Sportpakkinn: Erfitt að sjá Valsmenn sleppa takinu af toppsætinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2020 16:30 Topplið Vals fær HK í heimsókn klukkan 19:30. vísir/bára Keppni í Olís-deild karla hefst á ný í kvöld eftir rúmlega tveggja vikna hlé. Síðast var leikið í deildinni mánudaginn 24. febrúar. Arnar Björnsson fór yfir 20. umferð Olís-deildarinnar með Guðlaugi Arnarssyni, sérfræðingi Seinni bylgjunnar. Valur er með tveggja stiga forystu á FH þegar þrjár umferðir eru eftir. Það var erfitt að sjá það fyrir laugardagskvöldið 12. október en þá töpuðu Valsmenn þriðja leiknum í röð með eins marks mun. Það var fjórði ósigur Valsmanna í sex fyrstu umferðunum. Frá þeim leik hefur Valur ekki tapað og aðeins tapað einu stigi. ÍBV fagnaði bikarmeistaratitlinum um helgina og Eyjamenn fá ÍR-inga í heimsókn. Líkt og Valsmenn hafa Eyjamenn verið á flugi í síðustu leikjum. Þeir eru í 6. sæti með 24 stig og stutt er í liðin þar fyrir ofan. ÍR er í sætinu fyrir neðan, tveimur stigum á eftir. ÍR vann leik liðanna í Austurberginu í nóvember með fimm marka mun. Liðin mætast klukkan 18:30 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Afturelding mætir botnliði Fjölni að Varmá í kvöld og getur með sigri náð 2. sætinu. Liðið er núna í 4. sæti með jafnmörg stig og Haukar og Selfoss sem mætast annað kvöld á Selfossi. Fjölnir hefur aðeins unnið tvo leiki í vetur og gert eitt jafntefli og tapað 16 leikjum. Grafarvogsliðið er fallið og leikur í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Fram og Stjarnan mætast í áhugaverðum leik í kvöld. Stjarnan er þremur stigum á undan Fram þegar sex stig eru í pottinum. Sigur Fram gerir baráttuna um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni áhugaverða. Stjarnan lék mjög vel í bikarkeppninni um helgina, vann Hauka í undanúrslitum en tapaði fyrir ÍBV í æsispennandi leik þar sem Stjarnan fékk svo sannarlega tækifæri til að vinna titilinn. Það hefur fjarað undan KA í síðustu leikjum og Akureyrarliðsins bíður erfitt verkefni annað kvöld gegn FH. Leikurinn átti að vera í kvöld en vegna ófærðar var honum frestað til morguns. FH er í 2. sæti og bíður eftir tækifæri til að hirða toppsætið ef Valsmenn taka upp á því að tapa leik. Eftir leikinn í kvöld á Valur eftir að spila við KA fyrir norðan og Stjörnuna á heimavelli. FH á eftir að spila við Stjörnuna heima og heimavelli og Fram á útivelli. Stórleikur 20. umferðannar verður á Selfossi annað kvöld þegar Haukar koma í heimsókn. Haukar voru á miklu flugi framan af leiktíð og unnu sjö marka sigur á Selfyssingum þegar liðin mættust í Hafnarfirði. Spurningin er hvort Haukar séu búnir að ná vopnum sínum á ný en það voru batamerki á liðinu í bikarleiknum við Stjörnuna um helgina. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Olís-deild karla hefst að nýju Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir KA-menn komast ekki suður Búið er að fresta leik FH og KA í Olís-deild karla sem átti að fara fram í Kaplakrika í kvöld. 11. mars 2020 11:31 Fyrsta handboltafólkið í sóttkví Fyrstu leikmennirnir í Olís-deildunum í sóttkví. 10. mars 2020 14:58 Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Íslenski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
Keppni í Olís-deild karla hefst á ný í kvöld eftir rúmlega tveggja vikna hlé. Síðast var leikið í deildinni mánudaginn 24. febrúar. Arnar Björnsson fór yfir 20. umferð Olís-deildarinnar með Guðlaugi Arnarssyni, sérfræðingi Seinni bylgjunnar. Valur er með tveggja stiga forystu á FH þegar þrjár umferðir eru eftir. Það var erfitt að sjá það fyrir laugardagskvöldið 12. október en þá töpuðu Valsmenn þriðja leiknum í röð með eins marks mun. Það var fjórði ósigur Valsmanna í sex fyrstu umferðunum. Frá þeim leik hefur Valur ekki tapað og aðeins tapað einu stigi. ÍBV fagnaði bikarmeistaratitlinum um helgina og Eyjamenn fá ÍR-inga í heimsókn. Líkt og Valsmenn hafa Eyjamenn verið á flugi í síðustu leikjum. Þeir eru í 6. sæti með 24 stig og stutt er í liðin þar fyrir ofan. ÍR er í sætinu fyrir neðan, tveimur stigum á eftir. ÍR vann leik liðanna í Austurberginu í nóvember með fimm marka mun. Liðin mætast klukkan 18:30 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Afturelding mætir botnliði Fjölni að Varmá í kvöld og getur með sigri náð 2. sætinu. Liðið er núna í 4. sæti með jafnmörg stig og Haukar og Selfoss sem mætast annað kvöld á Selfossi. Fjölnir hefur aðeins unnið tvo leiki í vetur og gert eitt jafntefli og tapað 16 leikjum. Grafarvogsliðið er fallið og leikur í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Fram og Stjarnan mætast í áhugaverðum leik í kvöld. Stjarnan er þremur stigum á undan Fram þegar sex stig eru í pottinum. Sigur Fram gerir baráttuna um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni áhugaverða. Stjarnan lék mjög vel í bikarkeppninni um helgina, vann Hauka í undanúrslitum en tapaði fyrir ÍBV í æsispennandi leik þar sem Stjarnan fékk svo sannarlega tækifæri til að vinna titilinn. Það hefur fjarað undan KA í síðustu leikjum og Akureyrarliðsins bíður erfitt verkefni annað kvöld gegn FH. Leikurinn átti að vera í kvöld en vegna ófærðar var honum frestað til morguns. FH er í 2. sæti og bíður eftir tækifæri til að hirða toppsætið ef Valsmenn taka upp á því að tapa leik. Eftir leikinn í kvöld á Valur eftir að spila við KA fyrir norðan og Stjörnuna á heimavelli. FH á eftir að spila við Stjörnuna heima og heimavelli og Fram á útivelli. Stórleikur 20. umferðannar verður á Selfossi annað kvöld þegar Haukar koma í heimsókn. Haukar voru á miklu flugi framan af leiktíð og unnu sjö marka sigur á Selfyssingum þegar liðin mættust í Hafnarfirði. Spurningin er hvort Haukar séu búnir að ná vopnum sínum á ný en það voru batamerki á liðinu í bikarleiknum við Stjörnuna um helgina. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Olís-deild karla hefst að nýju
Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir KA-menn komast ekki suður Búið er að fresta leik FH og KA í Olís-deild karla sem átti að fara fram í Kaplakrika í kvöld. 11. mars 2020 11:31 Fyrsta handboltafólkið í sóttkví Fyrstu leikmennirnir í Olís-deildunum í sóttkví. 10. mars 2020 14:58 Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Íslenski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
KA-menn komast ekki suður Búið er að fresta leik FH og KA í Olís-deild karla sem átti að fara fram í Kaplakrika í kvöld. 11. mars 2020 11:31
Fyrsta handboltafólkið í sóttkví Fyrstu leikmennirnir í Olís-deildunum í sóttkví. 10. mars 2020 14:58
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn