Heldur þann versta en þann næstbesta Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 10. mars 2020 08:30 Við flutning á máli Jóns Höskuldssonar gegn íslenska ríkinu í Landsrétti á fimmtudaginn í síðustu viku var settur ríkislögmaður spurður að því hvort að fyrrverandi dómsmálaráðherra hefði verið frjálst að skipa hvern sem er af þeim umsækjendum sem ekki voru á lista hæfnisnefndar yfir 15 hæfustu umsækjendurna sem dómara við Landsrétt vorið 2017. Með öðrum orðum var íslenska ríkið spurt að því hvort að fyrrverandi dómsmálaráðherra hefði verið heimilt að skipa hvern sem er af umsækjendum nr. 16-33 á lista hæfnisnefndar í stað einhvers af þeim 15 hæfustu sem hæfnisnefndin lagði til að yrðu skipaðir. Íslenska ríkið svaraði því játandi að því gefnu að Alþingi hefði samþykkt skipunina. Svarið er hárrétt með hliðsjón af dómi Hæstaréttar í Landsréttarmálinu. Þar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ítrekuð lögbrot fyrrverandi dómsmálaráðherra og Alþingis í skipunarferlinu breyttu engu vegna þess Forseti Íslands hefði með undirritun sinni á skipunarbréf dómarans staðfest ótímabundna skipun hans í embætti dómara við Landsrétt. Eins og íslenska ríkið staðfesti með málflutningsyfirlýsingu sinni í Landsrétti í síðustu viku leiðir niðurstaða Hæstaréttar í Landsréttarmálinu til þess að dómsmálaráðherra er frjálst að skipa hvaða umsækjanda sem er óháð tillögu hæfnisnefndar sem embættisdómara við íslenska dómstóla (héraðsdóm, Landsrétt og Hæstarétt) svo lengi sem viðkomandi umækjandi uppfyllir almenn hæfisskilyrði og Alþingi samþykkir skipunina. Það samþykki ætti ekki að vera vandkvæðum bundið eins og dæmin sanna. Afleiðingin er sú að skipun dómara á Íslandi er á nýjan leik orðin geðþóttaákvörðun þess einstaklings sem gegnir embætti dómsmálaráðherra hverju sinni. Það er í beinni andstöðu við gildandi lög og reglur sem er ætlað að takmarka vald dómsmálaráðherra og búa svo um hnútana að skipun dómara sé reist á málefnalegum grunni. Niðurstaða Hæstaréttar í Landsréttarmálinu felur því í sér beina aðför að sjálfstæði íslenskra dómstóla. Þess vegna var nauðsynlegt að skjóta Landsréttarmálinu til mannréttindadómstóls Evrópu. Málið hefur verið dómtekið í Grand Chamber og bíður dóms. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og flutti mál nr. 10/2018 í Hæstarétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við flutning á máli Jóns Höskuldssonar gegn íslenska ríkinu í Landsrétti á fimmtudaginn í síðustu viku var settur ríkislögmaður spurður að því hvort að fyrrverandi dómsmálaráðherra hefði verið frjálst að skipa hvern sem er af þeim umsækjendum sem ekki voru á lista hæfnisnefndar yfir 15 hæfustu umsækjendurna sem dómara við Landsrétt vorið 2017. Með öðrum orðum var íslenska ríkið spurt að því hvort að fyrrverandi dómsmálaráðherra hefði verið heimilt að skipa hvern sem er af umsækjendum nr. 16-33 á lista hæfnisnefndar í stað einhvers af þeim 15 hæfustu sem hæfnisnefndin lagði til að yrðu skipaðir. Íslenska ríkið svaraði því játandi að því gefnu að Alþingi hefði samþykkt skipunina. Svarið er hárrétt með hliðsjón af dómi Hæstaréttar í Landsréttarmálinu. Þar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ítrekuð lögbrot fyrrverandi dómsmálaráðherra og Alþingis í skipunarferlinu breyttu engu vegna þess Forseti Íslands hefði með undirritun sinni á skipunarbréf dómarans staðfest ótímabundna skipun hans í embætti dómara við Landsrétt. Eins og íslenska ríkið staðfesti með málflutningsyfirlýsingu sinni í Landsrétti í síðustu viku leiðir niðurstaða Hæstaréttar í Landsréttarmálinu til þess að dómsmálaráðherra er frjálst að skipa hvaða umsækjanda sem er óháð tillögu hæfnisnefndar sem embættisdómara við íslenska dómstóla (héraðsdóm, Landsrétt og Hæstarétt) svo lengi sem viðkomandi umækjandi uppfyllir almenn hæfisskilyrði og Alþingi samþykkir skipunina. Það samþykki ætti ekki að vera vandkvæðum bundið eins og dæmin sanna. Afleiðingin er sú að skipun dómara á Íslandi er á nýjan leik orðin geðþóttaákvörðun þess einstaklings sem gegnir embætti dómsmálaráðherra hverju sinni. Það er í beinni andstöðu við gildandi lög og reglur sem er ætlað að takmarka vald dómsmálaráðherra og búa svo um hnútana að skipun dómara sé reist á málefnalegum grunni. Niðurstaða Hæstaréttar í Landsréttarmálinu felur því í sér beina aðför að sjálfstæði íslenskra dómstóla. Þess vegna var nauðsynlegt að skjóta Landsréttarmálinu til mannréttindadómstóls Evrópu. Málið hefur verið dómtekið í Grand Chamber og bíður dóms. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og flutti mál nr. 10/2018 í Hæstarétti.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar