Ung gráðug kona Kristjana Björk Barðdal skrifar 26. maí 2020 09:00 Daglega stuða mig svo margir hlutir í samfélagi okkar sem halda mér við efnið, halda mér við jafnréttisbaráttuna. Ég vil að að næsta kynslóð alist upp í betri útgáfu af því samfélagi sem við ólumst upp í, og kyn okkar á ekki að breyta því hvaða tækifæri við fáum í lífinu. Á miklum tímamótum fyrir nokkrum árum settist ég niður með kollega mínum vegna þess að við vildum bæði sama hlutinn og vorum að fara yfir stöðu mála. Hann byrjar á því að segja mér hvað hann vill og ég hlusta, spennt að fá að segja frá mínu. Síðan kemur að mér, ég vil mjög svipaða hluti og hann og segi frá þeim. Mér hefur aldrei liðið jafn óþægilega og á meðan ég talaði og fylgdist með honum stara á mig agndofa. Um leið og ég hafði lokið mér af byrjaði hann að hrauna yfir allt sem ég hafði sagt. Ég hlustaði en það eina sem ég heyrði var setning sem hann endurtók aftur og aftur og aftur. Þú ert gráðug. Það versta við þetta allt saman var það að á þessum tímapunkti trúði ég því sem hann sagði og í hvert skipti sem ég geri eitthvað meira en ég er vön eða sækist eftir einhverju meiru bergmálar þetta í hausnum á mér. Engin kona á nokkurn tímann að trúa þessari setningu því við getum allt sem við viljum. Til þess að gera það þurfum við bakland og það er það sem félag ungra athafnakvenna er, skothelt bakland sem stendur með okkur öllum sama hvað og byggir félagskonur upp. Félagið skiptir miklu máli fyrir jafnréttisbaráttuna á Íslandi. Eftir alla viðburði á vegum félagsins líður manni eins og maður sé óstöðvandi og finn ég alltaf fyrir miklum stuðningi og mikilli hvatningu frá félagskonum. Þetta er eitthvað sem allar konur eiga að upplifa og þess vegna vil ég ná til enn fleiri kvenna á öllum aldri, allstaðar í samfélaginu. Ég vil hvetja konur til þess að gera það sem þær vilja hvort sem það er að mennta sig í iðngreinum, skara fram úr í íþróttum, líta út eins og þær vilja, sækjast eftir rétti sínum eða vera stoltar af því að vera þær sjálfar. Ég hlakka til áframhaldandi fjölbreyttra viðburða á næsta starfsári. Ég trúi því að viðburðir félagsins stuðli að vitundarvakningu og fræðslu frá mismunandi áttum ásamt því að taka á rauntíma umræðu samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Reboot Hack. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kristjana Björk Barðdal Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Daglega stuða mig svo margir hlutir í samfélagi okkar sem halda mér við efnið, halda mér við jafnréttisbaráttuna. Ég vil að að næsta kynslóð alist upp í betri útgáfu af því samfélagi sem við ólumst upp í, og kyn okkar á ekki að breyta því hvaða tækifæri við fáum í lífinu. Á miklum tímamótum fyrir nokkrum árum settist ég niður með kollega mínum vegna þess að við vildum bæði sama hlutinn og vorum að fara yfir stöðu mála. Hann byrjar á því að segja mér hvað hann vill og ég hlusta, spennt að fá að segja frá mínu. Síðan kemur að mér, ég vil mjög svipaða hluti og hann og segi frá þeim. Mér hefur aldrei liðið jafn óþægilega og á meðan ég talaði og fylgdist með honum stara á mig agndofa. Um leið og ég hafði lokið mér af byrjaði hann að hrauna yfir allt sem ég hafði sagt. Ég hlustaði en það eina sem ég heyrði var setning sem hann endurtók aftur og aftur og aftur. Þú ert gráðug. Það versta við þetta allt saman var það að á þessum tímapunkti trúði ég því sem hann sagði og í hvert skipti sem ég geri eitthvað meira en ég er vön eða sækist eftir einhverju meiru bergmálar þetta í hausnum á mér. Engin kona á nokkurn tímann að trúa þessari setningu því við getum allt sem við viljum. Til þess að gera það þurfum við bakland og það er það sem félag ungra athafnakvenna er, skothelt bakland sem stendur með okkur öllum sama hvað og byggir félagskonur upp. Félagið skiptir miklu máli fyrir jafnréttisbaráttuna á Íslandi. Eftir alla viðburði á vegum félagsins líður manni eins og maður sé óstöðvandi og finn ég alltaf fyrir miklum stuðningi og mikilli hvatningu frá félagskonum. Þetta er eitthvað sem allar konur eiga að upplifa og þess vegna vil ég ná til enn fleiri kvenna á öllum aldri, allstaðar í samfélaginu. Ég vil hvetja konur til þess að gera það sem þær vilja hvort sem það er að mennta sig í iðngreinum, skara fram úr í íþróttum, líta út eins og þær vilja, sækjast eftir rétti sínum eða vera stoltar af því að vera þær sjálfar. Ég hlakka til áframhaldandi fjölbreyttra viðburða á næsta starfsári. Ég trúi því að viðburðir félagsins stuðli að vitundarvakningu og fræðslu frá mismunandi áttum ásamt því að taka á rauntíma umræðu samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Reboot Hack.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun