Kína leggur til lög sem myndu takmarka andstöðu Hong Kong Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2020 14:50 Æðsta ráðgjafarþing Kínverja á sviði stjórnmála kom saman í vikunni. AP Photo/Andy Wong Kínversk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp um ný öryggislög í Hong Kong sem myndu banna uppreisnaráróður, sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins og landráð. Líklegt er talið að tilraunin verði gagnrýnd alþjóðlega og í Hong Kong sjálfu, þar sem geisuðu margra mánaða mótmæli í fyrra. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að kínverska Alþýðuþingið, sem fer með lagasetningarvaldið í Kína, muni taka frumvarpið fyrir þegar þingið kemur saman á föstudag. Samkvæmt ör-stjórnarskrá Hong Kong þarf sjálfstjórnarhéraðið að innleiða slík öryggislög. Alþýðuþing Kína verður sett á morgun, föstudag, þar sem um þrjú þúsund þingmenn munu koma saman og ræða frumvarpið. Þingið kemur saman aðeins einu sinni á ári í tvær vikur í senn. Hin svokölluðu Grunnlög voru innleidd árið 1997 þegar Bretland skilaði Hong Kong af yfirráðasvæði sínu aftur til Kína en þau tryggja ákveðin grunnréttindi sem eru ekki til staðar á meginlandi Kína. Yfirvöld í Peking hafa alltaf haft völdin til að innleiða öryggislögin í Grunnlögin en hafa ekki beitt þeim völdum hingað til. Hins vegar hafa kosningar til héraðsþings Hong Kong verið boðaðar í september næstkomandi og talið er að ef flokkum sem styðja aukið lýðræði gengur jafn vel og þeim gerði í svæðakosningum í fyrra gæti héraðsþingið tekið upp á því að koma í veg fyrir innleiðingu laga sem eru frá yfirvöldum Kína komin. Heimildarmaður South China Morning Post, fréttamiðils sem staðsettur er í Hong Kong, frá meginlandinu sagði í samtali við blaðið að yfirvöld í Peking hafi ákveðið að Hong Kong væri ekki fært um að innleiða eigin öryggislög og því þyrfti þjóðþingið að taka á sig þá ábyrgð. Á mánudag var fjöldi þingmanna í Hong Kong sem styðja aukið lýðræði dregnir út úr þingsalnum vegna átaka sem brutust út vegna frumvarps til laga um þjóðsöng Kína. Væru lögin samþykkt væri það glæpsamlegt athæfi að sýna kínverska þjóðsöngnum virðingarleysi. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. 15. maí 2020 15:58 Lam hótar mótmælendum í Hong Kong Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, segir að „eitt ríki, tvö kerfi“ gæti verið við lýði löngu eftir að það rennur formlega út árið 2047. Eingöngu þó ef ungt fólk Hong Kong skemmir það ekki með „tímabundnum misskilningi“. 16. janúar 2020 10:18 Hundruð mótmælenda handtekin í Hong Kong á nýársdag Skipuleggjendur gagnrýna lögreglu fyrir að hafa gefið mótmælendum skamman tíma að láta sig hverfa áður en byrjað var að handtaka fólk. 2. janúar 2020 11:33 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp um ný öryggislög í Hong Kong sem myndu banna uppreisnaráróður, sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins og landráð. Líklegt er talið að tilraunin verði gagnrýnd alþjóðlega og í Hong Kong sjálfu, þar sem geisuðu margra mánaða mótmæli í fyrra. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að kínverska Alþýðuþingið, sem fer með lagasetningarvaldið í Kína, muni taka frumvarpið fyrir þegar þingið kemur saman á föstudag. Samkvæmt ör-stjórnarskrá Hong Kong þarf sjálfstjórnarhéraðið að innleiða slík öryggislög. Alþýðuþing Kína verður sett á morgun, föstudag, þar sem um þrjú þúsund þingmenn munu koma saman og ræða frumvarpið. Þingið kemur saman aðeins einu sinni á ári í tvær vikur í senn. Hin svokölluðu Grunnlög voru innleidd árið 1997 þegar Bretland skilaði Hong Kong af yfirráðasvæði sínu aftur til Kína en þau tryggja ákveðin grunnréttindi sem eru ekki til staðar á meginlandi Kína. Yfirvöld í Peking hafa alltaf haft völdin til að innleiða öryggislögin í Grunnlögin en hafa ekki beitt þeim völdum hingað til. Hins vegar hafa kosningar til héraðsþings Hong Kong verið boðaðar í september næstkomandi og talið er að ef flokkum sem styðja aukið lýðræði gengur jafn vel og þeim gerði í svæðakosningum í fyrra gæti héraðsþingið tekið upp á því að koma í veg fyrir innleiðingu laga sem eru frá yfirvöldum Kína komin. Heimildarmaður South China Morning Post, fréttamiðils sem staðsettur er í Hong Kong, frá meginlandinu sagði í samtali við blaðið að yfirvöld í Peking hafi ákveðið að Hong Kong væri ekki fært um að innleiða eigin öryggislög og því þyrfti þjóðþingið að taka á sig þá ábyrgð. Á mánudag var fjöldi þingmanna í Hong Kong sem styðja aukið lýðræði dregnir út úr þingsalnum vegna átaka sem brutust út vegna frumvarps til laga um þjóðsöng Kína. Væru lögin samþykkt væri það glæpsamlegt athæfi að sýna kínverska þjóðsöngnum virðingarleysi.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. 15. maí 2020 15:58 Lam hótar mótmælendum í Hong Kong Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, segir að „eitt ríki, tvö kerfi“ gæti verið við lýði löngu eftir að það rennur formlega út árið 2047. Eingöngu þó ef ungt fólk Hong Kong skemmir það ekki með „tímabundnum misskilningi“. 16. janúar 2020 10:18 Hundruð mótmælenda handtekin í Hong Kong á nýársdag Skipuleggjendur gagnrýna lögreglu fyrir að hafa gefið mótmælendum skamman tíma að láta sig hverfa áður en byrjað var að handtaka fólk. 2. janúar 2020 11:33 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. 15. maí 2020 15:58
Lam hótar mótmælendum í Hong Kong Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, segir að „eitt ríki, tvö kerfi“ gæti verið við lýði löngu eftir að það rennur formlega út árið 2047. Eingöngu þó ef ungt fólk Hong Kong skemmir það ekki með „tímabundnum misskilningi“. 16. janúar 2020 10:18
Hundruð mótmælenda handtekin í Hong Kong á nýársdag Skipuleggjendur gagnrýna lögreglu fyrir að hafa gefið mótmælendum skamman tíma að láta sig hverfa áður en byrjað var að handtaka fólk. 2. janúar 2020 11:33