Forsætisráðherra hyggst leggja fram auðlindarákvæði næsta haust Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. maí 2020 19:00 Forsætisráðherra stefnir á að leggja fram á Alþingi næsta haust ákvæði í stjórnarskrá um að auðlindir náttúru Íslands verði skilgreindar sem þjóðareign. Prófessor í hagfræði segir svívirðulegt að stjórnvöld hafi ekki virt þjóðarvilja og sett auðlindarákvæði Stjórnlagaráðs í stjórnarskrá. Í fréttum okkar hefur komið fram hörð gagnrýni á að eigendur Samherja hafi framselt nánast alla hlutabréfaeign í félaginu til afkomenda sinna þar sem í því felist framsal á kvóta til næstu kynslóðar. Þá hefur komið fram að ef auðlindarákvæði væri komið í stjórnarskrá væri hægt að koma í veg fyrir að aflaheimildir erfist með slíkum hætti. Í samráðsgátt stjórnvalda eru drög að auðlindarákvæði en frekari vinna á eftir að fara fram. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að til standi að leggja fram auðlindarákvæði í stjórnarskrá á næstu mánuðum. „Stefna mín er að á komandi hausti verði lagt fram ákvæði um að náttúruauðlindir Íslands verði skilgreindar í þjóðareign í stjórnarskrá. Afnotarétturinn af þeim sé ekki afhentur með varanlegum hætti og kveðið verði á um gjaldtöku á auðlindum sem nýttar eru í ábataskyni og eru í þjóðareign. Þetta hefur verið eitt af stóru málunum í íslenskum stjórnmálum en ég held að það sé til mjög mikils að vinna að ná sem breiðastri samstöðu um að slíkt ákvæði fari inn í stjórnarskrá og marki þannig leiðina fyrir löggjafann á komandi árum “ segir Katrín. Vitlaust gefið í upphafi Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði segir að upphaflegur tilgangur kvótakerfisins hafi verið allt annar en sá að afkomendur þeirra sem fari með aflaheimildirnar erfi þær. „Það var ekki ætlun löggjafans þegar kvótakerfið var sett á að framsal af þessu tagi gæti átt sér stað. Þegar framsal var svo leyft nokkrum árum eftir að kvótakerfið var sett á var það reist á alvarlegum misbresti sem fólst í því að frjálst framsals getur ekki virkað ef það var vitlaust gefið í upphafi. Það , segir Þorvaldur. Alþingi á harðahlaupum frá þjóðarviljanum Þorvaldur var fulltrúi í Stjórnlagaráði sem skilaði drögum að stjórnarskrá árið 2012. Í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um drögin sama ár kaus um 83% kjósenda að auðlindarákvæði ráðsins væri lagt til grundvallar í stjórnarskrá. Þorvaldur er afar ósáttur við framgöngu stjórnvalda í málinu. „Þessari þjóðaratkvæðagreiðslu hefur Alþingi verið á harðahlaupum frá síðan árið 2012. Við sjáum sömu þróun erlendis þ.e. hvernig sérhagsmunahópargeta beitt stjórnvöldum fyrir sig til þess að grafa undan lýðræði og mannréttindum. Við getum ekki búið við það ár fram að ári að Alþingi brjóti gegn þjóðarviljanum í þessu máli eins og það hefur gert. Það er svívirðuleg framganga frá mínum bæjardyrum séð. Skýringin blasir við, útvegsfyrirtækin eru með þingmenn og þingflokka á fóðrum. Við þurfum að kortleggja ferillinn og rekja slóðina ,“ segir Þorvaldur. Segir landsmenn bera lítið úr býtum Hann segir að aðeins lítill hluti af ávinningi af fiskveiðiauðlindinni renni til þjóðarinnar. „Það liggur fyrir að um 90% af rentunni af lögmætri eign þjóðarinnar rennur í fáeina vasa og gjarnan inná reikninga í skattaskjólum. Réttur eigandi fær aðeins 10%. Þessum hlutföllum þarf að snúa við. Og það er það sem nýja stjórnarskráin með sínu auðlindarákvæði miðar að,“ segir Þorvaldur Gylfason. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Ömurlegt að horfa upp á að þessir gífurlegu fjármunir fari svona á milli kynslóða“ Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir ömurlegt að hægt sé að framselja aflaheimildir milli kynslóða eins og eigendur Samherja hafi gert. Aflaheimildir félagsins voru metnar á ríflega tuttugu og þrjá milljarða í síðasta ársreikningi. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra telur réttast að setja tímamörk á aflaheimildir. 19. maí 2020 19:07 Þingmanni blöskrar „sumargjöfin“ til Samherjabarnanna Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar og formaður atvinnuveganefndar, segir að koma verði í veg fyrir að milljarðar króna sem byggist á auðlindum þjóðarinnar renni á milli kynslóða hjá stórum útgerðarfélögum. 19. maí 2020 15:46 Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41 Telur drög að auðlindarákvæði í stjórnarskrá ekki koma í veg fyrir framsal Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjaldtöku af fiskveiðiauðlindinni telur að drög um auðlindarákvæði í stjórnarskránni feli ekki í sér að bannað verði að framselja kvóta. Hann segir mikilvægt að setja tímamörk á afnotarétt á auðlindum sem teljast þjóðareign 20. maí 2020 12:34 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Forsætisráðherra stefnir á að leggja fram á Alþingi næsta haust ákvæði í stjórnarskrá um að auðlindir náttúru Íslands verði skilgreindar sem þjóðareign. Prófessor í hagfræði segir svívirðulegt að stjórnvöld hafi ekki virt þjóðarvilja og sett auðlindarákvæði Stjórnlagaráðs í stjórnarskrá. Í fréttum okkar hefur komið fram hörð gagnrýni á að eigendur Samherja hafi framselt nánast alla hlutabréfaeign í félaginu til afkomenda sinna þar sem í því felist framsal á kvóta til næstu kynslóðar. Þá hefur komið fram að ef auðlindarákvæði væri komið í stjórnarskrá væri hægt að koma í veg fyrir að aflaheimildir erfist með slíkum hætti. Í samráðsgátt stjórnvalda eru drög að auðlindarákvæði en frekari vinna á eftir að fara fram. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að til standi að leggja fram auðlindarákvæði í stjórnarskrá á næstu mánuðum. „Stefna mín er að á komandi hausti verði lagt fram ákvæði um að náttúruauðlindir Íslands verði skilgreindar í þjóðareign í stjórnarskrá. Afnotarétturinn af þeim sé ekki afhentur með varanlegum hætti og kveðið verði á um gjaldtöku á auðlindum sem nýttar eru í ábataskyni og eru í þjóðareign. Þetta hefur verið eitt af stóru málunum í íslenskum stjórnmálum en ég held að það sé til mjög mikils að vinna að ná sem breiðastri samstöðu um að slíkt ákvæði fari inn í stjórnarskrá og marki þannig leiðina fyrir löggjafann á komandi árum “ segir Katrín. Vitlaust gefið í upphafi Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði segir að upphaflegur tilgangur kvótakerfisins hafi verið allt annar en sá að afkomendur þeirra sem fari með aflaheimildirnar erfi þær. „Það var ekki ætlun löggjafans þegar kvótakerfið var sett á að framsal af þessu tagi gæti átt sér stað. Þegar framsal var svo leyft nokkrum árum eftir að kvótakerfið var sett á var það reist á alvarlegum misbresti sem fólst í því að frjálst framsals getur ekki virkað ef það var vitlaust gefið í upphafi. Það , segir Þorvaldur. Alþingi á harðahlaupum frá þjóðarviljanum Þorvaldur var fulltrúi í Stjórnlagaráði sem skilaði drögum að stjórnarskrá árið 2012. Í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um drögin sama ár kaus um 83% kjósenda að auðlindarákvæði ráðsins væri lagt til grundvallar í stjórnarskrá. Þorvaldur er afar ósáttur við framgöngu stjórnvalda í málinu. „Þessari þjóðaratkvæðagreiðslu hefur Alþingi verið á harðahlaupum frá síðan árið 2012. Við sjáum sömu þróun erlendis þ.e. hvernig sérhagsmunahópargeta beitt stjórnvöldum fyrir sig til þess að grafa undan lýðræði og mannréttindum. Við getum ekki búið við það ár fram að ári að Alþingi brjóti gegn þjóðarviljanum í þessu máli eins og það hefur gert. Það er svívirðuleg framganga frá mínum bæjardyrum séð. Skýringin blasir við, útvegsfyrirtækin eru með þingmenn og þingflokka á fóðrum. Við þurfum að kortleggja ferillinn og rekja slóðina ,“ segir Þorvaldur. Segir landsmenn bera lítið úr býtum Hann segir að aðeins lítill hluti af ávinningi af fiskveiðiauðlindinni renni til þjóðarinnar. „Það liggur fyrir að um 90% af rentunni af lögmætri eign þjóðarinnar rennur í fáeina vasa og gjarnan inná reikninga í skattaskjólum. Réttur eigandi fær aðeins 10%. Þessum hlutföllum þarf að snúa við. Og það er það sem nýja stjórnarskráin með sínu auðlindarákvæði miðar að,“ segir Þorvaldur Gylfason.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Ömurlegt að horfa upp á að þessir gífurlegu fjármunir fari svona á milli kynslóða“ Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir ömurlegt að hægt sé að framselja aflaheimildir milli kynslóða eins og eigendur Samherja hafi gert. Aflaheimildir félagsins voru metnar á ríflega tuttugu og þrjá milljarða í síðasta ársreikningi. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra telur réttast að setja tímamörk á aflaheimildir. 19. maí 2020 19:07 Þingmanni blöskrar „sumargjöfin“ til Samherjabarnanna Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar og formaður atvinnuveganefndar, segir að koma verði í veg fyrir að milljarðar króna sem byggist á auðlindum þjóðarinnar renni á milli kynslóða hjá stórum útgerðarfélögum. 19. maí 2020 15:46 Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41 Telur drög að auðlindarákvæði í stjórnarskrá ekki koma í veg fyrir framsal Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjaldtöku af fiskveiðiauðlindinni telur að drög um auðlindarákvæði í stjórnarskránni feli ekki í sér að bannað verði að framselja kvóta. Hann segir mikilvægt að setja tímamörk á afnotarétt á auðlindum sem teljast þjóðareign 20. maí 2020 12:34 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Ömurlegt að horfa upp á að þessir gífurlegu fjármunir fari svona á milli kynslóða“ Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir ömurlegt að hægt sé að framselja aflaheimildir milli kynslóða eins og eigendur Samherja hafi gert. Aflaheimildir félagsins voru metnar á ríflega tuttugu og þrjá milljarða í síðasta ársreikningi. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra telur réttast að setja tímamörk á aflaheimildir. 19. maí 2020 19:07
Þingmanni blöskrar „sumargjöfin“ til Samherjabarnanna Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar og formaður atvinnuveganefndar, segir að koma verði í veg fyrir að milljarðar króna sem byggist á auðlindum þjóðarinnar renni á milli kynslóða hjá stórum útgerðarfélögum. 19. maí 2020 15:46
Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41
Telur drög að auðlindarákvæði í stjórnarskrá ekki koma í veg fyrir framsal Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjaldtöku af fiskveiðiauðlindinni telur að drög um auðlindarákvæði í stjórnarskránni feli ekki í sér að bannað verði að framselja kvóta. Hann segir mikilvægt að setja tímamörk á afnotarétt á auðlindum sem teljast þjóðareign 20. maí 2020 12:34
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent