Fleiri leita aðstoðar hjá Kvennaráðgjöfinni og Bjarkarhlíð Nadine Guðrún Yaghi og Andri Eysteinsson skrifa 24. maí 2020 09:38 Þorbjörg Inga Jónsdóttir stjórnarformaður Bjarkarhlíðar og lögfræðingur hjá Kvennaráðgjöfinni Fjölgað hefur í hópi þeirra sem leita lögfræðiráðgjafar hjá Kvennaráðgjöfinni og Bjarkarhlíð. Lögfræðingur segir teikn á lofti um að skilnuðum sé að fjölga og mál séu farin að þyngjast. Heimilisofbeldismálum hefur fjölgað hér á landi vegna COVID-19 faraldursins. Lögregla hefur verið kölluð út vegna slíkra mála í auknum mæli og þá hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis að undanförnu. „Þegar við byrjum á þessu COVID-ástandi þá varð aukning varðandi lögfræðiráðgjöfina, bæði urðum við varar við auknar komur beint til kvennaráðgjafarinnar og líka til Bjarkarhlíðar þar sem fólk var að velta fyrir sér fjárhagsstöðu sinni, réttindum varðandi eignaskipti, yfirráð yfir fjármunum sem eru auðvitað oft tengd ofbeldismálum,“ segir Þorbjörg Inga Jónsdóttir, stjórnarformaður Bjarkarhlíðar og lögfræðingur hjá Kvennaráðgjöfinni. Þá séu teikn á lofti um að skilnuðum hafi fjölgað. „Það er auðvitað mikið álag á fjölskyldunum bæði út af þessu ástandi sem veldur svona persónulegu álagi og svo líka út af fjárhagsstöðu, margir að missa vinnuna og tapa tekjum af ýmsum ástæðum,“ sagði Þorbjörg. Þá segir Þorbjörg að málin séu að versna. „Það er svona ákveðinn þungi sem mér finnst ég verða vör við. Þessi vilji til að setja börnin inn í deiluna til dæmis. Mér finnst við ganga töluvert lengra í þeim málum en verið hefur. Maður veltir því fyrir sér hvort barnaverndarnefnd þurfi að koma þar sterkar inn. Fólk sem verður fyrir ofbeldi í nánum samböndum leitar sér lögfræðiaðstoðar þar sem það veit oft ekki hvaða rétt það á. „Hver staðan er á málunum í rannsókn og ákæruferli hjá hinu opinbera. Hvað það tekur hugsanlega langan tíma að fá niðurstöðu í svona mál sem skiptir fólk miklu máli,“ sagði Þorbjörg. Fólk í þessari stöðu eigi rétt á réttargæslumanni og skaðabótum. Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Fjölgað hefur í hópi þeirra sem leita lögfræðiráðgjafar hjá Kvennaráðgjöfinni og Bjarkarhlíð. Lögfræðingur segir teikn á lofti um að skilnuðum sé að fjölga og mál séu farin að þyngjast. Heimilisofbeldismálum hefur fjölgað hér á landi vegna COVID-19 faraldursins. Lögregla hefur verið kölluð út vegna slíkra mála í auknum mæli og þá hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis að undanförnu. „Þegar við byrjum á þessu COVID-ástandi þá varð aukning varðandi lögfræðiráðgjöfina, bæði urðum við varar við auknar komur beint til kvennaráðgjafarinnar og líka til Bjarkarhlíðar þar sem fólk var að velta fyrir sér fjárhagsstöðu sinni, réttindum varðandi eignaskipti, yfirráð yfir fjármunum sem eru auðvitað oft tengd ofbeldismálum,“ segir Þorbjörg Inga Jónsdóttir, stjórnarformaður Bjarkarhlíðar og lögfræðingur hjá Kvennaráðgjöfinni. Þá séu teikn á lofti um að skilnuðum hafi fjölgað. „Það er auðvitað mikið álag á fjölskyldunum bæði út af þessu ástandi sem veldur svona persónulegu álagi og svo líka út af fjárhagsstöðu, margir að missa vinnuna og tapa tekjum af ýmsum ástæðum,“ sagði Þorbjörg. Þá segir Þorbjörg að málin séu að versna. „Það er svona ákveðinn þungi sem mér finnst ég verða vör við. Þessi vilji til að setja börnin inn í deiluna til dæmis. Mér finnst við ganga töluvert lengra í þeim málum en verið hefur. Maður veltir því fyrir sér hvort barnaverndarnefnd þurfi að koma þar sterkar inn. Fólk sem verður fyrir ofbeldi í nánum samböndum leitar sér lögfræðiaðstoðar þar sem það veit oft ekki hvaða rétt það á. „Hver staðan er á málunum í rannsókn og ákæruferli hjá hinu opinbera. Hvað það tekur hugsanlega langan tíma að fá niðurstöðu í svona mál sem skiptir fólk miklu máli,“ sagði Þorbjörg. Fólk í þessari stöðu eigi rétt á réttargæslumanni og skaðabótum.
Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira