Vonast til að leiðtogafundur G7 geti farið fram í Washington í júní Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2020 18:14 Robert O'Brien þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins (t.h.). Getty/Chip Somodevilla Leiðtogar G7 ríkjanna munu hittast á fundi í lok júní sagði Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti aflýsti fundi G7 leiðtoganna vegna kórónuveirufaraldursins sem átti að fara fram þann 10. júní. Trump sagði á miðvikudag að ekki væri loku fyrir það skotið að leiðtogarnir kæmu saman á fundi nærri Washington borg og sagði hann það gefa heiminum þau skilaboð að allt væri að snúa í fyrra horf. „G7 fundurinn, ef hann fer fram „í persónu“ eins og við höldum, mun fara fram í lok júní,“ sagði O‘Brien í þættinum Face the Nation hjá sjónvarpsstöðinni CBS. Þá sagði O‘Brien að hann tryði því að höfuðborg landsins nálgaðist hápunktinn á virkum smitum og að bandarísk yfirvöld vildu helst halda fundinn augliti til auglits ef hægt væri. Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, sagði hins vegar á föstudag að í Washington borg væri hæst hlutfall jákvæðra sýna í landinu öllu. Þá sagði hún að hún hafi beðið sóttvarnarembætti Bandaríkjanna að vinna með heilbrigðisyfirvöldum í Washington, Chicago og Los Angeles að því að greina hvers vegna smitum sé að fjölga. O‘Brien sagði að hann teldi að leiðtogar G7 ríkjanna vildu frekar hittast augliti til auglits en að funda í gegn um fjarskiptabúnað. Þá sagði hann að forsetinn hefði þegar framlengt fundarboðið og viðbrögðin hafi verið mjög góð. Tryggt yrði að allir væru heilbrigðir fyrir komu og að umhverfið yrði öruggt. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er opinn fyrir því að ferðast til Bandaríkjanna til að funda með G7 leiðtogunum ef aðstæður leifa samkvæmt ummælum starfsmanns forsetans sem birt voru á miðvikudag. Bandaríkin Donald Trump Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Sjá meira
Leiðtogar G7 ríkjanna munu hittast á fundi í lok júní sagði Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti aflýsti fundi G7 leiðtoganna vegna kórónuveirufaraldursins sem átti að fara fram þann 10. júní. Trump sagði á miðvikudag að ekki væri loku fyrir það skotið að leiðtogarnir kæmu saman á fundi nærri Washington borg og sagði hann það gefa heiminum þau skilaboð að allt væri að snúa í fyrra horf. „G7 fundurinn, ef hann fer fram „í persónu“ eins og við höldum, mun fara fram í lok júní,“ sagði O‘Brien í þættinum Face the Nation hjá sjónvarpsstöðinni CBS. Þá sagði O‘Brien að hann tryði því að höfuðborg landsins nálgaðist hápunktinn á virkum smitum og að bandarísk yfirvöld vildu helst halda fundinn augliti til auglits ef hægt væri. Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, sagði hins vegar á föstudag að í Washington borg væri hæst hlutfall jákvæðra sýna í landinu öllu. Þá sagði hún að hún hafi beðið sóttvarnarembætti Bandaríkjanna að vinna með heilbrigðisyfirvöldum í Washington, Chicago og Los Angeles að því að greina hvers vegna smitum sé að fjölga. O‘Brien sagði að hann teldi að leiðtogar G7 ríkjanna vildu frekar hittast augliti til auglits en að funda í gegn um fjarskiptabúnað. Þá sagði hann að forsetinn hefði þegar framlengt fundarboðið og viðbrögðin hafi verið mjög góð. Tryggt yrði að allir væru heilbrigðir fyrir komu og að umhverfið yrði öruggt. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er opinn fyrir því að ferðast til Bandaríkjanna til að funda með G7 leiðtogunum ef aðstæður leifa samkvæmt ummælum starfsmanns forsetans sem birt voru á miðvikudag.
Bandaríkin Donald Trump Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Sjá meira