnslunnar auk þess sem að reykkafarar náðu að slökkva eld sem barst yfir í Salthúsið svokallaða, hinum megin við götuna. „Það er allt sviðbrunnið og kolað inn í hinum hluta hússins líka en húsið sjálft stendur og er ekki brunnið niður. Svo er náttúrúlega svolítð skemmt húsð hinu megin. Við misstum eld yfir í turninn á því húsi,“ segir Ólafur. Fiskvinnslan er gjörónýt og það sem eykur tjónið er að allar geymslur voru fullar af fiski. Starfsemin var að fara aftur af stað eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. „Já, það var eiginlega komið allt á fullt. Allar geymslur fullar af fiski til útflutnings og til vinnslu. Gott dæmi um það að það beið á Sandinum fiskur klukkan sjö í morgun sem átti að fara í vinnslu í morgunsárið,” segir Kristinn Frímann Árnason, einn af þeim sem var fyrstur á vettvang. Eigandi vinnslunar baðst undan viðtali en sagði ljóst að tjónið væri mikið enda hafi vinnslan verið byggð upp að undanförnu. Eftir langt vinnslustopp vegna Covid-19 hafi menn séð ljós í myrkrinu með því að geta farið að hefja vinnslu á ný, svo dynji þetta yfir. Áfffalið sé því mikið, ekki síst fyrir íbúa eyjunnar. „Já, þetta er stærsti vinnustaðurinn í eyjunni þannig að þetta er gríðarlegt áfall fyrir okkur öll í eyjunni,“ segir Kristinn sem bindur vonir við að eigendurnir, sem eru tiltölulega nýteknir við fiskvinnslunni byggi hana upp á nýjan leik. „Við bundum miklar vonir við þessar eigendur, þeir voru svo áhugasamir. En við bara vonum að það opnist aðrar dyr og þeir bara byggi upp. Við vonum bara það besta.“ Hrísey Akureyri Slökkvilið Sjávarútvegur Stórbruni í Hrísey Tengdar fréttir Eigendur Hríseyjar Seafood í áfalli Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum, og það skipti mestu máli. 28. maí 2020 10:20 Búnir að ná tökum á eldinum Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á eldinum sem kviknaði í Hrísey í morgun. 28. maí 2020 09:53 Eldurinn hefur borist í annað fiskvinnsluhús Eldurinn sem kviknaði í frystihúsinu í Hrísey í morgun hefur borist yfir í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. 28. maí 2020 08:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
Fiskvinnsla Hrísey Seafood í Hrísey brann til kaldra kola í stórbruna í eyjunni í morgun. Íbúar segja eldsvoðann gríðarlegt áfall en vinnsla var við það að hefjast á ný eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Starfsmaður vinnslunnar sem gisti þar varð fyrstur var við eldinn klukkan fimm í morgun, komst hann út og hringdi á hjálp. Heimamenn sem manna slökkviliðið í Hrísey voru fyrstir á vettvang en slökkviliðið á Akureyri þurfti að aka 30 kílómetra og taka ferju til að komast á eldstað. Strax var ljóst að um stórbruna væri að ræða. „Maður sá það fljótt. Maður var rétt kominn yfir hæðina yfir Sandinn þá blasti bara reykurinn við og eldsúlan upp í loftið. Maður vissi strax hvers lags var,“ segir Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á Akureyri sem stýrði aðgerðum á vettvangi. Hér má sjá drónamyndband sem Laimonas Rimkus birti á Facebook í morgun. Slökkviliðið einbeitti sér að varnarstarfi við komuna en gríðarlega mikill eldur var í elsta hluta fiskvinnslunnar. Mikið af eldfimu efni og búnaði var innanhús sem torveldaði slökkvistarf. „Það er gríðarlega orkumikill eldur þarna inni þannig að fyrstu aðgerðir virtust ekki vera að gera mikið. Það var ekki fyrr en þakið hrundi sem það fór að ganga að slökkva í þessu. Þangað til það gerðist vorum við meira í að verja þessi hús,“ segir Ólafur. Eldurinn náði þó að teygja sig yfir í nærliggjandi byggingar. Mikið púður fór í að verja nýrri hluta fiskvinnslunnar auk þess sem að reykkafarar náðu að slökkva eld sem barst yfir í Salthúsið svokallaða, hinum megin við götuna. „Það er allt sviðbrunnið og kolað inn í hinum hluta hússins líka en húsið sjálft stendur og er ekki brunnið niður. Svo er náttúrúlega svolítð skemmt húsð hinu megin. Við misstum eld yfir í turninn á því húsi,“ segir Ólafur. Fiskvinnslan er gjörónýt og það sem eykur tjónið er að allar geymslur voru fullar af fiski. Starfsemin var að fara aftur af stað eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. „Já, það var eiginlega komið allt á fullt. Allar geymslur fullar af fiski til útflutnings og til vinnslu. Gott dæmi um það að það beið á Sandinum fiskur klukkan sjö í morgun sem átti að fara í vinnslu í morgunsárið,” segir Kristinn Frímann Árnason, einn af þeim sem var fyrstur á vettvang. Eigandi vinnslunar baðst undan viðtali en sagði ljóst að tjónið væri mikið enda hafi vinnslan verið byggð upp að undanförnu. Eftir langt vinnslustopp vegna Covid-19 hafi menn séð ljós í myrkrinu með því að geta farið að hefja vinnslu á ný, svo dynji þetta yfir. Áfffalið sé því mikið, ekki síst fyrir íbúa eyjunnar. „Já, þetta er stærsti vinnustaðurinn í eyjunni þannig að þetta er gríðarlegt áfall fyrir okkur öll í eyjunni,“ segir Kristinn sem bindur vonir við að eigendurnir, sem eru tiltölulega nýteknir við fiskvinnslunni byggi hana upp á nýjan leik. „Við bundum miklar vonir við þessar eigendur, þeir voru svo áhugasamir. En við bara vonum að það opnist aðrar dyr og þeir bara byggi upp. Við vonum bara það besta.“
Hrísey Akureyri Slökkvilið Sjávarútvegur Stórbruni í Hrísey Tengdar fréttir Eigendur Hríseyjar Seafood í áfalli Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum, og það skipti mestu máli. 28. maí 2020 10:20 Búnir að ná tökum á eldinum Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á eldinum sem kviknaði í Hrísey í morgun. 28. maí 2020 09:53 Eldurinn hefur borist í annað fiskvinnsluhús Eldurinn sem kviknaði í frystihúsinu í Hrísey í morgun hefur borist yfir í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. 28. maí 2020 08:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
Eigendur Hríseyjar Seafood í áfalli Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum, og það skipti mestu máli. 28. maí 2020 10:20
Búnir að ná tökum á eldinum Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á eldinum sem kviknaði í Hrísey í morgun. 28. maí 2020 09:53
Eldurinn hefur borist í annað fiskvinnsluhús Eldurinn sem kviknaði í frystihúsinu í Hrísey í morgun hefur borist yfir í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. 28. maí 2020 08:00