Flokkur Pútín vill breyta lögum svo hann geti setið áfram Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2020 13:20 Vladímír Pútín Rússlandsforseta virðir fyrir sér fána frá sovéttímanum með andlitum Vladímírs Lenín og Jósefs Stalín. Enginn hefur ríkt lengur í Rússland en Pútín frá því að Stalín lést árið 1953. AP/Alexei Nikolsky/Spútnik Sameinað Rússland, flokkur Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, styður tillögu um breytingu á stjórnarskrá sem gerði Pútín kleift að bjóða sig fram til forseta aftur árið 2024. Pútín er ekki kjörgengur þá samkvæmt núgildandi stjórnarskrá Rússlands. Umfangsmiklar breytingar á stjórnskipan Rússlands sem Pútín lagði óvænt fram í janúar eru af mörgum taldar eiga að tryggja honum áframhaldandi völd eftir að fjórða kjörtímabili hans sem forseta lýkur eftir fjögur ár. Þingmenn Sameinaðs Rússlands lögðu til í dag að stjórnarskránni yrði breytt þannig að Pútín fengi að byrja upp á nýtt með hreinan skjöld og bjóða sig fram aftur til forseta líkt og það væri í fyrsta skipti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dúman, neðri deild þingsins, er þegar búin að samþykkja tillöguna. Pútín, sem hefur stýrt Rússlandi með harðri hendi í tuttugu ár og er þaulsetnasti leiðtogi landsins frá tíð harðstjórans Jósefs Stalín, segist styðja tillögu flokksins. Hann sé andsnúinn því að afnema ákvæði um hámarksembættissetu en fylgjandi því að endurskoða hversu lengi menn mega gegna forsetaembættinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Áður hafði Pútín gert lítið úr möguleikanum á að hann gæti setið áfram sem forseti eftir að núverandi kjörtímabili lýkur. Á föstudag sagði hann verkamönnum og aðgerðasinnum í Ivanovo að hann vildi ekki afnema ákvæði sem takmarka hversu lengi menn geta setið á forsetastóli. Það væri þó ekki vegna þess að hann óttaðist sjálfan sig eða að hann gæti „gengið af göflunum“. „Stöðugleiki, yfirveguð þróun landsins kann að vera mikilvæg núna en seinna þegar landið verður sjálfsöruggara og auðugra verður sannarlega þörf á því að tryggja mannabreytingar í ríkisstjórninni,“ sagði Pútín. Stjórnarskrárbreytingarnar eru enn til umræðu á rússneska þinginu en til stendur að leggja þær í þjóðaratkvæðagreiðslu 22. apríl. Rússland Tengdar fréttir Pútín vill guð og „hefðbundið“ hjónaband í stjórnarskrá Vladímír Pútín forseti lagði fram breytingartillögur við frumvarp um stjórnarskrárbreytingar á mánudag. Þar verður kveðið á um að hjónaband geti aðeins verið á milli karls og konu. 3. mars 2020 13:15 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Sameinað Rússland, flokkur Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, styður tillögu um breytingu á stjórnarskrá sem gerði Pútín kleift að bjóða sig fram til forseta aftur árið 2024. Pútín er ekki kjörgengur þá samkvæmt núgildandi stjórnarskrá Rússlands. Umfangsmiklar breytingar á stjórnskipan Rússlands sem Pútín lagði óvænt fram í janúar eru af mörgum taldar eiga að tryggja honum áframhaldandi völd eftir að fjórða kjörtímabili hans sem forseta lýkur eftir fjögur ár. Þingmenn Sameinaðs Rússlands lögðu til í dag að stjórnarskránni yrði breytt þannig að Pútín fengi að byrja upp á nýtt með hreinan skjöld og bjóða sig fram aftur til forseta líkt og það væri í fyrsta skipti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dúman, neðri deild þingsins, er þegar búin að samþykkja tillöguna. Pútín, sem hefur stýrt Rússlandi með harðri hendi í tuttugu ár og er þaulsetnasti leiðtogi landsins frá tíð harðstjórans Jósefs Stalín, segist styðja tillögu flokksins. Hann sé andsnúinn því að afnema ákvæði um hámarksembættissetu en fylgjandi því að endurskoða hversu lengi menn mega gegna forsetaembættinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Áður hafði Pútín gert lítið úr möguleikanum á að hann gæti setið áfram sem forseti eftir að núverandi kjörtímabili lýkur. Á föstudag sagði hann verkamönnum og aðgerðasinnum í Ivanovo að hann vildi ekki afnema ákvæði sem takmarka hversu lengi menn geta setið á forsetastóli. Það væri þó ekki vegna þess að hann óttaðist sjálfan sig eða að hann gæti „gengið af göflunum“. „Stöðugleiki, yfirveguð þróun landsins kann að vera mikilvæg núna en seinna þegar landið verður sjálfsöruggara og auðugra verður sannarlega þörf á því að tryggja mannabreytingar í ríkisstjórninni,“ sagði Pútín. Stjórnarskrárbreytingarnar eru enn til umræðu á rússneska þinginu en til stendur að leggja þær í þjóðaratkvæðagreiðslu 22. apríl.
Rússland Tengdar fréttir Pútín vill guð og „hefðbundið“ hjónaband í stjórnarskrá Vladímír Pútín forseti lagði fram breytingartillögur við frumvarp um stjórnarskrárbreytingar á mánudag. Þar verður kveðið á um að hjónaband geti aðeins verið á milli karls og konu. 3. mars 2020 13:15 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Pútín vill guð og „hefðbundið“ hjónaband í stjórnarskrá Vladímír Pútín forseti lagði fram breytingartillögur við frumvarp um stjórnarskrárbreytingar á mánudag. Þar verður kveðið á um að hjónaband geti aðeins verið á milli karls og konu. 3. mars 2020 13:15