Bankarnir veita ívilnanir og lífeyrissjóðir hvattir að gera það líka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. mars 2020 13:00 Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Landssamtaka lífeyrissjóða hvetur sjóðina til að fara sömu leið og bankarnir. Vísir/Vilhelm Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn bjóða viðskiptavinum sem sjá fram á erfiðleika að gera hlé á afborgunum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða hvetur sjóðina til að gera það sama. Hún segir að búist sé við hrynu uppsagna næstu mánaðamót og þá geti margir þurft að nýta sér slík úrræði. Arion banki tilkynnti í morgun að komið verði á móts við þá einstaklinga sem sjá fram á erfiðleika við að standa skil á afborgunum íbúðalána vegna Covid-19. Þessum einstaklingum býðst að gera hlé á afborgunum lánanna í allt að þrjá mánuði til að auðvelda þeim að takast á við fyrirsjáanlegar áskoranir. Farið verður yfir málin með hverjum og einum viðskiptavini. Frá Íslandsbanka fengust þær upplýsingar að bankinn komi til móts við þarfir viðskiptavina, svo sem með því að bjóða frystingu afborgana útlána tímabundið hjá þeim viðskiptavinum, einstaklingum og fyrirtækjum, sem mest verða fyrir áhrifum af þessum fordæmalausu aðstæðum.Landsbankinn sendi eftirfarandi bankinn mun standa með viðskiptavinum sínum í gegnum þessa erfiðleika. Við höfum fjölbreytt úrræði, m.a. að bjóða viðskiptavinum að gera hlé á afborgunum, og við hvetjum fólk til að hafa samband ef það þarf að nýta sér úrræðin. Býst við lífeyrissjóðir bjóði samskonar úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Landssamtaka lífeyrissjóða býst við að sjóðirnir bjóði uppá samskonar úrræði. „Ég get ekki annað en hvatt lífeyrissjóði til að skoða þetta mál gaumgæfilega með það að markmiði að feta í fótspor Arion banka. Við erum að lifa fordæmalausatíma og ljóst að það mun fara af stað hrina uppsagna næstu mánaðamót og ég tel að lífeyrissjóðirnir vilji aðstoða sína sjóðsfélaga að komast í gegnum þetta. Ég býst við að þetta mál verði helsta umræðuefnið á stjórnarfundum sjóðanna næstu vikur,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Wuhan-veiran Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Stýrivextir lækkaðir um hálft prósentustig Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,50 prósentur. 11. mars 2020 07:01 Munu horfa til þess að styðja viðskiptavini Landsbankans í erfiðu árferði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir bankann í stakk búinn að mæta áföllum viðskiptavina vegna þess ástands sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 16:28 Aðgerðir miði að fyrirtækjum sem þykja lífvænleg Útfærsla hefur ekki verið endanlega ákveðin í öllum tilfellum hvað varðar þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í dag til að bregðast við efnahagslegum áhrifum af völdum kórónuveirunnar. 10. mars 2020 19:33 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn bjóða viðskiptavinum sem sjá fram á erfiðleika að gera hlé á afborgunum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða hvetur sjóðina til að gera það sama. Hún segir að búist sé við hrynu uppsagna næstu mánaðamót og þá geti margir þurft að nýta sér slík úrræði. Arion banki tilkynnti í morgun að komið verði á móts við þá einstaklinga sem sjá fram á erfiðleika við að standa skil á afborgunum íbúðalána vegna Covid-19. Þessum einstaklingum býðst að gera hlé á afborgunum lánanna í allt að þrjá mánuði til að auðvelda þeim að takast á við fyrirsjáanlegar áskoranir. Farið verður yfir málin með hverjum og einum viðskiptavini. Frá Íslandsbanka fengust þær upplýsingar að bankinn komi til móts við þarfir viðskiptavina, svo sem með því að bjóða frystingu afborgana útlána tímabundið hjá þeim viðskiptavinum, einstaklingum og fyrirtækjum, sem mest verða fyrir áhrifum af þessum fordæmalausu aðstæðum.Landsbankinn sendi eftirfarandi bankinn mun standa með viðskiptavinum sínum í gegnum þessa erfiðleika. Við höfum fjölbreytt úrræði, m.a. að bjóða viðskiptavinum að gera hlé á afborgunum, og við hvetjum fólk til að hafa samband ef það þarf að nýta sér úrræðin. Býst við lífeyrissjóðir bjóði samskonar úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Landssamtaka lífeyrissjóða býst við að sjóðirnir bjóði uppá samskonar úrræði. „Ég get ekki annað en hvatt lífeyrissjóði til að skoða þetta mál gaumgæfilega með það að markmiði að feta í fótspor Arion banka. Við erum að lifa fordæmalausatíma og ljóst að það mun fara af stað hrina uppsagna næstu mánaðamót og ég tel að lífeyrissjóðirnir vilji aðstoða sína sjóðsfélaga að komast í gegnum þetta. Ég býst við að þetta mál verði helsta umræðuefnið á stjórnarfundum sjóðanna næstu vikur,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir.
Wuhan-veiran Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Stýrivextir lækkaðir um hálft prósentustig Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,50 prósentur. 11. mars 2020 07:01 Munu horfa til þess að styðja viðskiptavini Landsbankans í erfiðu árferði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir bankann í stakk búinn að mæta áföllum viðskiptavina vegna þess ástands sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 16:28 Aðgerðir miði að fyrirtækjum sem þykja lífvænleg Útfærsla hefur ekki verið endanlega ákveðin í öllum tilfellum hvað varðar þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í dag til að bregðast við efnahagslegum áhrifum af völdum kórónuveirunnar. 10. mars 2020 19:33 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Stýrivextir lækkaðir um hálft prósentustig Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,50 prósentur. 11. mars 2020 07:01
Munu horfa til þess að styðja viðskiptavini Landsbankans í erfiðu árferði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir bankann í stakk búinn að mæta áföllum viðskiptavina vegna þess ástands sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 16:28
Aðgerðir miði að fyrirtækjum sem þykja lífvænleg Útfærsla hefur ekki verið endanlega ákveðin í öllum tilfellum hvað varðar þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í dag til að bregðast við efnahagslegum áhrifum af völdum kórónuveirunnar. 10. mars 2020 19:33