Vonar að skilaboð Bandaríkjastjórnar berist ekki víðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. mars 2020 13:48 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/vilhelm Ferðabann Bandaríkjastjórnar er gríðarlegt reiðarslag fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslífið allt að mati Jóhannesar Þ. Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Bandaríski markaðurinn er um 34 prósent af gjaldeyristekjum ferðaþjónustunnar þannig að það er ljóst ef það verður algjört fall á honum þá hefur það gríðarlega erfiðar afleiðingar,“ sagði Jóhannes í aukafréttatíma fréttastofunnar í hádeginu. Jóhannes segir líka að þau skilaboð, sem Bandaríkjastjórn sé að senda frá sér með banninu, séu einnig „mjög slæm. Við verðum að vona að þau dreifist ekki meira um heiminn. Við verðum samt að horfa fram á veginn og takast á við þessar aðstæður eins og aðrar,“ segir Jóhannes. „Ég hef fulla trú á því að við getum gert það sameiginlega af styrk. Við höfum verið í miklum samskiptum, bæði við stjórnvöld, stofnanir og okkar félagsmenn til þess að meta stöðuna og sjá hvað hægt er að gera. Ég tel að það sé mikið af hlutum sem við getum gert til að bregðast við og nú gildir að gera það nokkuð hratt.“ Þó svo að Jóhannes segist vona að ferðaþjónustufyrirtæki muni ekki þurfa að grípa til fjöldauppsagna segir hann að launakostnaður sé einn stærsti kostnaðarliður fyrirtækjanna. „Þegar tekjufallið verður svona þá er það eina sem er á borðinu fyrir fyrirtæki er að minnka launakostnaðinn. Þannig að það eru held ég mörg ferðaþjónustufyrirtæki, og væntanlega í öðrum greinum líka, að velta því fyrir sér hvort og hversu mörgum þarf að segja upp.“ Hann segist því telja „mjög mikilvægt að við sjáum svolítið fram úr þessu með stjórnvöldum - þ.e. hvernig við nálgumst það verkefni.“ Ferðamennska á Íslandi Wuhan-veiran Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Við munum fylgja þessu máli fast eftir“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Bandaríkjastjórn vegna flugbannsins og óskað eftir símafundi með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. 12. mars 2020 13:32 Icelandair hyggst ekki leggjast á ríkisspenann Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. 12. mars 2020 11:33 Forstjóri Vinnumálastofnunar: „Þetta er algerlega óþekkt ástand“ Unnur Sverrisdóttir vonast til hægt verði að milda höggið á atvinnulífið vegna kórónuveirunnar með sérstökum aðgerðum sem ætlað er að hvetja atvinnurekendur til að lækka starfshlutfall, í stað þess að grípa til uppsagna. 12. mars 2020 12:05 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Ferðabann Bandaríkjastjórnar er gríðarlegt reiðarslag fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslífið allt að mati Jóhannesar Þ. Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Bandaríski markaðurinn er um 34 prósent af gjaldeyristekjum ferðaþjónustunnar þannig að það er ljóst ef það verður algjört fall á honum þá hefur það gríðarlega erfiðar afleiðingar,“ sagði Jóhannes í aukafréttatíma fréttastofunnar í hádeginu. Jóhannes segir líka að þau skilaboð, sem Bandaríkjastjórn sé að senda frá sér með banninu, séu einnig „mjög slæm. Við verðum að vona að þau dreifist ekki meira um heiminn. Við verðum samt að horfa fram á veginn og takast á við þessar aðstæður eins og aðrar,“ segir Jóhannes. „Ég hef fulla trú á því að við getum gert það sameiginlega af styrk. Við höfum verið í miklum samskiptum, bæði við stjórnvöld, stofnanir og okkar félagsmenn til þess að meta stöðuna og sjá hvað hægt er að gera. Ég tel að það sé mikið af hlutum sem við getum gert til að bregðast við og nú gildir að gera það nokkuð hratt.“ Þó svo að Jóhannes segist vona að ferðaþjónustufyrirtæki muni ekki þurfa að grípa til fjöldauppsagna segir hann að launakostnaður sé einn stærsti kostnaðarliður fyrirtækjanna. „Þegar tekjufallið verður svona þá er það eina sem er á borðinu fyrir fyrirtæki er að minnka launakostnaðinn. Þannig að það eru held ég mörg ferðaþjónustufyrirtæki, og væntanlega í öðrum greinum líka, að velta því fyrir sér hvort og hversu mörgum þarf að segja upp.“ Hann segist því telja „mjög mikilvægt að við sjáum svolítið fram úr þessu með stjórnvöldum - þ.e. hvernig við nálgumst það verkefni.“
Ferðamennska á Íslandi Wuhan-veiran Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Við munum fylgja þessu máli fast eftir“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Bandaríkjastjórn vegna flugbannsins og óskað eftir símafundi með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. 12. mars 2020 13:32 Icelandair hyggst ekki leggjast á ríkisspenann Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. 12. mars 2020 11:33 Forstjóri Vinnumálastofnunar: „Þetta er algerlega óþekkt ástand“ Unnur Sverrisdóttir vonast til hægt verði að milda höggið á atvinnulífið vegna kórónuveirunnar með sérstökum aðgerðum sem ætlað er að hvetja atvinnurekendur til að lækka starfshlutfall, í stað þess að grípa til uppsagna. 12. mars 2020 12:05 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
„Við munum fylgja þessu máli fast eftir“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Bandaríkjastjórn vegna flugbannsins og óskað eftir símafundi með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. 12. mars 2020 13:32
Icelandair hyggst ekki leggjast á ríkisspenann Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. 12. mars 2020 11:33
Forstjóri Vinnumálastofnunar: „Þetta er algerlega óþekkt ástand“ Unnur Sverrisdóttir vonast til hægt verði að milda höggið á atvinnulífið vegna kórónuveirunnar með sérstökum aðgerðum sem ætlað er að hvetja atvinnurekendur til að lækka starfshlutfall, í stað þess að grípa til uppsagna. 12. mars 2020 12:05