Kári Stefánsson mættur í Stjórnarráðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. maí 2020 11:30 Kári Stefánsson mætir til fundar í Stjórnarráðið upp úr klukkan ellefu í morgun. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er mættur til fundar í stjórnarráðið við Lækjargötu. Kári mætti í leigubíl rétt upp úr klukkan ellefu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Kári á fundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Að neðan má sjá þegar Kári yfirgaf fundinn rúmum hálftíma eftir að hann hófst. Þar sagðist hann blaðra alltof mikið en sagði líkur á því að Íslensk erfðagreining kæmi að skimun á Keflavíkurflugvelli í júní. Kári mætti í Kastljósið í gær þar sem hann var hneykslaður á framkomu heilbrigðisráðherra gagnvart Íslenskri erfðagreiningu. Samkvæmt heimildum Vísis var boðað til fundarins áður en til Kastljósviðtalsins kom. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, flokksystur úr Vinstri grænum, á blaðamannafundi á meðan kórónuveirufaraldurinn var í hámarki. Í bakgrunni er Alma Dagbjört Möller landlæknir.Vísir/Vilhelm Óhætt er að segja að Kára hafi verið mikið niðri fyrir í viðtalinu í gærkvöldi. Sagði hann að fyrirtækið myndi ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. „Samskipti okkar [Íslenskrar erfðagreiningar] við það ráðuneyti eru á þann veg að við treystum okkur ekki til þess.“ Sagði hann heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa.“ Fengu engar þakkir frá Svandísi Kári vísaði meðal annars til þess að á síðasta upplýsingafundi landlæknis og almannavarna, hefði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þakkað öllum sem komu að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum hér á landi, nema Íslenskri erfðagreiningu. Svandís flutti eftirtektarverða ræðu á síðasta upplýsingafundinum á mánudaginn þar sem þríeykið var heiðrað með blómum. Ekkert var minnst á Íslenska erfðagreiningu í ræðunni. „Þetta móðgaði fólkið niðri í Vatnsmýri að því marki að fólkið niðri í Vatnsmýri sagði ,Jæja, ef það stendur til að fara að skima einhvers staðar þá verða það aðrir heldur en við,‘“ sagði Kári og kvaðst ekki vita um ástæðu þess að hann og annað starfsfólk fyrirtækisins fékk ekki þakkir fyrir starf sitt, sem fólst einn helst í að taka stærstan hluta sýna sem tekinn hefur verið fyrir veirunni hér á landi. Kári sagði að fyrirtækið hefði verið tilbúið að veita ráð um hvernig best væri að standa að skimun á Keflavíkurflugvelli. Einnig hafi fyrirtækið boðist til þess að lána tækjabúnað til verksins. „En það var ekki leitað til okkar, það ráðfærði sig enginn við okkur,“ sagði Kári. Telur eðlilegt að fyrirtækið snúi til hefðbundinna starfa Hann hefði fyrst heyrt af því í Kastljósi á þriðjudag að ráðherra gerði ráð fyrir að Íslensk erfðagreining gæti komið til bjargar í ljósi þess hve mikil óvissa er auk þess sem ljóst er veirufræðideild Landspítalans mun ekki anna fleiri ferðamönnum en 500 á dag. Svandís var gestur Kastljóss í gær, þar sem hún ræddi meðal annars hinar fyrirhugðu skimanir á Keflavíkurflugvelli. Til stendur að bjóða upp á skimanir fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli í tvær vikur frá og með 15. júní. Margt er þó óljóst og ófrágengið í þeim efnum.Vísir/Vilhelm Í skýrslu vinnuhóps um opnun landamæra kom fram að veirufræðideild Landspítala gæti aðeins sinnt sem nemur 500 sýnum á dag, sem svarar til tveggja til þriggja fullra flugvéla. Því væri alls óvíst að veirufræðideildin gæti annað eftirspurn sem mikil óvissa er um hver verður. „Það sem við erum að tala um þarna er að það þurfi að ráðast í einhverskonar samkomulag við væntanlega Decode sem hefur þá yfir þeirri greiningargetu að ráða sem þarf til þess að brúa þetta bil,“ sagði Svandís meðal annars í viðtalinu. Kári sagði hins vegar í gærkvöldi að ekki hefði verið haft samband við hann eða aðra hjá Íslenskri erfðagreiningu, og því teldi hann ósköp eðlilegt að fyrirtækið sneri sér að aftur sinni hefðbundnu dagvinnu, sem fælist í því að rannsaka hina ýmsu sjúkdóma. Svandís vildi ekki veita viðtal vegna ummæla Kára þegar fréttastofa leitaði eftir því í morgun. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í stuttu spjalli við fréttastofu að verkefnahópnum hefði verið falið að kanna stöðuna eins og hún væri í dag og getu til skimana. Niðurstaðan hefði verið sú að nauðsynlegt væri að ræða við aðra aðila til að það gæti gengið eftir, og það verði gert. Kári Stefánsson kominn upp í leigubíl að loknum fundi í Stjórnarráðinu í morgun.Vísir/Vilhelm Fréttin var síðast uppfærð 11:55 eftir að fundi Kára með forsætisráðherra lauk. Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. 