Snjókoma í lok maí kom ekki á óvart þrátt fyrir blíðviðri undanfarna daga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. maí 2020 20:31 Það snjóaði mikið að Hólum í Hjaltadal í morgun. Aðsend/Ágúst Kárason „Það er mikill snjór í fjöllunum og það var allt hér snæviþakið um tíu,“ segir Ágúst Kárason, vélamaður í samtali við fréttastofu. Mikil snjókoma var að Hólum í Hjaltadal þegar starfsmenn Króksverks mættu til vinnu í malarnámu að Hólum. Hríðin stóð yfir í um 2 klukkutíma áður en stytti upp og sólin byrjaði aftur að skína. Ágúst segist alvanur veðrinu, verandi uppalinn á Norðurlandi og hafandi unnið mikið á fjöllum. Snjókoman hafi þó komið á óvart þar sem veðrið á svæðinu hefur verið gott síðustu tvær vikur og segir Ágúst að næstu dagar lofi góðu, þá eigi að vera allt að 15 gráður á svæðinu. „Við komum þarna yfir klukkan sjö og við erum þarna að vinna aðeins í kring um vélarnar um sjö og hálf átta og fáum okkur smá kaffi og erum bara að velta því fyrir okkur hvort við eigum að vera að starta þessu út af rigningunni. Svo hugsum við með okkur: við prófum, reynum á þetta. Heyrðu, þá fer bara að snjóa!“ Jörðin var snæviþakin í morgun.Aðsend/Ágúst Kárason Hann segir vinnuna flækjast mikið þegar úrkoma er, enda er mikill leir í jarðveginum sem verið er að vinna sem getur stíflað vinnuvélarnar. „Það er töluverður leir í þessu efni sem við erum að vinna fyrir Vegagerðina, þetta er efni sem þeir nota í malarvegina. Þegar leirinn blotnar í rigningu á meðan við erum að mala hann þá sest leirinn inn í vélarnar og stíflar allt.“ Það kom þó ekki að sök en mennirnir vörðu deginum í að þrífa vélarnar eftir að stytti upp og í almennt viðhald á vinnuvélunum. Þó er enn mikill snjór í fjöllunum og Tröllaskaginn snæviþakinn. „Menn eru enn þá að keyra á Reykjavík með vélsleðana sína og fara að leika sér þarna í Tröllaskaganum. Ég held það hafi bara verið um síðustu helgi hópur manna.“ Skagafjörður Veður Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
„Það er mikill snjór í fjöllunum og það var allt hér snæviþakið um tíu,“ segir Ágúst Kárason, vélamaður í samtali við fréttastofu. Mikil snjókoma var að Hólum í Hjaltadal þegar starfsmenn Króksverks mættu til vinnu í malarnámu að Hólum. Hríðin stóð yfir í um 2 klukkutíma áður en stytti upp og sólin byrjaði aftur að skína. Ágúst segist alvanur veðrinu, verandi uppalinn á Norðurlandi og hafandi unnið mikið á fjöllum. Snjókoman hafi þó komið á óvart þar sem veðrið á svæðinu hefur verið gott síðustu tvær vikur og segir Ágúst að næstu dagar lofi góðu, þá eigi að vera allt að 15 gráður á svæðinu. „Við komum þarna yfir klukkan sjö og við erum þarna að vinna aðeins í kring um vélarnar um sjö og hálf átta og fáum okkur smá kaffi og erum bara að velta því fyrir okkur hvort við eigum að vera að starta þessu út af rigningunni. Svo hugsum við með okkur: við prófum, reynum á þetta. Heyrðu, þá fer bara að snjóa!“ Jörðin var snæviþakin í morgun.Aðsend/Ágúst Kárason Hann segir vinnuna flækjast mikið þegar úrkoma er, enda er mikill leir í jarðveginum sem verið er að vinna sem getur stíflað vinnuvélarnar. „Það er töluverður leir í þessu efni sem við erum að vinna fyrir Vegagerðina, þetta er efni sem þeir nota í malarvegina. Þegar leirinn blotnar í rigningu á meðan við erum að mala hann þá sest leirinn inn í vélarnar og stíflar allt.“ Það kom þó ekki að sök en mennirnir vörðu deginum í að þrífa vélarnar eftir að stytti upp og í almennt viðhald á vinnuvélunum. Þó er enn mikill snjór í fjöllunum og Tröllaskaginn snæviþakinn. „Menn eru enn þá að keyra á Reykjavík með vélsleðana sína og fara að leika sér þarna í Tröllaskaganum. Ég held það hafi bara verið um síðustu helgi hópur manna.“
Skagafjörður Veður Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira