Innan við 200 manns fengu hýdroxíklórókín hér á landi Birgir Olgeirsson skrifar 26. maí 2020 11:42 Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum Vísir/Sigurjón Landspítalinn hætti fyrir nokkru að gefa Covid-sjúklingum sýklalyfið hýdroxíklórókín. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur stöðvað tilraunir á notagildi lyfsins tímabundið því niðurstöður virðast benda til að það auki líkur á andláti sjúklinga. Innan við 200 manns fengu lyfið hér á landi undir eftirliti. Samantekt á rannsókn notagildis hýdroxíklórókíns var birt á vef læknisfræðitimaritsins Lancet fyrir helgi. Þar kom fram að dánarhlutfall sjúklinga sem fékk lyfið var hærra en á meðal þeirra sem ekki fengu lyfið. Íslenska lyfjafyrirtækið Alvogen gaf Landspítalanum 50.000 skammta af lyfinu í vetur vegna kórónuveirunnar. Var lyfið notað í afmörkuðum tilfellum í tilraunaskyni hér á landi. Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum, segir noktun þess hafa verið hætt fyrir nokkru síðan. „Við höfum tekið það út úr okkar leiðbeiningum. Það stendur ekki til að nota það nema eitthvað mikið breytist og við fáum upplýsingar um gagnsemi þess. Við bíðum eins og aðrir eftir niðurstöðum úr þessum stóru rannsóknum sem eru í gagni, þar á meðal þeirri sem WHO hefur staðið fyrir,“ segir Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum. Hann segir þekkt að lyfið getur leitt til hjartsláttaróreglu hjá þeim sem eru viðkvæmir fyrir. Lyfið geti lengt ákveðið bil í hjartarafriti sem getur leitt til þessarar hjartsláttaróreglu. „Það er alveg á hreinu að stefnulaus notkun á þessu lyfi án góðrar vöktunar, með töku hjartarafrits, kann ekki góðri lukku að stýra. Við gerðum okkur far um það hér þegar við notuðum lyfið að fylgjast með þessu. En við höfum haft spurnir af því að erlendis hefur notkunin verið frjálslegri og víðtækari og ekkert endilega verið að fylgja þessum tilmælum um að taka hjartarafrit og fylgjast með lengingu á þessu tiltekna bili sem skiptir máli,“ segir Magnús. Fylgst var vel með sjúklingum sem fengu lyfið hér á landi Þeir sem fengu lyfið hér á landi voru þeir sem lögðust inn á spítala. „Þannig að það var eðli málsins samkvæmt fólk sem var fylgst með og taka hjartarit. Örfáir einstaklingar sem tóku lyfið undir eftirliti í heimahúsi en voru þá í sambandi við göngudeildina. En þetta er ekki mikill fjöldi, innan við 200 manns alls, þetta er innan við 10 prósent í mesta lagi af heildarfjöldanum sem greindist með Covid,“ segir Magnús. Eiga Remdesivir og Favipir Niðurstöður bráðabirgðarannsóknar hafa sýnt góð áhrif ebólulyfsins Remdesivir á baráttu fólks við Covid-19. Magnús segir þetta jákvæðar fréttir og sem betur fer hafi Landspítalinn tryggt sér þetta lyf. „Og erum ágætlega undir það búin ef nauðsyn skapast á að gefa það lyf. Það eru ákveðnar takmarkanir á notkun þess. Við vonum að þær verði minni eftir því sem við áttum okkur betur á ábendingum og gagnsemi lyfsins,“ segir Magnús. Hann segir framleiðanda lyfsins setja þessar takmarkanir. Hingað til hefur aðeins mátt nota það á sjúklinga í öndunarvél. Þá hefur Landspítalinn einnig fengið japanska lyfið Favipir en Magnús segir enn beðið niðurstaðna um rannsóknir á virkni þess gegn veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Landspítalinn hætti fyrir nokkru að gefa Covid-sjúklingum sýklalyfið hýdroxíklórókín. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur stöðvað tilraunir á notagildi lyfsins tímabundið því niðurstöður virðast benda til að það auki líkur á andláti sjúklinga. Innan við 200 manns fengu lyfið hér á landi undir eftirliti. Samantekt á rannsókn notagildis hýdroxíklórókíns var birt á vef læknisfræðitimaritsins Lancet fyrir helgi. Þar kom fram að dánarhlutfall sjúklinga sem fékk lyfið var hærra en á meðal þeirra sem ekki fengu lyfið. Íslenska lyfjafyrirtækið Alvogen gaf Landspítalanum 50.000 skammta af lyfinu í vetur vegna kórónuveirunnar. Var lyfið notað í afmörkuðum tilfellum í tilraunaskyni hér á landi. Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum, segir noktun þess hafa verið hætt fyrir nokkru síðan. „Við höfum tekið það út úr okkar leiðbeiningum. Það stendur ekki til að nota það nema eitthvað mikið breytist og við fáum upplýsingar um gagnsemi þess. Við bíðum eins og aðrir eftir niðurstöðum úr þessum stóru rannsóknum sem eru í gagni, þar á meðal þeirri sem WHO hefur staðið fyrir,“ segir Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum. Hann segir þekkt að lyfið getur leitt til hjartsláttaróreglu hjá þeim sem eru viðkvæmir fyrir. Lyfið geti lengt ákveðið bil í hjartarafriti sem getur leitt til þessarar hjartsláttaróreglu. „Það er alveg á hreinu að stefnulaus notkun á þessu lyfi án góðrar vöktunar, með töku hjartarafrits, kann ekki góðri lukku að stýra. Við gerðum okkur far um það hér þegar við notuðum lyfið að fylgjast með þessu. En við höfum haft spurnir af því að erlendis hefur notkunin verið frjálslegri og víðtækari og ekkert endilega verið að fylgja þessum tilmælum um að taka hjartarafrit og fylgjast með lengingu á þessu tiltekna bili sem skiptir máli,“ segir Magnús. Fylgst var vel með sjúklingum sem fengu lyfið hér á landi Þeir sem fengu lyfið hér á landi voru þeir sem lögðust inn á spítala. „Þannig að það var eðli málsins samkvæmt fólk sem var fylgst með og taka hjartarit. Örfáir einstaklingar sem tóku lyfið undir eftirliti í heimahúsi en voru þá í sambandi við göngudeildina. En þetta er ekki mikill fjöldi, innan við 200 manns alls, þetta er innan við 10 prósent í mesta lagi af heildarfjöldanum sem greindist með Covid,“ segir Magnús. Eiga Remdesivir og Favipir Niðurstöður bráðabirgðarannsóknar hafa sýnt góð áhrif ebólulyfsins Remdesivir á baráttu fólks við Covid-19. Magnús segir þetta jákvæðar fréttir og sem betur fer hafi Landspítalinn tryggt sér þetta lyf. „Og erum ágætlega undir það búin ef nauðsyn skapast á að gefa það lyf. Það eru ákveðnar takmarkanir á notkun þess. Við vonum að þær verði minni eftir því sem við áttum okkur betur á ábendingum og gagnsemi lyfsins,“ segir Magnús. Hann segir framleiðanda lyfsins setja þessar takmarkanir. Hingað til hefur aðeins mátt nota það á sjúklinga í öndunarvél. Þá hefur Landspítalinn einnig fengið japanska lyfið Favipir en Magnús segir enn beðið niðurstaðna um rannsóknir á virkni þess gegn veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira