Jafnvel fleiri væntanlegir til landsins en áður var gert ráð fyrir Birgir Olgeirsson skrifar 26. maí 2020 18:39 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að vinna þurfi á drjúgum verkefnalista ef áætlun stjórnvalda, um að hleypa ferðamönnum til landsins gegn veiruprófi, eigi að ganga upp. Ljóst sé að auka þurfi afkastagetu við veiruprófanir á landamærunum. Samkvæmt skýrslu verkefnisstjórnar getur veirufræðideild Landspítalans veiruprófað um 500 ferðamenn á dag. Stjórnvöld settu sér hins vegar markmið um að afkastageta væri um eitt þúsund ferðamenn á dag. „Niðurstaða verkefnisstjórnarinnar er að þetta sé gerlegt að þessi leið sé fær,“ segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún segir að bæta þurfi í með auknum tækjabúnaði og mönnum á veirufræðideildinni. Einnig muni þurfa að brúa bilið með einhverjum hætti ef ferðamennirnir reynast fleiri en forsendurnar gera ráð fyrir. Þar hefur verkefnisstjórnin tiltekið Íslenska erfðagreiningu sem hefur sýnt mikla greiningargetu. „Forsendurnar sem við lögðum upp með til grundvallar fyrir viku eru breyttar núna. Það lítur út fyrir að það séu jafnvel fleiri væntanlegir um miðjan júní en það leit út fyrir viku. Svo geta ríkin í kringum okkur tekið nýjar ákvarðanir sem gefur tilefni til að við endurmetum þetta allt saman. Punkturinn í dag lítur þannig út að við stefnum á að gera þetta og ætlum að gera það sem þarf til að við getum verið stödd þarna 15. Júní,“ segir Svandís. Í dag þurfa ferðamenn að undirgangast tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins vegna sóttvarnaráðstafana. Sóttvarnalæknir mun fara yfir skýrslu verkefnisstjórinnar og áhættumat Landspítalans áður en hann sendir sínar tillögur til heilbrigðisráðherra um næstu skref sem hann telur fært að taka. Svandís á von á þeim tillögum um helgina. Þá eigi einnig eftir að vinna hagræna greiningu sem er á borði fjármálaráðuneytisins. Hún telur að allt ætti að liggja fyrir í næstu viku. Í áhættumati Landspítalans kemur fram að áhættan sé veruleg fyrir spítalann ef ferðamenn bera smit til landsins. Spítalinn færi strax á neyðarstig við fyrstu innlögn sjúklings. Álagið hafi verið gríðarlegt í vetur og verði ekki minna í sumar ef smituðum fer fjölgandi á ný. Þá verði margir starfsmenn spítalans í orlofi í sumar. Svandís segir ljóst að því verði mætt ef álagið eykst í heilbrigðiskerfinu. „Og höfum gert það hingað til. Við höfum haldið til haga þeim kostnaði sem hefur hlotist til við fyrsta kafla faraldursins, sem var umtalsverður. Ef við værum að fara í næstu lotu þar sem við þyrftum að glíma við einhver smit hér, þá auðvitað þarf að fjármagna það. Það gefur augaleið,“ segir Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðilar í ferðaþjónustu gætu þurft að sinna ferðamönnum í einangrun Aðilar í ferðaþjónustunni þurfa að vera undir það búnir að senda ferðamenn sem koma hingað til lands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og jafnvel sinna þeim ef þeir þurfa að sæta sóttkví og/eða einangrun. 26. maí 2020 17:56 Þurfi að vera skýrt hvað lögregla megi gera við óhlýðna ferðamenn Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma 26. maí 2020 15:22 Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. 26. maí 2020 14:43 Geta í mesta lagi prófað 500 ferðamenn á dag Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er ekki í stakk búin til að taka sýni úr nema 500 farþegum sem koma til landsins á degi hverjum. 26. maí 2020 14:30 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að vinna þurfi á drjúgum verkefnalista ef áætlun stjórnvalda, um að hleypa ferðamönnum til landsins gegn veiruprófi, eigi að ganga upp. Ljóst sé að auka þurfi afkastagetu við veiruprófanir á landamærunum. Samkvæmt skýrslu verkefnisstjórnar getur veirufræðideild Landspítalans veiruprófað um 500 ferðamenn á dag. Stjórnvöld settu sér hins vegar markmið um að afkastageta væri um eitt þúsund ferðamenn á dag. „Niðurstaða verkefnisstjórnarinnar er að þetta sé gerlegt að þessi leið sé fær,“ segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún segir að bæta þurfi í með auknum tækjabúnaði og mönnum á veirufræðideildinni. Einnig muni þurfa að brúa bilið með einhverjum hætti ef ferðamennirnir reynast fleiri en forsendurnar gera ráð fyrir. Þar hefur verkefnisstjórnin tiltekið Íslenska erfðagreiningu sem hefur sýnt mikla greiningargetu. „Forsendurnar sem við lögðum upp með til grundvallar fyrir viku eru breyttar núna. Það lítur út fyrir að það séu jafnvel fleiri væntanlegir um miðjan júní en það leit út fyrir viku. Svo geta ríkin í kringum okkur tekið nýjar ákvarðanir sem gefur tilefni til að við endurmetum þetta allt saman. Punkturinn í dag lítur þannig út að við stefnum á að gera þetta og ætlum að gera það sem þarf til að við getum verið stödd þarna 15. Júní,“ segir Svandís. Í dag þurfa ferðamenn að undirgangast tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins vegna sóttvarnaráðstafana. Sóttvarnalæknir mun fara yfir skýrslu verkefnisstjórinnar og áhættumat Landspítalans áður en hann sendir sínar tillögur til heilbrigðisráðherra um næstu skref sem hann telur fært að taka. Svandís á von á þeim tillögum um helgina. Þá eigi einnig eftir að vinna hagræna greiningu sem er á borði fjármálaráðuneytisins. Hún telur að allt ætti að liggja fyrir í næstu viku. Í áhættumati Landspítalans kemur fram að áhættan sé veruleg fyrir spítalann ef ferðamenn bera smit til landsins. Spítalinn færi strax á neyðarstig við fyrstu innlögn sjúklings. Álagið hafi verið gríðarlegt í vetur og verði ekki minna í sumar ef smituðum fer fjölgandi á ný. Þá verði margir starfsmenn spítalans í orlofi í sumar. Svandís segir ljóst að því verði mætt ef álagið eykst í heilbrigðiskerfinu. „Og höfum gert það hingað til. Við höfum haldið til haga þeim kostnaði sem hefur hlotist til við fyrsta kafla faraldursins, sem var umtalsverður. Ef við værum að fara í næstu lotu þar sem við þyrftum að glíma við einhver smit hér, þá auðvitað þarf að fjármagna það. Það gefur augaleið,“ segir Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðilar í ferðaþjónustu gætu þurft að sinna ferðamönnum í einangrun Aðilar í ferðaþjónustunni þurfa að vera undir það búnir að senda ferðamenn sem koma hingað til lands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og jafnvel sinna þeim ef þeir þurfa að sæta sóttkví og/eða einangrun. 26. maí 2020 17:56 Þurfi að vera skýrt hvað lögregla megi gera við óhlýðna ferðamenn Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma 26. maí 2020 15:22 Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. 26. maí 2020 14:43 Geta í mesta lagi prófað 500 ferðamenn á dag Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er ekki í stakk búin til að taka sýni úr nema 500 farþegum sem koma til landsins á degi hverjum. 26. maí 2020 14:30 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Sjá meira
Aðilar í ferðaþjónustu gætu þurft að sinna ferðamönnum í einangrun Aðilar í ferðaþjónustunni þurfa að vera undir það búnir að senda ferðamenn sem koma hingað til lands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og jafnvel sinna þeim ef þeir þurfa að sæta sóttkví og/eða einangrun. 26. maí 2020 17:56
Þurfi að vera skýrt hvað lögregla megi gera við óhlýðna ferðamenn Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma 26. maí 2020 15:22
Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. 26. maí 2020 14:43
Geta í mesta lagi prófað 500 ferðamenn á dag Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er ekki í stakk búin til að taka sýni úr nema 500 farþegum sem koma til landsins á degi hverjum. 26. maí 2020 14:30