27. maí 2020 21:54 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er mættur til fundar í stjórnarráðið við Lækjargötu. Kári mætti í leigubíl rétt upp úr klukkan ellefu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Kári á fundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Að neðan má sjá þegar Kári yfirgaf fundinn rúmum hálftíma eftir að hann hófst. Þar sagðist hann blaðra alltof mikið en sagði líkur á því að Íslensk erfðagreining kæmi að skimun á Keflavíkurflugvelli í júní. Kári mætti í Kastljósið í gær þar sem hann var hneykslaður á framkomu heilbrigðisráðherra gagnvart Íslenskri erfðagreiningu. Samkvæmt heimildum Vísis var boðað til fundarins áður en til Kastljósviðtalsins kom. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, flokksystur úr Vinstri grænum, á blaðamannafundi á meðan kórónuveirufaraldurinn var í hámarki. Í bakgrunni er Alma Dagbjört Möller landlæknir.Vísir/Vilhelm Óhætt er að segja að Kára hafi verið mikið niðri fyrir í viðtalinu í gærkvöldi. Sagði hann að fyrirtækið myndi ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. „Samskipti okkar [Íslenskrar erfðagreiningar] við það ráðuneyti eru á þann veg að við treystum okkur ekki til þess.“ Sagði hann heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa.“ Fengu engar þakkir frá Svandísi Kári vísaði meðal annars til þess að á síðasta upplýsingafundi landlæknis og almannavarna, hefði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þakkað öllum sem komu að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum hér á landi, nema Íslenskri erfðagreiningu. Svandís flutti eftirtektarverða ræðu á síðasta upplýsingafundinum á mánudaginn þar sem þríeykið var heiðrað með blómum. Ekkert var minnst á Íslenska erfðagreiningu í ræðunni. „Þetta móðgaði fólkið niðri í Vatnsmýri að því marki að fólkið niðri í Vatnsmýri sagði ,Jæja, ef það stendur til að fara að skima einhvers staðar þá verða það aðrir heldur en við,‘“ sagði Kári og kvaðst ekki vita um ástæðu þess að hann og annað starfsfólk fyrirtækisins fékk ekki þakkir fyrir starf sitt, sem fólst einn helst í að taka stærstan hluta sýna sem tekinn hefur verið fyrir veirunni hér á landi. Kári sagði að fyrirtækið hefði verið tilbúið að veita ráð um hvernig best væri að standa að skimun á Keflavíkurflugvelli. Einnig hafi fyrirtækið boðist til þess að lána tækjabúnað til verksins. „En það var ekki leitað til okkar, það ráðfærði sig enginn við okkur,“ sagði Kári. Telur eðlilegt að fyrirtækið snúi til hefðbundinna starfa Hann hefði fyrst heyrt af því í Kastljósi á þriðjudag að ráðherra gerði ráð fyrir að Íslensk erfðagreining gæti komið til bjargar í ljósi þess hve mikil óvissa er auk þess sem ljóst er veirufræðideild Landspítalans mun ekki anna fleiri ferðamönnum en 500 á dag. Svandís var gestur Kastljóss í gær, þar sem hún ræddi meðal annars hinar fyrirhugðu skimanir á Keflavíkurflugvelli. Til stendur að bjóða upp á skimanir fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli í tvær vikur frá og með 15. júní. Margt er þó óljóst og ófrágengið í þeim efnum.Vísir/Vilhelm Í skýrslu vinnuhóps um opnun landamæra kom fram að veirufræðideild Landspítala gæti aðeins sinnt sem nemur 500 sýnum á dag, sem svarar til tveggja til þriggja fullra flugvéla. Því væri alls óvíst að veirufræðideildin gæti annað eftirspurn sem mikil óvissa er um hver verður. „Það sem við erum að tala um þarna er að það þurfi að ráðast í einhverskonar samkomulag við væntanlega Decode sem hefur þá yfir þeirri greiningargetu að ráða sem þarf til þess að brúa þetta bil,“ sagði Svandís meðal annars í viðtalinu. Kári sagði hins vegar í gærkvöldi að ekki hefði verið haft samband við hann eða aðra hjá Íslenskri erfðagreiningu, og því teldi hann ósköp eðlilegt að fyrirtækið sneri sér að aftur sinni hefðbundnu dagvinnu, sem fælist í því að rannsaka hina ýmsu sjúkdóma. Svandís vildi ekki veita viðtal vegna ummæla Kára þegar fréttastofa leitaði eftir því í morgun. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í stuttu spjalli við fréttastofu að verkefnahópnum hefði verið falið að kanna stöðuna eins og hún væri í dag og getu til skimana. Niðurstaðan hefði verið sú að nauðsynlegt væri að ræða við aðra aðila til að það gæti gengið eftir, og það verði gert. Kári Stefánsson kominn upp í leigubíl að loknum fundi í Stjórnarráðinu í morgun.Vísir/Vilhelm Fréttin var síðast uppfærð 11:55 eftir að fundi Kára með forsætisráðherra lauk.
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. 27. maí 2020 21:54 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Sjá meira
Segir heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. 27. maí 2020 21:54