Ætla að keyra öryggislög áfram í Hong Kong Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2020 07:21 Frá mótmælunum í Hong Kong í gær. EPA/JEROME FAVRE Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni. Lögunum er ætlað að banna alls konar aðgerðir sem beinast gegn ríkinu. Lögin myndu takmarka alla andstöðu gegn yfirvöldum í Peking og auðvelda öryggissveitum að brjóta mótmæli á bak aftur. Gagnrýnendur þeirra segja að lögin muni ógna stöðu og sjálfstæði Hong Kong. Lögunum sé ætlað að þagga í öllum gagnrýnisröddum. Umfangsmikil mótmæli fóru fram í Hong Kong í gær í fyrsta sinn í marga mánuði. Minnst 180 mótmælendur voru handteknir. Mótmælendur kölluðu eftir sjálfstæði Hong Kong og sögðu það einu leiðina. Önnur ríki hafa lýst yfir áhyggjum af aðgerðum yfirvalda. Fyrrverandi ríkisstjóri Hong Kong, þegar Bretar stjórnuðu eyjunni, segir Kínverja hafa svikið íbúa þar og segir þá brjóta gegn samkomulagi Kína og Bretlands um Hong Kong sem gert var árið 1984. John Lee. öryggisráðherra Hong Kong líkti mótmælunum í gær við hryðjuverkastarfsemi í nótt og sagði hana færast í aukana. Þar að auki hefði ógnum gagnvart þjóðaröryggi Kína fjölgað og nefndi hann sérstaklega áköll eftir sjálfstæði Hong Kong í því samhengi. Lee sagði nýju lögin nauðsynleg til að tryggja hagsæld og stöðugleika í Hong Kong til lengri tíma. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Beittu táragasi gegn andstæðingum nýrra öryggislaga Þúsundir andstæðinga nýrra öryggislaga um Hong Kong sem Kínverjar hafa sett mótmæltu setningu laganna á götum Hong Kong í dag. Lögreglan beitti táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum. 24. maí 2020 11:32 Fyrrum ríkisstjóri segir Kína hafa svikið Hong Kong Chris Patten, sem gegndi embætti ríkisstjóra í Hong Kong á árunum 1992-1997, stýrði Hong Kong áður en að yfirráð voru færð yfir til kínverska yfirvalda eftir 150 ár af breskri stjórn, sagði í viðtali við the Times að Bretar hefðu skyldu til að standa við bakið á Hong Kong. 23. maí 2020 11:54 Kína leggur til lög sem myndu takmarka andstöðu Hong Kong Kínversk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp um ný öryggislög í Hong Kong sem myndu banna uppreisnaráróður, sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins og landráð. 21. maí 2020 14:50 Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. 15. maí 2020 15:58 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni. Lögunum er ætlað að banna alls konar aðgerðir sem beinast gegn ríkinu. Lögin myndu takmarka alla andstöðu gegn yfirvöldum í Peking og auðvelda öryggissveitum að brjóta mótmæli á bak aftur. Gagnrýnendur þeirra segja að lögin muni ógna stöðu og sjálfstæði Hong Kong. Lögunum sé ætlað að þagga í öllum gagnrýnisröddum. Umfangsmikil mótmæli fóru fram í Hong Kong í gær í fyrsta sinn í marga mánuði. Minnst 180 mótmælendur voru handteknir. Mótmælendur kölluðu eftir sjálfstæði Hong Kong og sögðu það einu leiðina. Önnur ríki hafa lýst yfir áhyggjum af aðgerðum yfirvalda. Fyrrverandi ríkisstjóri Hong Kong, þegar Bretar stjórnuðu eyjunni, segir Kínverja hafa svikið íbúa þar og segir þá brjóta gegn samkomulagi Kína og Bretlands um Hong Kong sem gert var árið 1984. John Lee. öryggisráðherra Hong Kong líkti mótmælunum í gær við hryðjuverkastarfsemi í nótt og sagði hana færast í aukana. Þar að auki hefði ógnum gagnvart þjóðaröryggi Kína fjölgað og nefndi hann sérstaklega áköll eftir sjálfstæði Hong Kong í því samhengi. Lee sagði nýju lögin nauðsynleg til að tryggja hagsæld og stöðugleika í Hong Kong til lengri tíma.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Beittu táragasi gegn andstæðingum nýrra öryggislaga Þúsundir andstæðinga nýrra öryggislaga um Hong Kong sem Kínverjar hafa sett mótmæltu setningu laganna á götum Hong Kong í dag. Lögreglan beitti táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum. 24. maí 2020 11:32 Fyrrum ríkisstjóri segir Kína hafa svikið Hong Kong Chris Patten, sem gegndi embætti ríkisstjóra í Hong Kong á árunum 1992-1997, stýrði Hong Kong áður en að yfirráð voru færð yfir til kínverska yfirvalda eftir 150 ár af breskri stjórn, sagði í viðtali við the Times að Bretar hefðu skyldu til að standa við bakið á Hong Kong. 23. maí 2020 11:54 Kína leggur til lög sem myndu takmarka andstöðu Hong Kong Kínversk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp um ný öryggislög í Hong Kong sem myndu banna uppreisnaráróður, sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins og landráð. 21. maí 2020 14:50 Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. 15. maí 2020 15:58 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Beittu táragasi gegn andstæðingum nýrra öryggislaga Þúsundir andstæðinga nýrra öryggislaga um Hong Kong sem Kínverjar hafa sett mótmæltu setningu laganna á götum Hong Kong í dag. Lögreglan beitti táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum. 24. maí 2020 11:32
Fyrrum ríkisstjóri segir Kína hafa svikið Hong Kong Chris Patten, sem gegndi embætti ríkisstjóra í Hong Kong á árunum 1992-1997, stýrði Hong Kong áður en að yfirráð voru færð yfir til kínverska yfirvalda eftir 150 ár af breskri stjórn, sagði í viðtali við the Times að Bretar hefðu skyldu til að standa við bakið á Hong Kong. 23. maí 2020 11:54
Kína leggur til lög sem myndu takmarka andstöðu Hong Kong Kínversk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp um ný öryggislög í Hong Kong sem myndu banna uppreisnaráróður, sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins og landráð. 21. maí 2020 14:50
Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. 15. maí 2020 15:58