Leggja Icelandair ekki til fé nema launamálin séu skýr Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2020 11:38 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. vísir/vilhelm Icelandair Group stefnir á að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja samkeppnishæfni til lengri tíma. Forstjóri Icelandair segir að þótt staðan sé erfið og óvissan mikil á þessu stigi, sé hann bjartsýnn á tækifæri félagsins og íslenskrar ferðaþjónustu til framtíðar. Hann vonar að viðræður við stéttarfélög muni skila árangri, annars verði ekkert fé frá fjárfestum að fá. Heimsfaraldur kórónuveiru hefur leikið flugfélög um allan heim grátt og keppast þau við að leita leiða til að halda rekstrinum gangandi. Icelandair er þar engin undantekning en Bogi Níls Bogason, forstjóri Icelandair, segir félagið nú standa frami fyrir því verkefni að reyna að tryggja samkeppnishæfi þess til framtíðar. Hlutafjárútboð sé liður í því. „Við hófum þessa vinnu fyrir um hálfum mánuði síðan og tilkynntum um hana í Kauphöllinni á mánudaginn í síðustu viku. Við erum að vinna í þessu á fullu og vorum að greina frá því í morgun að við hefðum ákveðið að fara í hlutfjáraukningu á næstunni en frekari smáatriði liggja ekki fyrir á þessu stigi“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Sjá einnig: Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Í augnablikinu sé óvissan mikil og erfitt að segja til um hvenær þetta ástand verði yfirstaðið. Nú leggi félagið áherslu á að styrkja efnahagsreikning og lausafjárstöðu til lengri tíma. „Við horfum líka á það að Ísland mun hafa mikil tækifæri sem ferðamannaland eftir að óvissutímabilinu lýkur. Það verður meiri eftirspurn eftir því að koma í víðfemið hér en að fara í stórborgir, að okkar mati,“ segir Bogi. „Jafnframt teljum við að það séu mikil tækifæri fyrir tengimiðstöðina Ísland milli Evrópu og Norður-Ameríku í kjölfar gerjunar sem er að eiga sér stað í flugheiminum. Við viljum því bæði komast í gegnum þessa stöðu núna en líka vera með mjög sterka stöðu til að nýta þau tækifæri sem uppi verði þegar óvissunni lýkur.“ Fyrirsjánleiki forsenda fjár Fyrirhugað útboð er háð samþykki hluthafafundar og því að viðræður við stéttarfélög skili árangri. „Samningar við okkar flugstéttir eru annað hvort að losna eða eru þegar lausir. Það liggur fyrir að fjárfestar munu ekki setja inn nýtt fé í félagið nema að það sé ákveðin fyrirsjáanleiki hvað þessa þætti varðar. Í eðlilegu árferði er launakostnaður flugstétta um 75 prósent af launakostnaði félagsins og því eðlilegt að þegar fjárfestar eru beðnir um að koma með nýtt fé í félagið að þeir fari fram á það að það sé ákveðinn fyrirsjáanleiki hvað þennan kostnaðarlið varðar.“ Icelandair Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Icelandair Group segist hafa í hyggju að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja „samkeppnishæfni til lengri tíma litið.“ 17. apríl 2020 09:15 Til greina komi að skera flotann niður um helming Icelandair hefur undanfarna daga rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. 17. apríl 2020 07:52 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Icelandair Group stefnir á að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja samkeppnishæfni til lengri tíma. Forstjóri Icelandair segir að þótt staðan sé erfið og óvissan mikil á þessu stigi, sé hann bjartsýnn á tækifæri félagsins og íslenskrar ferðaþjónustu til framtíðar. Hann vonar að viðræður við stéttarfélög muni skila árangri, annars verði ekkert fé frá fjárfestum að fá. Heimsfaraldur kórónuveiru hefur leikið flugfélög um allan heim grátt og keppast þau við að leita leiða til að halda rekstrinum gangandi. Icelandair er þar engin undantekning en Bogi Níls Bogason, forstjóri Icelandair, segir félagið nú standa frami fyrir því verkefni að reyna að tryggja samkeppnishæfi þess til framtíðar. Hlutafjárútboð sé liður í því. „Við hófum þessa vinnu fyrir um hálfum mánuði síðan og tilkynntum um hana í Kauphöllinni á mánudaginn í síðustu viku. Við erum að vinna í þessu á fullu og vorum að greina frá því í morgun að við hefðum ákveðið að fara í hlutfjáraukningu á næstunni en frekari smáatriði liggja ekki fyrir á þessu stigi“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Sjá einnig: Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Í augnablikinu sé óvissan mikil og erfitt að segja til um hvenær þetta ástand verði yfirstaðið. Nú leggi félagið áherslu á að styrkja efnahagsreikning og lausafjárstöðu til lengri tíma. „Við horfum líka á það að Ísland mun hafa mikil tækifæri sem ferðamannaland eftir að óvissutímabilinu lýkur. Það verður meiri eftirspurn eftir því að koma í víðfemið hér en að fara í stórborgir, að okkar mati,“ segir Bogi. „Jafnframt teljum við að það séu mikil tækifæri fyrir tengimiðstöðina Ísland milli Evrópu og Norður-Ameríku í kjölfar gerjunar sem er að eiga sér stað í flugheiminum. Við viljum því bæði komast í gegnum þessa stöðu núna en líka vera með mjög sterka stöðu til að nýta þau tækifæri sem uppi verði þegar óvissunni lýkur.“ Fyrirsjánleiki forsenda fjár Fyrirhugað útboð er háð samþykki hluthafafundar og því að viðræður við stéttarfélög skili árangri. „Samningar við okkar flugstéttir eru annað hvort að losna eða eru þegar lausir. Það liggur fyrir að fjárfestar munu ekki setja inn nýtt fé í félagið nema að það sé ákveðin fyrirsjáanleiki hvað þessa þætti varðar. Í eðlilegu árferði er launakostnaður flugstétta um 75 prósent af launakostnaði félagsins og því eðlilegt að þegar fjárfestar eru beðnir um að koma með nýtt fé í félagið að þeir fari fram á það að það sé ákveðinn fyrirsjáanleiki hvað þennan kostnaðarlið varðar.“
Icelandair Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Icelandair Group segist hafa í hyggju að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja „samkeppnishæfni til lengri tíma litið.“ 17. apríl 2020 09:15 Til greina komi að skera flotann niður um helming Icelandair hefur undanfarna daga rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. 17. apríl 2020 07:52 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Icelandair Group segist hafa í hyggju að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja „samkeppnishæfni til lengri tíma litið.“ 17. apríl 2020 09:15
Til greina komi að skera flotann niður um helming Icelandair hefur undanfarna daga rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. 17. apríl 2020 07:52