Stofna nýtt rekstrarfélag um Reykjalund Atli Ísleifsson skrifar 28. maí 2020 12:35 Fjallað var mikið um málefni Reykjalundar í haust og vetur, sem einkenndust af ólgu og ósætti milli starfsfólks stofnunarinnar og stjórnar SÍBS. Vísir/Vilhelm Sérstakt félag um rekstur endurhæfingarþjónustu á Reykjalundi hefur verið stofnað og er því ætlað að vera óhagnaðardrifið einkahlutafélag með sérstaka stjórn sem verður óháð stjórn SÍBS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjalundi, en líkt og áður hefur verið tilkynnt hefur Pétur Magnússon verið ráðinn forstjóri og kemur hann til starfa 1. júní næstkomandi. Mikill styr hefur staðið um rekstur Reykjalundar síðustu misserin, en heilbrigðisráðherra tilnefndi í nóvember síðastliðinn starfsstjórn yfir stofnuninni til að stýra henni á meðan unnið væri að endurskoðun stjórnskipulags stofnunarinnar sem var samstarfsverkefni starfsstjórnar og SÍBS, eiganda Reykjalundar. Starfsfólki tilkynnt í morgun um breytingarnar Starfsfólki Reykjalundar var í morgun kynnt framtíðarfyrirkomulag stjórnunar endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Var þar kynnt nýtt skipurit sem tekur gildi 1. júní og hafi verið unnið var í samráði við starfsfólk. Haft er eftir Stefáni Yngvasyni, formanni starfsstjórnar, að hann sé er ánægður með ávinning af starfi starfsstjórnarinnar og að hann sé sannfærður um að tekist hafi að finna mjög farsæla lausn. Í tilkynningunni segir að hlutverk SÍBS til framtíðar sem eiganda Reykjalundar verði fyrst og fremst að fjármagna uppbyggingu á staðnum. Daglegur rekstur endurhæfingarþjónustunnar muni áfram byggjast á samningi við Sjúkratryggingar Íslands, þar sem tryggt verði að launakjör, lífeyrisréttindi og önnur réttindi og skyldur starfsmanna Reykjalundar haldist óbreytt hjá nýja félaginu. Gunnar Ármannsson, Anna Stefánsdóttir, Pétur Magnússon, Haraldur Sverrisson og Arna Harðardóttir.Reykjalundur Stjórn hins nýja hlutafélags skipa Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur, formaður Gunnar Ármannsson, lögmaður, meðstjórnandi Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, meðstjórnandi Arna Harðardóttir, sjúkraþjálfari, varamaður Ósætti milli starfsfólks og stjórnar SÍBS Mikið var fjallað um málefni Reykjalundar í haust og vetur, sem einkenndust af ólgu og ósætti milli starfsfólks stofnunarinnar og stjórnar SÍBS. Málið komst fyrst í fjölmiðla eftir að Birgi Gunnarssyni, sem þá hafði verið forstjóri Reykjalundar í tólf ár, var óvænt sagt upp störfum af stjórn SÍBS. Þá var Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, einnig sagt skyndilega upp. Í kjölfarið var Herdís Gunnarsdóttir ráðin forstjóri Reykjalundar og Ólafur Þór Ævarsson ráðinn framkvæmdastjóri lækninga. Herdís og Ólafur sögðu þó bæði störfum sínum lausum eftir skamman tíma í starfi. Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Sérstakt félag um rekstur endurhæfingarþjónustu á Reykjalundi hefur verið stofnað og er því ætlað að vera óhagnaðardrifið einkahlutafélag með sérstaka stjórn sem verður óháð stjórn SÍBS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjalundi, en líkt og áður hefur verið tilkynnt hefur Pétur Magnússon verið ráðinn forstjóri og kemur hann til starfa 1. júní næstkomandi. Mikill styr hefur staðið um rekstur Reykjalundar síðustu misserin, en heilbrigðisráðherra tilnefndi í nóvember síðastliðinn starfsstjórn yfir stofnuninni til að stýra henni á meðan unnið væri að endurskoðun stjórnskipulags stofnunarinnar sem var samstarfsverkefni starfsstjórnar og SÍBS, eiganda Reykjalundar. Starfsfólki tilkynnt í morgun um breytingarnar Starfsfólki Reykjalundar var í morgun kynnt framtíðarfyrirkomulag stjórnunar endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Var þar kynnt nýtt skipurit sem tekur gildi 1. júní og hafi verið unnið var í samráði við starfsfólk. Haft er eftir Stefáni Yngvasyni, formanni starfsstjórnar, að hann sé er ánægður með ávinning af starfi starfsstjórnarinnar og að hann sé sannfærður um að tekist hafi að finna mjög farsæla lausn. Í tilkynningunni segir að hlutverk SÍBS til framtíðar sem eiganda Reykjalundar verði fyrst og fremst að fjármagna uppbyggingu á staðnum. Daglegur rekstur endurhæfingarþjónustunnar muni áfram byggjast á samningi við Sjúkratryggingar Íslands, þar sem tryggt verði að launakjör, lífeyrisréttindi og önnur réttindi og skyldur starfsmanna Reykjalundar haldist óbreytt hjá nýja félaginu. Gunnar Ármannsson, Anna Stefánsdóttir, Pétur Magnússon, Haraldur Sverrisson og Arna Harðardóttir.Reykjalundur Stjórn hins nýja hlutafélags skipa Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur, formaður Gunnar Ármannsson, lögmaður, meðstjórnandi Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, meðstjórnandi Arna Harðardóttir, sjúkraþjálfari, varamaður Ósætti milli starfsfólks og stjórnar SÍBS Mikið var fjallað um málefni Reykjalundar í haust og vetur, sem einkenndust af ólgu og ósætti milli starfsfólks stofnunarinnar og stjórnar SÍBS. Málið komst fyrst í fjölmiðla eftir að Birgi Gunnarssyni, sem þá hafði verið forstjóri Reykjalundar í tólf ár, var óvænt sagt upp störfum af stjórn SÍBS. Þá var Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, einnig sagt skyndilega upp. Í kjölfarið var Herdís Gunnarsdóttir ráðin forstjóri Reykjalundar og Ólafur Þór Ævarsson ráðinn framkvæmdastjóri lækninga. Herdís og Ólafur sögðu þó bæði störfum sínum lausum eftir skamman tíma í starfi.
Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira